Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 277-82 277 W. Peter Holbrook (1), Gunnar Torfason (1), Hafsteinn Eggertsson (1), Karl G. Kristinsson (2) SÝKLALYF GEFIN AF TANNLÆKNUM TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR HJARTAÞELSBÓLGU ÚTDRÁTTUR Gerð var könnun á notkun íslenskra tannlækna á sýklalyfjum til forvama gegn hjartaþelsbólgu, hjá sjúklingum með áhættuþætti. Könnunin var gerð með spumingalista, sem sendur var til allra starfandi tannlækna á íslandi. Svör bámst aðeins frá 68 af 204 tannlæknum (33%). Um 57% þeirra sem svöruðu höfðu notað sýklalyf í forvamarskyni einhvem tímann á undangengnum sex mánuðum. Kjörlyfið reyndist vera penisillín, en tímasetning sýklalyfjameðferðarinnar reyndist vera mjög mismunandi hjá þeim sem svöruðu, og fáir reyndust fylgja íslensku ráðleggingunum. Niðurstöðumar voru áþekkar niðurstöðum sem fengust í svipaðri könnun sem gerð var í Skotlandi 1981. Forvamarmeðferð skoskra tannlækna batnaði til muna, eftir að farið var að mæla með einskammtagjöf amoxýsillíns fyrir tannaðgerðir. Könnun okkar bendir til þess að þörf sé á að breyta ráðleggingum hérlendis um forvamarsýklalyfjameðferð, þannig að hún verði auðveldari, enda hefur slíkum ráðleggingum verið komið á víða í Evrópu. INNGANGUR Árlega greinast á íslandi að meðaltali sjö tilfelli hjartaþelsbólgu af völdum baktería, og á árunum 1976-1985 dóu 24 einstaklingar af völdum þess sjúkdóms (dánartíðni 34%) (1). I fimmtungi tilfella valda viridans keðjukokkar sýkingunni (1), en sambærilegar tölur frá Bretlandi og Svíþjóð eru 48% og 33% (2,3). Ljóst er að bakteríur komast út í blóðið við tannaðgerðir og að þær geta valdið hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum með skaddaðar hjartalokur, gervilokur og ákveðna hjartagalla. Talið er að rekja megi allt að 30% tilfella hjartaþelsbólgu beint Frá tannlæknadeild Háskóla íslands (1) og sýkladeild Landspítalans (2). til undangenginnar tannaðgerðar (4). Hjá einstaklingum með slæmar tennur og góma geta munnbakteríur einnig komist inn í blóðrásina við tannburstun og við að tyggja mat. Af þessum ástæðum er talið brýnt að einstaklingar, sem eiga á hættu að fá hjartaþelsbólgu, haldi tönnum sínum og gómum í góðu lagi og taki sýklalyf fyrir Table 1. The recommendations of the American Heart Association (1977) for endocarditis prophylaxis in dental surgery. I. Áætlun A: Forvarnir fyrir flesta fulloröna sjúklinga A. Sjúklingar sem hafa ekki penisillínofnæmi: 1. Ein milljón eininga af kristölluöu penisillíni í lausn meö 600.000 einingum af prókaínpenisillíni, gefiö í vöðva aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö. Síöan 500 mg af fenoxýmetýlpenisillíni um munn í átta skipti á sex klukkustunda fresti. EÐA 2. 2.0 g af fenoxýmetýlpenisillíni um munn aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö, og síðan 500 mg í átta skipti á sex klukkustunda fresti. B. Sjúklingar meö penisillínofnæmi og sjúklingar á lágskammta penisillínmeöferö í forvarnarskyni fyrir gigtsótt: 1.0 g af erýþrómýsíni um munn aö minnsta kosti einni og hálfri til tveimur klukkustundum fyrir tannaðgerð. II. Áætlun B: Forvarnir fyrir fulloröna sjúklinga meö mikla áhættu á hjartaþelsbólgu af völdum sýkta A. Sjúklingar sem hafa ekki penisillínofnæmi: Ein milljón eininga af kristölluðu penisillíni í lausn meö 600.000 einingum af prókaínpenisillíni, gefiö í vööva aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö. Auk þess streptómýsín 1.0 g í vööva á sama tíma. Síöan 500 mg af fenoxýmetýlpenisillíni um munn í átta skipti á sex klukkustunda fresti. B. Sjúklingar meö penisillínofnæmi: 1.0 g af vankómýsíni í æö hálfri til einni klukkustund fyrir tannaðgerð, og síöan 500 mg af erýþrómýsíni um munn í átta sRipti á sex klukkustunda fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.