Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 44
310 LÆKNABLAÐIÐ erlendri reynslu (8). HDL-kólesteról er mælt eftir að önnur lípóprótín hafa verið felld úr sýninu. Fellingin er ósérhæfð og vandasöm, enda hefur reynst erfitt að staðla hana í almennum rannsóknastofum og stafar ónákvæmni að mestu af felliaðferðinni en ekki sjálfri kólesterólmælingunni. Felliaðferðin er að sjálfsögðu miðuð við mannasermi en sýni A og B eru dýrasermi. HDL-kólesterólgildin í dýrasermi eru mun hærri en mælast í fólki, auk þess sem lípóprótínin sjálf eru frábrugðin lípóprótínum manna. Onákvæmnin í mælingu á sýni B er svipuð og í mælingum á mannasýnum en er mun meiri í sýni A, því er freistandi að ætla að samsetningin á lípóprótínum í sýni A (Pathonorm Low) sé óhagstæð felliaðstæðum. Til þess bendir einnig að þar er frávik frá gefnu (assigned) gildi langmest eða -49% (sjá töflu). Ónákvæmni í HDL-kólesterólmælingum milli rannsóknastofa er á bilinu 7,1% - 22,5% og er þrefalt meiri í lægra dýrasýninu en hinum þremur. Ónákvæmni innan rannsóknastofa er einnig mest í því sýni. Betra samræmi í HDL mælingum verður að nást til að niðurstöður gagnist í klínískri vinnu og verður unnið að því. Ónákvæmni í þríglýseríðmælingum milli rannsóknastofa er á bilinu 9,2% til 11,2%, sem er næstum tvöfalt meira en í mælingum á kólesteróli. Innan rannsóknastofanna er ónákvæmnin í mælingum mismikil, eða frá 1,0% til 13,9%. Meðalfrávik allra rannsóknastofanna frá gefnu gildi dýrasermisins (% bias) sést í aftasta dálki töflunnar og reyndist vera frá -0,8% til -4,2% og er mjög líkt því sem var í kólesterólmælingunum. Frávik einstakra rannsóknastofa frá gefnum gildum sýna A, B og C eru sýnd á mynd 2 og sést þar glöggt dreifingin á niðurstöðum alls hópsins. Dreifingin er meiri en í kólesterólmælingunum eins og sést reyndar í töflunni og er það í samræmi við erlendar niðurstöður (9). LDL-kólesteról er sjálfstæður áhættuþáttur í kransæðasjúkdómum, en mæling á LDL- kólesteróli er mjög dýr og krefst sérstaks tækjabúnaðar sem ekki er til á venjulegum klínískum rannsóknastofum. Unnt er að nálgast magn LDL-kólesteróls með útreikningum ef magn annarra lípíða er þekkt. Til eru nokkrar aðferðir við þennan útreikning en menn eru nú sammála um að jafna Friedewalds (10) sé best: LDL kólesteról = heildar kólesteról - HDL kólesteról - 0,46 þríglýseríð, öll gildi í mmólll. Margar rannsóknastofur erlendis ^efa upp reiknað gildi á LDL kólesteróli. I ónákvæmni á útreiknuðu gildi á LDL kólesteróli leggst saman ónákvæmni í kólesteróli, HDL kólesteróli og þríglýseríðum og er það ef til vill ein ástæðan fyrir því að ekki er meira byggt á reiknuðum LDL gildum en raun ber vitni. LDL kólesteról var reiknað út fyrir sýni R og S samkvæmt þessari jöfnu og eru niðurstöður sýndar neðst í töflu. Að lokum: Niðurstöður þessar úr samanburðarmælingum átta íslenskra rannsóknastofa á frystiþurrkuðu dýrasermi og frystu mannaplasma eru áþekkar þeim sem birtar hafa verið um almennar rannsóknastofur í nágrannalöndunum, en nokkru lakari en þau mörk sem Bandaríkjamenn hafa sett sér að ná fyrir árið 1992. Með aukinni samvinnu milli viðkomandi stofnana (sem raunar er hafin) um notkun á sameiginlegum stöðlum ætti að vera hægt að bæta verulega samræmið á mæliniðurstöðum. Með sameiginlegu átaki ættum við að geta náð á næsta ári því markmiði sem Bandaríkjamenn hafa sett sér að ná 1992. SUMMARY Interlaboratory Quality Assessment of Serum Lipid Measurements in Iceland. Eight laboratories participated in quality assessment of cholesterol, HDL cholesterol and triglycerides. The assessment was in two parts, first freeze-dried animal serum from Nycomed at three different concentration levels (A, B and C) was distributed and analysed once a day for 10 consecutive days along with patients’ sera and then six months later frozen human plasma at two different concentration levels (R and S) was distributed and analysed the same way as before. The same analytical methods were used by all participants, with reagents purchased from three different producers. Five different analytical instruments are in operation in the 8 laboratories. The analytical quality is expressed as within- laboratory, between-laboratory and total imprecision. The average total imprecision for cholesterol is 6.3%, with a negligible bias from the assigned value of the control material at
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.