Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 5

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 277-82 277 W. Peter Holbrook (1), Gunnar Torfason (1), Hafsteinn Eggertsson (1), Karl G. Kristinsson (2) SÝKLALYF GEFIN AF TANNLÆKNUM TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR HJARTAÞELSBÓLGU ÚTDRÁTTUR Gerð var könnun á notkun íslenskra tannlækna á sýklalyfjum til forvama gegn hjartaþelsbólgu, hjá sjúklingum með áhættuþætti. Könnunin var gerð með spumingalista, sem sendur var til allra starfandi tannlækna á íslandi. Svör bámst aðeins frá 68 af 204 tannlæknum (33%). Um 57% þeirra sem svöruðu höfðu notað sýklalyf í forvamarskyni einhvem tímann á undangengnum sex mánuðum. Kjörlyfið reyndist vera penisillín, en tímasetning sýklalyfjameðferðarinnar reyndist vera mjög mismunandi hjá þeim sem svöruðu, og fáir reyndust fylgja íslensku ráðleggingunum. Niðurstöðumar voru áþekkar niðurstöðum sem fengust í svipaðri könnun sem gerð var í Skotlandi 1981. Forvamarmeðferð skoskra tannlækna batnaði til muna, eftir að farið var að mæla með einskammtagjöf amoxýsillíns fyrir tannaðgerðir. Könnun okkar bendir til þess að þörf sé á að breyta ráðleggingum hérlendis um forvamarsýklalyfjameðferð, þannig að hún verði auðveldari, enda hefur slíkum ráðleggingum verið komið á víða í Evrópu. INNGANGUR Árlega greinast á íslandi að meðaltali sjö tilfelli hjartaþelsbólgu af völdum baktería, og á árunum 1976-1985 dóu 24 einstaklingar af völdum þess sjúkdóms (dánartíðni 34%) (1). I fimmtungi tilfella valda viridans keðjukokkar sýkingunni (1), en sambærilegar tölur frá Bretlandi og Svíþjóð eru 48% og 33% (2,3). Ljóst er að bakteríur komast út í blóðið við tannaðgerðir og að þær geta valdið hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum með skaddaðar hjartalokur, gervilokur og ákveðna hjartagalla. Talið er að rekja megi allt að 30% tilfella hjartaþelsbólgu beint Frá tannlæknadeild Háskóla íslands (1) og sýkladeild Landspítalans (2). til undangenginnar tannaðgerðar (4). Hjá einstaklingum með slæmar tennur og góma geta munnbakteríur einnig komist inn í blóðrásina við tannburstun og við að tyggja mat. Af þessum ástæðum er talið brýnt að einstaklingar, sem eiga á hættu að fá hjartaþelsbólgu, haldi tönnum sínum og gómum í góðu lagi og taki sýklalyf fyrir Table 1. The recommendations of the American Heart Association (1977) for endocarditis prophylaxis in dental surgery. I. Áætlun A: Forvarnir fyrir flesta fulloröna sjúklinga A. Sjúklingar sem hafa ekki penisillínofnæmi: 1. Ein milljón eininga af kristölluöu penisillíni í lausn meö 600.000 einingum af prókaínpenisillíni, gefiö í vöðva aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö. Síöan 500 mg af fenoxýmetýlpenisillíni um munn í átta skipti á sex klukkustunda fresti. EÐA 2. 2.0 g af fenoxýmetýlpenisillíni um munn aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö, og síðan 500 mg í átta skipti á sex klukkustunda fresti. B. Sjúklingar meö penisillínofnæmi og sjúklingar á lágskammta penisillínmeöferö í forvarnarskyni fyrir gigtsótt: 1.0 g af erýþrómýsíni um munn aö minnsta kosti einni og hálfri til tveimur klukkustundum fyrir tannaðgerð. II. Áætlun B: Forvarnir fyrir fulloröna sjúklinga meö mikla áhættu á hjartaþelsbólgu af völdum sýkta A. Sjúklingar sem hafa ekki penisillínofnæmi: Ein milljón eininga af kristölluðu penisillíni í lausn meö 600.000 einingum af prókaínpenisillíni, gefiö í vööva aö minnsta kosti 30 mínútum fyrir tannaögerö. Auk þess streptómýsín 1.0 g í vööva á sama tíma. Síöan 500 mg af fenoxýmetýlpenisillíni um munn í átta skipti á sex klukkustunda fresti. B. Sjúklingar meö penisillínofnæmi: 1.0 g af vankómýsíni í æö hálfri til einni klukkustund fyrir tannaðgerð, og síöan 500 mg af erýþrómýsíni um munn í átta sRipti á sex klukkustunda fresti.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.