Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 385-9 385 Þ. Herbert Eiríksson, Höröur Bergsteinsson, Guðmundur Bjarnason, Hróömar Helgason OPIN FÓSTURÆÐ í FYRIRBURUM Tíu ára uppgjör frá vökudeild Barnaspítala Hringsins INNGANGUR Fósturæð (ductus arteriosus) liggur á milli lungnaslagæðar (truncus pulmonalis) og ósæðar. Súrefnisþéttni í blóði fóstursins er lág og hleypir fósturæðin blóði framhjá samföllnum og loftlausum lungum fóstursins til fylgjunnar (1). Prostaglandfn, sem finnast í nokkru magni í blóði fóstursins eiga þátt í að halda æðinni opinni (1). Prostaglandfn El, E2, 12 og prostasyklín eru þar talin hafa mesta þýðingu (2,3). Eftir fæðingu eykst mjög lungnablóðflæði og súrefnismettun blóðs samhliða örara niðurbroti prostaglandína (1). Fósturæð lokast oftast á fyrsta sólarhring eftir fæðingu (1,2,3). Stundum lokast fósturæð ekki á eðlilegum tíma eða hún opnast að nýju. Hjá fyrirburum er samdráttarsvörun við súrefni og víkkunarsvörun við prostaglandínum háð meðgöngulengd þannig að því lengra sem liðið er á meðgöngu því öflugri er svörun við súrefni (4). Hjá fyrirburum er fósturæðin eðlileg útlits og í reynd um að ræða seinkaða lokun (4). Lokun er í fyrstu starfrænn samdráttur æðarinnar en varanleg bandvefsmyndun á sér stað á tveimur til þremur vikum (1). Hjá fullburða bömum með opna fósturæð er fósturæðin oftast óeðlileg útlits og því um byggingarlegan galla að ræða sem skýrir léleg áhrif prostaglandín hömlunar hjá þeim (6). Opin fósturæð (patent ductus arteriosus) er oftast vandamál fyrirbura, einkum þeirra sem fá lungnasjúkdóm og getur leitt til hjartabilunar (5). Nýgengi sjúkdómsins hefur aukist á seinni árum og má rekja það til framfara í meðferð fyrirbura (3). Meðferð opinnar fósturæðar er annars vegar almenn stuðningsmeðferð, svo sem takmörkun vökvagjafar, blóðgjöf, notkun þvagræsilyfja og öndunaraðstoð. Reynist hins vegar almenn meðferð ófullnægjandi, er æðinni lokað annað hvort með notkun indomethacins eða með Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hróðmar Helgason. skurðaðgerð (7). Þótt fósturæð hafi fyrst verið lokað með skurðaðgerð árið 1939, var slíkri aðgerð hjá fyrirbura ekki lýst fyrr en árið 1963 (8,9). Indomethacin var fyrst notað til að loka opinni fósturæð árið 1976, en verkun lyfsins byggist á því að það hamlar verkun cyclo-oxygenasa, efnahvata sem hvatar súrefnistengingu endóperoxíða yfir í forstig prostaglandína (6). Skurðaðgerð og indomethacin hafa verið notuð jöfnum höndum, hvort tveggja með góðum árangri (10,11,12,13). Markmið rannsóknarinnar sem er hér til umfjöllunar er afturvirk athugun á reynslu bamalækna á Bamaspítala Hringsins á opinni fósturæð með tilliti til almennrar stuðningsmeðferðar, notkunar indomethacins og skurðaðgerðar. Einnig athugun á þáttum sem kynnu að draga úr virkni indomethacins og hvaða aukaverkunum megi búast við. Ennfremur skoðum við nýgengi, dánartölur og árangur mismunandi meðferðarforma. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Vökudeild Bamaspítala Hringsins tók til starfa árið 1976, fyrsta heila starfsárið var 1977. Við völdum því fyrstu 10 heilu starfsár deildarinnar, 1977 til 1986, og skoðuðum sjúkraskrár allra fyrirbura sem fengu greininguna »opin fósturæð« (patent ductus arteriosus). Meðferð og árangur meðferðar auk fylgikvilla voru athuguð. Arangur var metinn eftir fæðingarþyngd og meðgöngulengd. Einnig var sýrustig blóðs athugað er indomethacin var gefið. Athugað var hvort árangur fyrstu árin væri sambærilegur við seinni árin og nýgengi athugað. Staðtölulegur samanburður var gerður með kí-kvaðrat prófi þar sem við átti. NIÐURSTÖÐUR Fimmtíu og tveir fyrirburar greindust með opna fósturæð, 27 drengir og 25 stúlkur, kynhlutfall 1,1:1. Sex voru greindir á árunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.