Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 6
378
LÆKNABLAÐIÐ
visna og mæði væru aðeins mismunandi
sjúkdómsform sýkingar með sömu veiru
(11). Þar er um athyglisverða samsvörun við
eyðnisýkingu að ræða, en í henni bendir margt
til þess, að miðtaugakerfi og lungu kunni að
vera frummarklíffæri (primary target organs)
(12,13).
Það að alvarlegur taugasjúkdómur skyldi
koma fram virðist mjcig sérstætt fyrir
faraldurinn hérlendis. I öðrum löndum, þar
sem sýking með þessum lentiveirum er
landlæg í sauðfé, eru einkenni frá lungum
ríkjandi, klínísk visna er mjög fátíð og visna
er þar venjulega greind fyrir tilviljun við
krufningu (14,(15). Það hefur verið ráðgáta
af hverju klínísk visna kom aðeins fram
í nokkrum hjörðum hérlendis. Ljóst er að
hýsillinn skiptir máli, því að ýmislegt bendir
til þess að íslenskt fjárkyn sé næmara fyrir
visnu en önnur kyn. I öðrum fjárkynjum þurfti
tífalt hærri skammt af visnuveirustofni K1514,
sem veldur nokkuð reglulega alvarlegri,
viðvarandi heilabólgu í íslensku sauðfé
(16), til að framkalla heilabólgu sem gekk
yfir á tiltölulega skömmum tíma (17). En
munur á næmi fjárkynja hrekkur skammt til
að skýra fyrirbærið hérlendis, því íslenskt
sauðfé hefur lifað einangrað í landinu, og
hverfandi íblöndun erlendra fjárkynja hefur
átt sér stað allt frá landnámstíð. Væntanlega er
skýringarinnar frekar að leita í því að annað
hvort hafi Karakúlhrúturinn, sem mæði og
visna barst frá í Borgarfirðinum, borið tvo
veirustofna, annan lungnasækinn (pneumotrop)
og hinn taugasækinn (neurotrop) eða að komið
hafi fram taugasækið stökkbrigði (mutant)
veirunnar í sýktum hýsli.
Nýlegar niðurstöður benda til þess að
ákveðnir þættir erfðaefnis veirunnar kunni að
skipta miklu máli fyrir vefjasækni veirunnar,
þ.e. hvort hún veldur fremur lungnabólgu en
heilabólgu. Skerðibútagreining (restriction
fragment polymorphism analysis) á erfðaefni
nokkurra mæðiveiru og visnuveiru stofna
leiddi í ljós að 50% munur var á skerðisetum
mæði- og visnuveiru stofna. Það svarar til um
það bil 8% munar í kjamsýruröð (nucleotide
sequence). Svipaður munur á kjamsýruröð
fannst með raðgreiningu hluta erfðaefnis
veirunnar (óbirtar niðurstöður). Niðurstöður
úr sýkingartilraun, sem er nýlokið, þar sem
kindur voru sýktar með mæðiveiru í heila og
niðurstöður bomar saman við samsvarandi
tilraun með visnustofni, benda til þess að
mæðistofninn sé frekar lungnasækinn, og hann
valdi síður heilabólgu en visnustofnar (óbirtar
niðurstöður). Breytileikinn milli veirustofna
í visnu og mæði er sambærilegur því sem
lýst hefur verið fyrir eyðniveiru (18). Önnur
athyglisverð samsvörun við eyðniveiruna er
sú, að skerðibútagreiningin benti til þess,
að mæði- og visnustofnarnir væru mun
stöðugri í vefjarækt en væri þeim passerað í
kindum. Sýnt hefur verið framá, að í hýsli er
stökkbreytingarhraðinn mestur í geninu fyrir
glýkóprótín veiruhjúpsins (envelope) (7,19,20).
ÞÝÐING BREYTILEIKA VÆKIS
(ANTIGENS) FYRIR ÞRÁLÆTI
(PERSISTENCE ) VEIRU OG MYNDUN
VEFJASKEMMDA
Þeirri hugmynd var fyrst hreyft af Margréti
Guðnadóttur (21) að stökkbreyttir veirustofnar,
sem myndast í sýktri kind og vaxtarstöðvandi
(neutralíserandi) mótefni í sermi sömu
kindar hefðu ekki áhrif á, kynnu að gegna
mikilvægu hlutverki í þrálæti veiru og
myndun vefjaskemmda í visnu. Ágæt
tilgáta, sem aðrir tóku upp og töldu sig geta
staðfest (22,23). En slíkt kynni að skipta
miklu fyrir hugsanlega þróun bóluefnis
gegn lentiveirum, m.a. eyðniveiru. Þar eð
ofangreindar niðurstöður voru byggðar á fáum
tilraunakindum, sem var fylgt í tiltölulega
stuttan tíma, töldum við rétt að kanna þetta á
stærri hópi tilraunakinda sem við vorum með í
langtímatilraun.
Niðurstöður þessarar ítarlegu athugunar á
breytileika á vaxtarstöðvandi epitópum sem
við gerðum á veirustofnum sem ræktaðir
voru frá 20 kindum í langtímatilraun studdu
hinsvegar ekki þessa tilgátu (24). Prófun
á 76 veirustofnum, sem ræktaðir voru úr
kindum frá því nokkrum vikum til ríflega
sjö árum eftir sýkingu, með þrenns konar
viðmiðunarsermi leiddi í ljós að stökkbrigði
(mutants) voru alltíð (16%) en komu fram
á ýmsum tímum, þ.e. fjölgaði ekki því
lengra sem leið frá sýkingu, og sýndu
tilviljunarkennda dreifingu meðal kinda
og aðeins í einu tilfelli komu þau í stað
upphaflega stofnsins sem sýkt var með. Að
auki reyndist enginn af 27 stofnum sem
ræktaðir voru úr miðtaugakerfi og mænuvökva