Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
297
hverja fyrir sig. Munurinn er marktækur
(p<0.01 kí-kvaðrat próf). í úrtakinu voru alls
13 konur, þar af voru þrjár sem svöruðu ekki.
Af þeim sem tóku þátt í rannsókninni störfuðu
84% sérfræðinga í Reykjavík en aðeins 25%
heimilislækna.
Úrvinnsla og tölfræðilegar aðferðir.
Á spumingalistanum voru settar fram 65
fullyrðingar merktar Q1 til Q65, sem hægt
var að svara á fimm mismunandi vegu:
»Er hiklaust sammála.«
»Samþykki með nokkrum efasemdum.«
»Hef ekki skoðun á málinu.«
»Neita með nokkrum efasemdum.«
»Neita hiklaust.«
í úrvinnslu gagna var beitt eftirfarandi
aðferðum:
a) Reiknuð var út hlutfallstala þeirra sem
svöruðu hverjum möguleika fyrir sig á
hefðbundinn hátt. í þeim niðurstöðum voru
annars vegar dregin saman svör þeirra sem
voru hiklaust sammála eða samþykktu með
nokkrum efasemdum og hins vegar þeirra
sem neituðu hiklaust eða með nokkrum
efasemdum. Afgangurinn af hópnum eru þá
þeir sem »ekki höfðu skoðun á málinu«.
b) Búinn var til mælikvarði fyrir áðurnefnda
fimm möguleika þannig að 100 stig voru gefin
fyrir að vera hiklaust sammála, 75 stig fyrir að
samþykkja með nokkrum efasemdum, 50 stig
fyrir að »hafa ekki skoðun á málinu«, 25 stig
fyrir að neita með nokkrum efasemdum og
0 fyrir að neita hiklaust. Var síðan fundinn
meðalstigafjöldi fyrir hverja spumingu í
viðkomandi hópi.
Þeir sem ekki svöruðu viðkomandi spumingu
töldust ekki með. Kosturinn við seinni
aðferðina er sá, að svari til dæmis heill hópur
sömu spurningu »samþykki með nokkrum
efasemdum« fær hann ekki nema 75 stig en
hlutfallstöluna 100 (0), hvort tveggja af 100
mögulegum. Þessi 75 stig gefa til kynna, að
hópurinn sé ekki hiklaust sammála, talan 100
er þá meira villandi. Gallinn við aðferðina
er sá, að svari til dæmis sex af tíu á þennan
hátt, en fjórir neita hiklaust, fær hópurinn
ekki nema 45 stig og virðist þá vera frekar
ósammála en hitt, þótt 60% hafi frekar verið
sammála en ósammála. Þátttakendur hafa því
ekki fengið jafnt vægi, þ.e. sterkari skoðanir
hafa fengið meira vægi. Aðferðirnar ber því
að skoða saman. í stórum dráttum fór oftast
saman hlutfallstala hóps og meðalstigafjöldi.
Við tölfræðilegan samanburð var stuðst við
stigagjöfina. Notað var kí-kvaðratpróf (p<0.05
var talið gefa marktækan mun).
NIÐURSTÖÐUR
Verulegur skoðanamunur um verksvið kom
fram milli sérgreina. Einna mestur munur
virðist vera á milli heimilislækna annars
vegar og háls-, nef- og eymalækna hins vegar.
Þetta átti einkum við um afstöðu til tilvísana
og nauðsyn þess að stýra sjúklingaflæðinu.
Einnig greindi menn mjög á um það, hvaða
sérgrein ætti að sjá um skólaheilsugæslu,
mæðravemd og ungbamavemd. Geðlæknar
eru oftast næst því að hafa svipaðar skoðanir
og heimilislæknar. Ekki var marktækur munur
á skoðunum lækna eftir kyni eða búsetu.
UMRÆÐUR
Grunnmenntun lækna gerir þá að samheldnum
hópi og á íslandi hefur læknastéttin
mjög sterka stöðu í þjóðfélaginu sem
starfsstétt. Rannsókn þessi styður fyrri
tilgátur um það að menntunin hafi mikil
áhrif á skoðanir og huglæga vallhöslun
(1,2). Enn fremur ber þessum niðurstöðum
saman við sænska rannsókn (3) um það að
skoðanir lækna á heilbrigðismálum breytist
eftir framhaldsmenntun og fari mjög eftir
einstökum sérgreinum.
I þessari rannsókn var ekki hægt að greina
mun á svörum eftir kyni eða búsetu, eins og
komið hefur fram erlendis (3). Skýringin getur
verið sú að í raun sé enginn munur þar á eða
að munurinn hafi ekki verið marktækur vegna
þess hve fáar konur voru meðal þátttakenda
og að nær allir sérfræðingar voru starfandi
í þéttbýli. Heimilislæknar voru nær alltaf
sammála og því enginn munur eftir búsetu
þar heldur.
Þessi könnun er sú fyrsta sinnar tegundar hér
á landi og þarf því að reyna að meta gildi
(validity) hennar sérstaklega. Greinilegt er
að hún virðist höfða meira til heimilislækna
en lækna í öðrum sérgreinum, vegna þess
að heimtur voru algerar hjá þeim. Að vísu
var sama heimtuhlutfall hjá öldrunarlæknum,
en þeir voru einungis fjórir borið saman við
58 heimilislækna. Þátttaka háls-, nef- og
eymalækna var einnig góð, en dræmari hjá
bamalæknum, geðlæknum og lyflæknum. í