Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 315 ORSÖK Kindabóla er smitsjúkdómur og orsakast af veiru sem telst til bóluveima (Poxviridae). Hún er því skyld bólusóttar- og kúabóluveirunni. Nánar tiltekið er hún af undirflokknum Paravaccinia, en veira af þeim flokki veldur mjaltabólum (milkers’ nodes). Veiran hefur DNA erfðaefni. Hún er samhverf og sveskjusteinslöguð (8), um 220-370 nm löng, 85-110 nm breið og 28-110 nm þykk (9). Hún er því nógu stór til að sjást í rafeindasmásjá (1,4,8,9,10). Hún þolir vel hita og þurrk (8). Meðgöngutími veirunnar í sauðfé er fjórir til sjö dagar (8) og svipaður í mönnum (4,9). SMITLEIÐIR OG MEINGERÐ Kindur og geitur eru náttúruhýsill veirunnar. Venjulega fá menn kindabólu eftir beina snertingu við sýkt dýr, lifandi eða dautt. Einnig er hægt að smitast af hnífum, gaddavír og girðingum (8), fjárhúsdyrum eða fóðurtrogi (4) . Veiran er talin geta borist í sár og skrámur (5) . Sýkingin kemur yfirleitt fyrir í einstökum tilfellum, en farsóttum (epidemics) hefur þó verið lýst (10). Veiran er talin geta varðveist í meira en 50 ár við stofuhita og 22 ár í kæli (1). Best varðveitist hún í þurri skorpu (8). Lýst er kindabólu sem maður fékk, er keypti vörubfl af bónda. Maðurinn hafði enga kindina séð, en á bæ bóndans fannst sýkt lamb (4). Fyrir utan að smitast óbeinni smitleið með dauðum hlutum, fer veiran um með afurðum sauðfjár: Berst frá ósviðnum hausum í annan sláturvaming og kjöt, en þaðan til manna (2,9,11). Þetta skýrir hina skaftfellsku nafngift, þ.e. sláturbóla. I bókmenntum er lögð á það áhersla að meinið smitist ekki frá manni til manns (2,3,11,12). Á hnúðstigi (sjá neðar) er bólan kringlótt og hörð. Á skotskífustigi (sjá neðar) verður hún rauð í miðju, um 0,2 cm blettur. Bláhvítur hringur er utan um roðann en annað roðasvæði tekur við þar utan við, ára eða »haló«. Meinsemdin er um 1,2 cm í þvermál alls. Af miðjuroðanum, hringnum utan um og árunni umhverfis leiðir að talað er um skotskífu (target). (Sjá myndir 1 og 4.) Bólan kemur á hönd eða fingur, venjulega ein, geta verið fleiri. Hún getur komið á framhandlegg og jafnvel andlit (4,9). Sé hún á fingri, er hún oftast aftan á (dorsalt). Bólan er í fyrstu dröfnuarða (maculopapule) eða blaðra (vesicle) og gengur síðan gegnum fimm klínísk stig: Skotskífa (target), bráðastig hnúðmyndunar (acute nodular), endumýjun (regenerative), vörtustig (papillomatous) og dvínandi (regressive). Á hnúðstiginu getur bólan stærst orðið, hún verður rauð, grætur og kemur nafli á hana miðja. Á vörtustiginu myndast margar smávörtur á yfirborði hnúðsins. Dvínandi bóla verður að svörtum bletti. Síðan grær hún og skilur eftir smáör (4,8,9). Að meðaltali er hún 36 daga að gróa (4), eða frá fjórum upp í 28 vikur (9). Smásjármyndin á dröfnuörðustigi og skífustigi einkennist af innlyksukomum í húðþekjufrumum (inclusion bodies), svo sem oft er við veirusýkingar. Fylgikvillar eru óalgengir, en þeir eru helstir sogæðabólga (lympangitis), svæðisbundin eitlabólga (regional lymphadenitis), »blóðeitrunarroðaþot« (erythema toxicum) og »regnbogaroðasótt« (erythema multiforme). Einn höfundur finnur þó »regnbogaroðasótt« miklu oftar en aðrir eða í um 38% tilvika (9). Þá hefur verið lýst útbreiddum sjúkdómi með bletta- eða blöðmútþotum (papulovesicular) á húð og slímhúðum með hitaslæðingi, vanlíðan og eitlabólgum (2,13). Einnig er til, að meinsemd þessi grói illa hjá þeim sem hafa fengið ónæmisbælandi meðferð, þar með taldir barksterar, til dæmis vegna eitlaæxlis (lymphoma) (14). Þá lýsir einn höfundur tilfelli þar sem stýfður var af fingur með kindabólu er misgreind var sem illkynja vöxtur. í því tilviki óx meinið mjög hratt á hnúðmyndunarstiginu (nodular) og náði snarlega vínbersstærð (9). Kindabóla er nokkuð árstíðabundin. Segir einn höfundur hana algengasta á vorin (4), en tveir aðrir frá sláturtíð fram að jólum (1,9). Sjúkdómurinn berst frá dýrum til manna, beint eða óbeint, og telst því til manndýrameina (zoonoses). Sýking á lambssnoppu getur valdið miklu stærri kýlum en trúa mætti af mynd 2. Þau kýli ásamt júgravörtum gera lömbunum erfitt að sjúga. Þá geta ofansýkingar baktería leitt lömbin til dauða (15). Þannig er sjúkdómurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.