Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 50
316 LÆKNABLAÐIÐ fjárhagslegt vandamál fyrir bændur, eins og títt er um búfjársjúkdóma. Margir höfundar telja kindabólu algengari en skýrslur sýni. Kemur þar til góðkynja sjúkdómsgangur, sem bændur kannast við af afspum (15). Ennfremur er sá þjóðfélagshópur, sem meinið leggst á, ekki mjög fíkinn að leita læknis, ef marka má erlend rit (4,9). Sá sem hefur einu sinni fengið kindabólu á að hafa varanlegt ónæmi (11,12). UMRÆÐUR Sem og við marga aðra veirusjúkdóma er ekki um virka meðferð að ræða. Best er að láta bólumar í friði og hafa á þeim þurrar umbúðir. Sýklalyf eru stundum gefin af ótta við ofansýkingar baktería, en gagnið er óvíst. Hægt er að greina sjúkdóminn með rafeindasmásjá, ef veiruagnir (virus particles) sjást (4,8,9,10). A dröfnuörðu- og skífustigi geta innlyksur sést við vefjaskoðun með ljós- eða rafeindasmásjá (9). Ekki er þó mælandi með sýnistöku vegna örmyndunar. Veiran fellir út komplíment og framleiðir »neutralizing antibodies«, sem geta haft þýðingu við sjúkdómsgreiningu (4). Sá sem einu sinni hefur séð kindabólu á að þekkja hana aftur. Mest er áberandi, hvað hringurinn kringum bóluna er annarlega hvítur sem og litsterk rauð áran, sem er utan um hann. Viti læknirinn, að sá sem meinið ber hefur komið nálægt sauðfé, á það að kveikja á pemnni (9). Ástæðulaust er að stinga á bólunni, þar sem lítill eða enginn vökvi kemur út, þótt hún sýnist vera vökvafyllt. Ekki er rétt að skera meinið burtu, því þá verða örin stærri en ella (5,10). Og sé ekkert átt við bóluna með hníf, þá eru líkumar á bakteríusýkingu fremur litlar og má þá spara sýklalyf (4). Konan í fyrsta tilfellinu að ofan fékk verki í liði meðan hún var með bóluna. Ekki höfum við fundið dæmi um þetta í bókmenntum. Utbrotin sem hún fékk hafa trúlega verið »regnbogaroðasótt« (erythema multiforme). Meinsemd bóndans í öðru tilfellinu okkar greri á venjulegum tíma. Hann virðist þó hafa fengið sýkingu í hrufumar aftur og ef til vill urðu örin stærri af því að skorið var í bóluna. Það, hve hann fékk margar bólur, var einnig óvenjulegt. Oftast kemur aðeins ein bóla eða tvær. Þá fékk hann einnig útbrot lík sóra (psoriasis) ofan í kindabóluna og er mögulegt að um »regnbogaroðasótt« (erythema multiforme) hafi verið að ræða. Drengurinn sem við nefndum, fékk kindabólu í desember, en hin tvö tilfellin komu snemmsumars. Eins og áður gat eru höfundar ekki sammála um á hvaða árstíma kvillinn er algengastur (1,4,9). Talið er að veiran berist ekki frá manni til manns (2,4,11,12). En ef hún getur smitast af hnífum og girðingum og lifir jafnlengi og haldið er fram, sést að þurrar hendur bænda ættu að geta borið hana, jafnvel þótt þeir fái ekki bólur sjálfir, til dæmis vegna ónæmis. Þetta reiknum við með að komið hafi fyrir prestmaddömuna. Að lokum vonum við að kollegar muni eftir þessum sjúkdómi ef þeir rekast á sauðabændur með meinsemdir á höndum eða fingrum. SUMMARY Ecthyma contagiosum or »orf« has only rarely been reported in Iceland. As in every sheep-rearing population, however, it is probably more common than expected. We report three cases. One was a countryside housewife who had been handling an orf infected lamb, whose dam had an infection on the udder. The housewife developed a typical lesion on an index finger and the route of infection was clear. She healed with some minor complications. In the second case the route of infection was clear too. A farmer developed nine or ten orf blisters on an index finger after feeding tablets into the mouth of an infected lamb. His infection was complicated by a mild lymphangitis and presumably erythema multiforme on the elbow. The third case, a boy with orf who developed axillar Iymphadenitis, healed normally. Those three cases were diagnosed in July, June and December respectively. Furthermore a case is discussed, where a minister’s wife contracted a typical orf infection on her finger, without any contact with sheep or sheep handling implements. She had, however, been shaking hands with a group of sheep farmers on a special occasion at the vicarage.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.