Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 321 byggingarkostnaði á móti SÍBS. Af því varð ekki og urðu menn því að láta hendur standa fram úr ermum við fjáröflun. Efnt var til skyndihappdrætta með nýstárlegu sniði og árið 1945 var flugvél aðalvinningurinn. Þótt þátttakan í happdrættunum væri jafnan mjög góð var ljóst að ágóðinn nægði ekki til að standa straum af byggingarkostnaðinum. Þegar svo var komið að endar náðu engan veginn saman og framkvæmdakostnaður farinn langt fram úr bolmagni SIBS var um tvennt að velja, seinka framkvæmdum eða finna traustari fjáröflunarleiðir. Þá fæddist hugmyndin um samfellt happdrætti á vegum SÍBS, eignuð Oddi. Fyrir tilstyrk góðra manna voru samþykkt lög á Alþingi árið 1949 um Vöruhappdrætti SIBS, sem allar götur síðan hefur staðið undir meginhluta kostnaðar við mannvirkjagerð á Reykjalundi og byggingu og búnað Múlalundar. Stjórn SÍBS hafði gert sér grein fyrir því að í byrjun væri æskilegt að starf forstöðumanns og yfirlæknis væri á einni og sömu hendi. Ekki þurfti að fara í grafgötur um að enginn var færari Oddi til að sinna þessum samtengdu hlutverkum. Eða eins og góður maður sagði mörgum árum síðar, Þórður Benediktsson formaður SÍBS um margra ára skeið, að því væri líkast sem forsjónin hefði af eindæma nákvæmni búið Odd undir ævistarfið, meira að segja hafi hann ungur sýkst af berklum og þegar á hann var lagður sá kross hafi það einnig verið liður í undirbúningsmenntuninni. Oddur var ráðinn til að gegna starfi yfirlæknis og framkvæmdastjóra Reykjalundar frá I. janúar 1945 og hafði bæði störfin með höndum í þrjú ár. Yfirlæknisstarfinu gegndi hann hins vegar í aldarfjórðung. Fyrirmynd að væntanlegri starfsemi að Reykjalundi var að sjálfsögðu enga að fá hérlendis og raunar ekki heldur erlendis. Það gefur auga leið, að Oddi var nauðugur einn kosturinn að vinna fram úr málunum af eigin rammleik á upphafsárum starfseminnar, sem hann mótaði af mikilli hagsýni og hefur nýst vel fram á þennan dag. Alitamálin voru mörg en Oddur sat ekki á liði sínu við ákvarðanir, tilbúinn að standa með þeim eða falla. Hann naut dyggs stuðnings samverkamanna sinna í SIBS, en ekki var starfsmannafjöldanum á Reykjalundi fyrir að fara. Það sagði mér vistmaður frá þeim tíma, að Oddur hefði gengið í öll verk, var lífið og sálin í framkvæmdunum, ekki bara í orði heldur líka á borði, því að hann gekk í lið með byggingarmönnunum þegar á þurfti að halda. Alvanalegt hefði verið að hann hafi komið askvaðandi úr byggingarframkvæmdunum, í vinnugalla og klofstígvélum, til læknisverkanna, það tók því ekki að skipta um föt, og hann keyrði vörubílinn til aðdrátta þegar á þurfti að halda. Um það leyti sem Oddur hætti störfum á Reykjalundi höfðu 2080 einstaklingar komið þar til dvalar í endurhæfingarskyni, sumir oftar en einu sinni. Auk sérhæfðs læknisstarfs og almennrar heilsugæslu var að undirlagi hans lögð áhersla á félagslega uppbyggingu hvers og eins svo sem efni og ástæður leyfðu. Starfsþjálfun og menntun lá í fyrirrúmi og um ára bil var rekinn iðnskóli á Reykjalundi. Að sjálfsögðu urðu margvíslegar breytingar á starfsháttum Reykjalundar á þessu tímabili. A þessum árum var unninn mikill sigur á berklaveikinni sem aftur gerði það að verkum að berklasjúklingar þurftu ekki lengur á öllu vistrými Reykjalundar að halda. Arið 1958 var Reykjalundur opnaður að fyrirlagi Odds fyrir aðra sjúklinga í þörf fyrir læknisfræðilega og félagslega endurhæfingu. Þegar Oddur hafði látið af starfi yfirlæknis árið 1970 urðu margir til að skora á hann að gefa kost á sér í framboð til Alþingis. Hann ljáði hugmyndinni stuðning með því að taka þátt í prófkjöri flokks síns í Reykjaneskjördæmi fyrir alþingiskosningamar vorið 1971. Hann hlaut glæsilegt fylgi og fór í það sæti lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu sem talið var baráttusæti. Listinn fékk gott gengi í kosningunum og tók Oddur sæti á Alþingi árið 1971. Hann var aftur kjörinn þingmaður Reyknesinga árin 1974 og 1978 og sat alls á tíu þingum. Hann var forseti Sameinaðs þings á haustþinginu 1979 en þing var rofið í október og efnt til nýrra alþingiskosninga. Oddur hafði áður einsett sér að vera ekki í framboði eftir að hann yrði sjötugur. Við þennan ásetning stóð hann og var því ekki í framboði í kosningunum sem fram fóru í desember 1979. í hópi þingmanna hafði Oddur að sjálfsögðu mikla sérþekkingu í heilbrigðis- og félagsmálum og beitti sér á þeim sviðum, en jafnframt er vitað að hann hafði brennandi áhuga fyrir öllu því sem laut að sjávarútvegs- og samgöngumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.