Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 287-93 287 Sigurður H. Richter, Matthías Eydal, Karl Skírnisson YFIRLITGREIN: SNÍKJUDÝR í MÖNNUM Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Að minnsta kosti 29 tegundir innri sníkjudýra sem smitað geta menn hafa fundist á Islandi. Aðeins átta þeirra eru nokkuð örugglega landlægar, óvíst er um fjórar en af hinum sautján hafa menn sennilega smitast erlendis. I greininni er gefið stutt yfirlit yfir allar þessar tegundir. INNGANGUR Innri sníkjudýr manna tilheyra fiest frumdýrum (Protozoa), ögðum (Trematoda), bandormum (Cestoda) eða þráðormum (Nematoda). Ytri sníkjudýr manna tilheyra aftur á móti flest skordýrum (Insecta) eða áttfætlumaurum (Acarina). I þessari grein er ætlunin að gefa yfirlit yfir innri sníkjudýr manna sem fundist hafa hér á landi. Ekki verður fjallað um ytri óværu. í greininni er hugtakið sníkjudýr notað í víðtækri merkingu og spannar öll dýr sem lifa í mönnum jafnvel þó þau valdi ekki sjúkdómi. Þær tegundir sem fjallað er um eru tegundir sem höfundar hafa fundið í rannsóknum á sníkjudýrum manna á árabilinu 1973- 1988 á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum en á því tímabili hafa verið rannsökuð þar 3922 sýni úr alls 2528 einstaklingum (1). Auk þess eru teknar með aðrar tegundir sníkjudýra sem höfundar vita til að aðrir hafa greint eða telja má víst að finnist í mönnum hér á landi. Að minnsta kosti 29 tegundir innri sníkjudýra sem geta smitað menn hafa fundist á Islandi (sjá töflu). Átta tegundir eru nokkuð örugglega landlægar, fjórar er óvíst um en af hinum sautján hafa menn sennilega smitast erlendis. Fáeinar tegundanna eru skaðlausar, Frá Tilraunastöö Háskólans i meinafræöi aö Keldum. Barst 23/05/1989. Samþykkt 18/02/1990. aðrar valda mismiklum sjúkdómseinkennum og sumar geta verið lífshættulegar. Ferðalög um heiminn hafa aukist verulega og meiri hætta en áður er á að ferðalangar eða innflytjendur beri hingað sníkjudýr sem fram að þessu hafa aðeins verið þekkt í fjarlægum löndum. Flest hinna framandi sníkjudýra hafa þó það flókna lífsferla, krefjast svo sérhæfðra Tafla. Innri sníkjudýr manna fundin á Islandi. LANDLÆG FRUMDÝR (Protozoa) Giardia lamblia ? Chilomastix mesnili - Trichomonas vaginalis + Endolimax nana - lodamoeba butschlii - Entamoeba coli - Entamoeba hartmanni - Entamoeba histolytica - Plasmodium spp. - Cryptosporidium sp. + Toxoplasma gondii + Pneumocystis carinii ? ÖGÐUR (Trematoda) Clonorchis sinensis og/eöa Opistorchis sp. Heterophyes heterophyes og/eða Metagonimus yokogawai _ BANDORMAR (Cestoda) Hymenolepis nana ? Taenia saginata - Taenia solium - Echinococcus granulosus ? ÞRÁÐORMAR (Nematoda) Strongyloides stercoralis _ Ancylostoma duodenale og/eða Necator americanus Trichostrongylus spp. — + Ascaris lumbricoides/suum — + Toxocara canis + Toxocara cati + Enterobius vermicularis + Tricuris trichiura - Wuchereria bancrofti - Onchocerca volvulus -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.