Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 22
292 LÆKNABLAÐIÐ tilfelli í saursýnarannsóknunum að Keldum (1) og ávallt mátti rekja þau til smitunar erlendis. Trichostrongylus sp. Tegundir af þessari ættkvísl eru algeng sníkjudýr í grasbítum um allan heim meðal annars hér á landi. Þær verða allt að 1 cm á lengd og lifa oftast í mjógöm. Margar þeirra geta farið í menn en yfirleitt eru sýkingar í mönnum það vægar að sjúkdómseinkenni eru engin. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna ormaegg í saur en erfitt er að greina tegundir sundur á eggjunum. Helstu lyf eru mebendazól og tíabendasól en auk þess píperasín, befeníum og pýrantelpamóat. Eitt tilfelli fannst í saursýnarannsóknunum að Keldum (1) og var það rakið til smitunar erlendis. Ascaris lumbricoides/Ascaris suum. Mannaspóluormurinn og svínaspóluormurinn eru náskyldar tegundir jafnvel svo að sumir álíta að um tvö afbrigði sömu tegundar sé að ræða. Ormamir lifa í mjógöm manna og svína og geta orðið um 40 cm langir. Egg spóluormanna berast út með saur. Sjúkdómseinkenni eru yfirleitt lítil eða engin nema mikið sé um ormana. Smitun verður við neyslu saurmengaðrar fæðu eða vatns. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna spóluormaegg í saursýnum eða greiningu orma sem ganga niður eða upp af sjúklingunum. Helstu lyf eru pýrantelpamóat og mebendasól en auk þess píperasín og albendasól. Spóluormar eru algengir í svínum hér á landi og spóluormar voru algengustu ormamir sem greindust í mönnum við rannsóknimar að Keldum eða 44 tilfelli (1). í langflestum tilvikanna var smitun talin hafa orðið erlendis, eitt tilfelli var rakið í svínabú hérlendis en óvíst er um uppruna sýkingar í nokkrum tilfellum. Toxocara canis og Toxocara cati. Hundaspóluormurinn lifir í göm hunda og refa og kattaspóluormurinn í göm katta. Lífsferlar ormanna í hýslum sínum eru margbreytilegir og flóknir. Egg ormanna berast út í umhverfið með saur hunda, refa og katta. Slæðist þau ofan í menn geta lirfumar, sem aðeins eru nokkur hundruð míkron á lengd, borað sér út úr meltingarvegi og farið á flakk f innri líffærum oft svo mánuðum skiptir. í langflestum tilfellum eru afieiðingar lirfuflakksins óverulegar en lendi lirfumar í viðkvæmum líffærum geta þær valdið óþægindum. Sjúkdómseinkennin fara eftir því hvar lirfumar lenda og eru þau því mjög fjölbreytileg. Sjúkdómsgreining byggist á mótefnaprófun og/eða vefjaskoðun. Helstu lyf eru tíabendasól, albendasól og ívermektín. Spóluormar eru algengir í hundum, refum og köttum hér á landi og telja má víst að fólk fái stundum í sig slíkar lirfur enda þótt höfundar viti ekki til þess að slík tilfelli hafi verið staðfest hér á landi. Enterobius vermicularis. Njálgurinn lifir í ristli manna og er um 1 cm á lengd. Kvendýrin skríða á kvöldin út í endaþarmsopið og verpa þar eggjum sínum. Menn smitast við það að fá eggin ofan í sig. Sjúkdómseinkennin eru fiðringur við endaþarmsop meðan kvendýrin eru að verpa. Sjúkdómsgreining byggist oftast á því að finna njálginn við endaþarmsop. Helstu lyf eru pýrantelpamóat og mebendasól en einnig má nota píperasín. Njálgurinn er algengur hér á landi. Það kann því að koma á óvart að í saursýnarannsóknunum að Keldum fannst hann aðeins í 9 af þeim sýnum sem rannsökuð voru (1). Astæðan er sú að njálgurinn verpir ekki eggjum sínum í meltingarveginum heldur utan endaþarmsops og eggin finnast því sjaldan í saursýnum. Trichuris trichiura. Svipuormurinn lifir í ristli manna og er um 3-5 cm á lengd. Eggin berast út með saur hýsilsins og smitun verður ef eggin berast ofan í menn. Mikil sýking getur valdið langvarandi niðurgangi. Sjúkdómsgreinig byggist á því að finna egg ormsins í saursýnum. Helsta lyf er mebendasól. Ormurinn er algengur í hita- og heittempraða beltinu. Tólf tilfelli fundust í saursýnarannsóknunum að Keldum (1) og má rekja þau öll til smitunar erlendis. Wuchereria bancrofti. Ormur þessi lifir í sogæðum manna. Kvendýrin verða allt að 10 cm löng en aðeins 3 mm í þvermál. Fæða þau lirfur sem berast út í blóðrásina. Blóðsjúgandi mýflugur fá lirfumar í sig, þar þroskast lirfumar áfram og berast að lokum aftur í menn þegar mýflugan sýgur aftur blóð. Fullorðnu ormamir geta stíflað sogæðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.