Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 62
422 LÆKNABLAÐIÐ 1 g í vöðva 1 klst. fyrir aðgerð, eða Cephradine (Cph), 0,5 g í vöðva á 8 tíma fresti x6. Hæfir í rannsóknina voru sjúklingar sem gengust undir transurethral aðgerð, allir án sýkingar, voru ekki með þvaglegg og voru ekki á sýklalyfjum. Rannsóknin var opnuð eftir að rannsakaðir höfðu verið 100 sjúklingar. Samanburðarhópurinn, sem fékk engin sýklalyf, hafði marktækt algengari þvagfærasýkingar (52,8%) en meðhöndlaði hópurinn (15,8%) og var samanburðarhópurinn þess vegna tekinn út úr rannsókninni. I lokin höfðu samtals 179 sjúklingar gengist undir rannsóknina. Þvagfæraræktanir vom gerðar daglega á meðan sjúklingurinn var á sjúkrahúsi og síðan vikulega í samtals 21 dag eftir aðgerð. Tíðni sýkinga viku eftir aðgerð var eftirfarandi: Ceftriaxone 4,3%, Cephradine 16,2% og control 47%. Sýkingartíðnin þremur vikum eftir aðgerð var 11,6%, 23% og 52,8%. Ræktanir á prostatabitum, teknum við aðgerð, breyttu ekki horfum á hugsanlegri-þvagfærasýkingu. Við teljum að fyrirbyggjandi sýklalyfjanotkun fækki greinilega þvagfærasýkingum eftir transurethral aðgerðir. Einn skammtur af Ceftriaxone er jafn góð meðferð og Cephradine í 48 klst. STAMEY URETHROPEXIA Höfundar: Þorsleinn Gíslason, Þórarinn Guðmundsson, St. Jósefsspítaii, Landakoti Flytjandi: Þórarinn Guðmundsson Síðastliðna 19 mánuði hafa alls 18 konur farið í Stamey urethropexiu á Landakoti. Allar höfðu þær »stress incontinence« fyrir aðgerð, misslæmar. Meðallegutími þessara kvenna á Landakoti reyndist vera um 5,5 dagar. Styst var um að ræða 3 daga en lengst 9 daga. Meðalaldur kvennanna var um 51 ár, yngsta konan 26 ára en sú elsta 81 árs. Fylgst hefur verið með konunum í 3-19 mánuði. Af þessum konum eru í dag 15 alveg heldnar á þvag, það er um 83% árangur og er það miðað við 12 mánaða eftirlitstíma. Borið er saman við Marshall-Marchetti-Kranz aðgerðir framkvæmdar á Landakotsspítala á tímabilinu 1985- 1989. Þar er meðalaldurinn heldur hærri en í Stamey aðgerðunum eða 53 á móti 51 ári. Meðallegutíminn er mun lengri við Marshall-Marchetti-Kranz aðgerðir eða tæpir 13 dagar á móti 5,5 dögum. Árangur af Stamey aðgerðum framkvæmdum á Landakoti er góður og síst verri en í sambærilegum afturleitnum rannsóknum erlendis frá. Þar, eftir því sem næst verður komist, er 60-90% af konum heldnar, en verður lakari því lengur sem sjúklingnum er fylgt eftir. Tvær niðurstöður koma helst til greina: í fyrsta lagi styttir Stamey aðgerð verulega legutíma á sjúkrahúsi. I öðru lagi er árangur fyllilega sambærilegur af Stamey aðgerðum miðað við aðrar aðgerðir við »stress incontinence«. SPÍNAL HÖFUÐVERKUR - ÁRSUPPGJÖR Á LANDSPÍTALANUM 1988 Höfundar: Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson, Landspítalinn Fiytjandi: Gtsli Vigfússon Efniviður: Allir sjúklingar sem fengu spínal deyfingu (mænuvökvadeyfingu) á svæfingadeild Landspítalans á árinu 1988 voru með í rannsókninni. Ástæður (indikationes) fyrir deyfingum og nálarstærðir til deyfinga voru samkvæmt venju á deildinni og háðar ákvörðunum einstakra svæfingalækna. Könnuð vora gæði deyfinga og viðhorf sjúklinga til þeirra. Könnuð var tíðni spínal höfuðverkjar. Sérstaklega var athugað hvort upplýsingar til sjúklinga fyrir deyfingu hefðu áhrif á tíðnina (hópur A upplýstur, hópur B óupplýstur). Þá var könnuð höfuðverkjatíðni eftir mismunandi nálarstærðum. Niðurstöður: Rannsóknin náði til 507 spínal deyfinga. Sjúklingar vora á aldrinum 16 til 94 ára, meðalaldur 65 ár, konur voru 40%, karlar 60%. Sjúklingar komu frá ýmsum deildum spítalans, almennri skurðdeild 20%, þvagfæraskurðdeild 37%, bæklunarskurðdeild 39% og kvennadeild 4%. I 76% tilvika gekk vel að deyfa, í 23% komu upp vandamál við framkvæmd deyfingarinnar, en í 1% tilvika tókst ekki að deyfa. Notaðar vora þrjár mismunandi stærðir af nálum 22G (59%), 25G (37%) og 26G (4%). Til deyfinga var notað Marcain (85,5%), Xylocain (14,3%) eða Tetracain (0,2). Af þeim sem tókst að deyfa, vora gæði deyfingar metin góð í 97% tilvika. í viðtali eftir aðgerð fengust svör frá 88,6% sjúklinga. Langflestir (91%) vora ánægðir með deyfinguna. Heildartíðni höfuðverkjar var 19,4%, en tfðni spínal-höfuðverkjar var 9,6%. I hópi A voru tíðnitölumar 21,7% og 10,2%, en í hópi B 19,2% og 9,6%. Sjúklingar fengu spínal höfuðverk í 8,3% tilvika eftir nálarstærðina 22G, í 11,2% eftir 25G og í 16,6% eftir 26G. Ályktanir: Yfirleitt tókst vel til með spínal deyfingar. Þó var spínal höfuðverkur algengur. Höfuðverkur eftir spínal deyfingu var þó jafn oft annars konar höfuðverkur. Upplýsingar til sjúklinga höfðu ekki áhrif á tíðni höfuðverkjar. Fram kom munur á höfuðverkjatíðni eftir nálarstærð, sen væntanlega má rekja til mismunandi aldursskiptingar. THE WEIGHT OF THE THYROID GLAND IN ICELANDERS Höfundar: Sigurður E. Þorvaldsson Borgarspítalinn, Ólafur Bjarnason, Hrafn Tulinius, Krabbameinsskráin Flytjandi: Sigurður E. Þorvaldsson The thyroid of 201 consecutive legal autopsies were weighed from marz 1984 to september 1985. All glands were weighed fresh before fixation. The present study shows a considerable increase in weight of the thyroid gland in Icelanders from the time of Sigurjónsson’s study in 1939, which showed the male thyroid to weigh 13,98 grams and the female thyroid 11,58 grams. Sigurjónsson excluded all glands over 25 grams stating that ... »glands over 25 grams in weight are abnormally large as seen from the diagram of frequency distribution«, and Johnsen excluded all glands over 40 grams stating...» most scientists believe that this is the upper weight limit for normal glands« (translation). Unlike these two authors we did not exclude any glands because of weight alone. The mean thyroid weight in
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.