Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 60
420
LÆKNABLAÐIÐ
Endurkomur slasaðra hafi verið um 27000. Samkipti
slasaðra 1987 við neilbrigðiskerfið hafi verið 86000.
Árið 1987 létust 84 vegna slysaáverka og eitrana, þar
af 26 í umferðinni. 1 umferðinni 1987 slösuðust í stór-
Reykjavík alls 1884 en á landinu öllu um 3400 manns.
Aldursskipting slasaðra 1987 á stór-Reykjavíkursvæðinu
var, 25% böm (0-14 ára), 65% 15-64 ára og 10% 65
ára og eldri. Aldursskipting innlagðra var hinsvegar 19%
böm en 38% vom 65 ára og eldri. Árið 1982 þurfti að
leggja 3112 sjúklinga inn vegna áverka eftir slys og
gera alls 3087 aðgerðir. Legudagar slasaðra árið 1982
vom alls 53025 þar af 79% fyrir sjúklinga með áverka
á stoðkerfi, 14% sjúklinga með heila- og taugaáverka en
aðrir þurftu minna.
Aðeins lítill hluti slysakostnaðar árið 1987 var vegna
læknishjálpar eða 150 milljónir, sjúkravistunar 600
milljónir, tryggingabóta ríkisins 200 milljónir og ýmissa
sjóða 200 milljónir, alls um 1150 milljónir. Kostnaður
tryggingafélaganna árið 1986 (uppreiknað) vegna slysa-
og eignabóta var þeim mun meiri eða alls um 4000-
6500 milljónir. Slysabætur 1500 milljónir skiptust í,
umferðarslys 700 milljónir, vinnuslys 500 milljónir
og önnur slys 300 milljónir. Eignabætur vegna slysa
og óhappa vom samtals um 5000 milljónir, þar af
að minnsta kosti helmingur vegna slysa. Skiptingin
var þessi; skip 2100 milljónir, umferð 1600 milljónir,
brunar 1200 milljónir og ýmislegt 100 milljónir. Tapaðar
þjóðartekjur vegna látinna og slasaðra 3000-4000
milljónir. Árlegur slysakostnaður er því um 8000-10000
milljónir króna.
Það er umhugsunarefni að samræming á skráningu slysa
og slysa- og eignabóta skuli vera jafn ábótavant og
raun ber vitni, þar sem slysakostnaður er gífurlegur.
Til þess að fækka slysum og minnka kostnað vegna
þeirra þarf skráningin að vera markvissari og fljótvirkari
svo hægt sé að grípa tímanlega í taumana. Markvisst
forvamarstarf er sennilega langbesta lausnin til lengri
tfma litið og ættu skólamir að skipa þar háan sess.
SAIJTJÁN ALSYSTKINI MEÐ SLITGIGT í
MJÖÐMUM!
Höfundar: Þorvaldur Ingvarsson Halldór Baldursson,
slysa- og bœklunardeild Fjóröungssjúkrahússins á
Akureyri
Flyljandi: Þorvaldur Ingvarsson
I nóvember 1987 kom kona fædd 1938 á bæklunardeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til að gangast
undir gerviliðaaðgerð á mjöðm vegna slitgigtar. Hún
er ein af sautján alsystkinum sem öll vom á lífi á
þeim tíma. Margir í fjölskyldunni hafa gengist undir
gerviliðaaðgerðir á mjöðmum, eða hafa einkenni frá
mjöðmum (verk í nára, stirðleika í mjöðmum), sem stafa
mögulega af sjúkdómi í mjöðmum.
Móðir hennar fædd 1899 er enn á lífi og hefur gengist
undir gerviliðaaðgerðir á báðum mjöðmum. Hún átti
sex systkini, fjögur þeirra höfðu einkenni frá mjöðmum
eða hafa gengist undir gerviliðaaðgerðir á mjöðmum.
Sjöunda systkinið dó 24 ára gamalt.
Móðuramma þessara sautján alsystkina var ljósmóðir
fædd 1875. Hún var örkumla á unga aldri vegna verkja
og stirðleika í mjöðmum.
Sögusagnir og ættartölur segja frá fjölda fólks í
móðurætt þessa fólks sem var örkumla vegna verkja í
mjöðmum og stirðleika.
Af 17 alsystkinum hafa 14 sannanlega slitgigt í
mjöðmum (röntgenmynd og verkir) einn hefur ekki verið
að fullu rannsakaður og tveir hafa enn ekki komið til
skoðunar.
Þau þeirra 17 alsystkina sem hafa sannaða slitgigt í
mjöðmum, fengu verki á unga aldri eða að meðaltali 28
ára gömul (16-55 ára).
Enn bendir ekkert til þess að slitgigtin sé áunnin
(secunder coxarthrosis) og engir sjúkdómar hafa fundist
í þessum 17 alsystkinum sem vitað er að geti valdið
slitgigt í mjöðmum. Einkenni frá öðrum liðum eru nær
óþekkt.
Slitgigt í mjöðmum hefur verið til staðar í þessari
fjölskyldu í að minnsta kosti þrjá ættliði. Einkennin
hafa tilhneigingu til að koma í Ijós á unga aldri.
Rannsókn þessi leiðir í Ijós sterkar líkur á að slitgigt
í mjöðmum geti erfst að minnsta kosti í þessari
fjölskyldu. Frekari rannsóknir bæði erfðafræðilegar og
klínískar eru nú hafnar á fleiri ættliðum í samvinnu við
Blóðbanka Islands og erfðafræðinga í Oxford.
SKRÁNING SLYSA Á SLYSADEILD F.S.A.
Höfundar: Þorvaldur lngvarsson, Halldór Baldursson,
slysa- og bœklunardeild Fjóröungssjúkrahússins á
Akureyri
Flytjandi: Þorvaldur Ingvarsson
í júní 1988 var tekin í notkun tölva til skráningar
á slysum er komu til meðferðar á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fram að þeim tíma
höfðu sjúkraskrár verið skráðar og þeim raðað eftir
stafrófsröð. Því vantaði upplýsingar um fjölda sjúklinga,
kyn- og aldursdreifingu, orsök komu, greiningu, meðferð
og afdrif. Upplýsingar vantaði til að hægt væri að gera
sér grein fyrir hvar og hvert forvamarstarf okkar ætti
að beinast og hvemig því væri best háttað. Ákveðið
var að hanna skráningarkerfi sem hentaði á Akureyri
og væri einfalt í vöfum. Fyrir valinu varð Macintosh
heimilistölva sem hentaði vel til skráningar upplýsinga,
er ódýr og fjölmargir kunna að nota. Tölvufræðingur
og læknar sömdu forrit til skráningar á upplýsingum
og varð ICD 9 skráningarkefi frá WHO fyrir valinu.
Með þessu þótti tryggt að hægt væri að bera saman
upplýsingar okkar við tölvuskráningu á slysum þar sem
ICD 9 kerfið væri notað. Til að hægt væri að skrá slys
nákvæmar vom þau flokkuð niður svo sem í íþróttaslys,
vinnuslys og umferðarslys. Einnig var settur upp listi
með fyrirtækjum á Akureyri og þeim gefið númer.
Niðurslöður: Á fyrstu fjómm mánuðum
tölvuskráningarinnar komu um 3000 sjúklingar á
slysadeild F.S.A. Flestir vegna slysa eða 852 en 187
komu vegna sjúkdóma. Nýkomur vom því ríflega 1000
og endurkomur um 2000. Fjöldi koma á mánuði er
rúmlega 650 samanlagt, eða um 10000 á ári. Frá I. júní
1988 til 30 september 1988 voru skráð 87 umferðarslys.
Þar af 32 vegna bifreiða og 25 vegna reiðhjóla.
Skráningin gefur okkur möguleika til að athuga hvem
þessara flokka frá ýmsum sjónarhomum. E826 sem
er ICD 9 númer fyrir hjólreiðaslys staðfestir að 25
hjólreiðamenn leituðu á slysdeild. Tölvan gefur okkur