Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 305 ummáls mjaðma yfir 0,80 þýddi það aukna áhættu og áhættan óx með auknu hlutfalli. Einnig var greinilegt samband á milli hlutfalls mittis/mjaðma og þríglýseríða í sermi. I fjölþátta útreikningi höfðu báðir þessir þættir marktæka þýðingu þegar gert var ráð fyrir öðrum þeirra sem truflandi þætti í tölfræðilegum útreikningum. í öðrum þáttum sem rannsakaðir voru mátti sjá að samband var á milli klínískrar sykursýki og þróunar á hjartasjúkdómum síðar á ævinni, slagi og dauða. Aðrir þættir sem rannsakaðir voru, svo sem hár blóðþrýstingur og reykingar, virtust ekki vera jafn mikilvægir og hækkuð þríglýseríð og hækkað hlutfall mittis/mjaðma. EFNISSKIL Niðurstöður okkar benda eindregið til þess að þríglýseríð séu mikilvægari áhættuþættir hjá konum en kólesteról. Sömu niðurstöður komu bæði úr þversniðsrannsókninni og langtímaferilrannsókninni. Þessum niðurstöðum ber saman við aðrar rannsóknir á konum, meðal annars við þversniðsrannsóknir í Gautaborg (8), og Stokkhólmi (9) og aðrar erlendar rannsóknir svo sem frá Evans County (10), Tecumseh (11) og Framingham (12). í upphafi voru yngstu konurnar í þessari rannsókn um 38 ára gamlar. Sjúkdóma- og dánartíðni í þessum yngsta aldurshópi var lítil og þess vegna teljum við að ekki sé hægt að draga ákveðnar ályktanir um þýðingu hárrar blóðfitu fyrr en á aldrinum 45-50 ára og eldri. ýmislegt bendir þó til þess að kólesteról í sermi skipti meira máli hjá yngri konum en þeim eldri (7). Við samanburð á körlum og konum virðist Table II. Tests of signiticance between serum cholesterol and different end points, when age and serum triglycerids are taken into account as confounding variables, and between serum triglycerides and different end points when age and serum cholesterol are taken into account as possible confounding variables. Serum cholesterol Serum triglycerides Myocardial infarction Not significant p < 0,001 Angina pectoris Not significant p < 0,05 Stroke Not significant p < 0,001 Total mortality Not significant p < 0,001 þannig sem þríglýseríð (7,13), hækkað hlutfall mittis/mjaðma (7,14) og sykursýki (7,15) séu helstu áhættuþættir hjá konum, en hjá körlum eru það einkum hækkað kólesteról, hár blóðþrýstingur og reykingar (16). Rannsóknir á blóðfitu hjá konum eru þannig á sama veg, en niðurstöður varðandi karla eru oft mótsagnakenndar. Ur hóprannsókn á körlum (17) var sýnt fram á öflugt samband á milli hækkaðs kólesteróls og kransæðastíflu en ekki á milli hækkaðra þríglýseríða og kransæðastíflu. Hins vegar sýndi önnur rannsókn á körlum í Stockholm Prospective Study (9) gagnstæðar niðurstöður. í nýlegri rannsókn á körlum í Gautaborg hefur verið sýnt fram á að hækkað þríglýseríðgildi er áhættuþáttur hjá körlum eftir 60 ára aldur en ekki hátt kólesteról (18). Vissulega væri áhugavert að bera þessar niðurstöður saman við íslenskar rannsóknir, en sambærilegar niðurstöður á sjúkdóma- og dánartíðni liggja ekki enn fyrir. I rannsókn Hjartavemdar á blóðfitum í íslenskum konum (19) kom einnig fram aukning á kólesteról- og þríglýseríðgildum með hækkandi aldri. Munurinn á kólesterólgildum hjá yngri og eldri aldurshópunum var hins vegar mun meiri en í rannsókninni sem hér er greint frá. Meðalgildi kólesteróls hjá konum um fertugt var aðeins 6,0 mmól/1 (231 mg%) og hjá 61 árs konum 8,0 mmól/1 (308 mg%). Þríglýseríðgildin hjá íslensku konunum voru hins vegar lægri en hjá konum í Gautaborg. Þessar niðurstöður gætu því hugsanlega sýnt aðra sjúkdómatíðni hjá íslenskum konum ytír fimmtugt vegna hærri kólesterólgilda. Við samanburð af þessu tagi ber þó að hafa í huga að aðferðir við blóðtítumælingamar eru mismunandi. Við teljum mjög mikilvægt að gera greinarmun á körlum og konum þegar rætt er um blóðtítur sem áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og að niðurstöður rannsókna á körlum verði ekki sjálfkrafa túlkaðar á þann veg að þær gildi fyrir konur líka. Eins skiptir aldurinn verulegu máli í þessu sambandi. SUMMARY Lipids as risk factors in women? Many studies have confirmed that high blood cholesterol levels are related to an increased risk of CfÍD. Most of
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.