Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 303-6 303 Jóhann Ág. Sigurðsson 1), Calle Bengtsson 2) ERU BLÓÐFITUR ÁHÆTTUÞÁTTUR HJÁ KONUM? Samantekt úr þversniös- og langtímaferilrannsókn á konum í Gautaborg INNGANGUR í umræðu um áhættuþætti kransæðasjúkdóma og annarra hjarta- og æðasjúkdóma hefur áhuginn á síðustu árum einkum beinst að blóðfitum. Astæður þessa eru meðal annars þær að komið hafa á markaðinn ný lyf sem lækka blóðfitu og að nýlega hafa birst álit sérfræðihópa frá Bandaríkjunum (1) og Svíþjóð (2) um meðferð við of háum blóðfitum. Flestar rannsóknir á of háum blóðfitum hafa hingað til verið gerðar á karlmönnum. í álitsgerðum sérfræðinefnda hafa niðurstöður rannsókna á körlum einnig verið yfirfærðar á konur. Niðurstöður okkar úr hóprannsókn á konum í Gautaborg benda hins vegar til þess að mikilvægt sé að gera mun á körlum og konum þegar verið er að meta blóðfitu sem áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma og einnig að taka beri tillit til aldurs. Tilgangur þessarar greinar er því að taka saman eigin rannsóknir á blóðfitum sem áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum og bera þær saman við aðrar sambærilegar rannsóknir um þetta efni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gerð var hóprannsókn á 1462 konum í Gautaborg, sem athugaðar voru í fyrsta skipti 1968-69 (3). Konumar voru valdar eftir fæðingardögum og varð þátttaka yfir 90%. Þetta tryggði að hópurinn varð marktækur fyrir allar konur í Gautaborg í þeim aldurshópum sem athugaðir voru (tafla I). Eins og sjá má á töflu I, voru konumar í aldurshópum 38 til 60 ára þegar þær voru rannsakaðar í fyrsta skipti. Niðurstöður af þversniðsrannsókninni 1968- 69 voru bomar saman við rannsókn á öllum konum í Gautaborg sem fengu kransæðastíflu á ámnum 1969-71 (4). Hóprannsóknin var síðan endurtekin 6 og 12 árum síðar (5, 6), og voru heimtur mjög góðar í bæði skiptin. Nákvæm athugun á vanheimtum styrkir enn frekar niðurstöður okkar. Þær niðurstöður sem hér birtast eru að mestu byggðar á 12 ára ferli frá 1968-69 til 1980- 81 (mynd 1), en hópnum er stöðugt fylgt eftir meðal annars með tilliti til dánartíðni. Aætlað er að gera 24 ára ferilrannsókn á þessum hópi 1992-93. Niðurstöður frá 12 ára athugun á milli áranna 1968-69 og 1980-81 varðandi áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og dánarorsakir hafa einnig verið birtar áður (5,7) og þar eru Table I. Selection criteria, number of participants and participation rate (%) in each age stratum in the prospective study of women in Gothenburg. Study in 1968-69 Study in 1980-81 Year of birth Age at examination Dates of birth Number of participants Partici- pation rate (%) Age at examination Number of participants Participation rate (%)' 1930 38 6, 12, 18, 24, 30 372 91.4 50 308 82.8 1922 46 6, 12, 18, 24, 30 431 90.0 58 332 77.0 1918 50 6, 12, 18, 24, 30 398 91.3 62 325 81.7 1914 54 6, 12 180 88.7 66 140 77.8 1908 60 6 81 83.5 72 49 60.5 1 Of those investigated in 1968-69 1) Læknadeild H.Í., heimilislæknisfræöi, 2) læknadeild Gautaborgarháskóla, Allmánmedicinska institutionen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.