Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 26
392 LÆKNABLAÐIÐ Ábendingar fyrir fleygskurði eru nokkuð misjafnar. Á flestum stöðum hefur verið miðað við æxli sem liggja útlægt í brjóstinu og eru minni en tveir sentimetrar í þvermál. Á allra síðustu árum hafa ábendingar víða breyst og ræðst tegund aðgerðar af því hvort unnt er að framkvæma fieygskurð, þannig að útlit brjóstsins haldist viðunandi. Kostir fleygskurðar umfram brottnám brjóstsins eru augljósir fyrir sjúklinginn, einkum varðandi útlit, sé það viðunandi. Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að sjálfsímynd og félagsleg aðlögun kvenna sem gengist hafa undir fleygskurð sé að öðru jöfnu betri en sé allt brjóstið fjarlægt (9-11). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna útlitsárangur meðal íslenskra kvenna, sem gengist hafa undir þessa tegund aðgerðar. Ekki var lagt mat á læknisfræðilegan árangur, þar sem tiltölulega skammur tími er liðinn frá því aðgerðir voru framkvæmdar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviðurinn í þessári afturvirku rannsókn eru konur sem gengist höfðu undir fleygskurð á brjósti vegna krabbameins frá ársbyrjun 1983 til októberloka 1987, þ.e. áður en skipuleg leit að brjóstakrabbameini með röntgenmyndatöku hófst (nóvember 1987). Leitað var að tölvufærðu aðgerðamúmeri fleygskurðar í aðgerðarskrá handlækningadeildar Landspítalans, en í tölvuskráningarkerfi krabbameinslækningadeildar Landspítalans var leitað að sjúklingum sem fengið höfðu geislameðferð á brjóst á sama tímabili. Sjúkraskrár voru yfirfamar og eftirtalin atriði skráð: aldur við greiningu, einkenni, staðsetning æxlis í brjóstinu, skurðlæknir og sjúkrahús, tegund aðgerðar, stærð æxlis og ástartd holhandareitla samkvæmt svari úr vefjarannsókn, krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð. Teknar voru fjórar litskyggnur af brjóstum hvers sjúklings, að meðaltali 12 mánuðum eftir aðgerð (3-52 mán.). Þrír aðilar, krabbameinslæknir, lýtalæknir og hjúkrunarfræðingur skoðuðu myndirnar óháðir hver öðrum og mátu útlitsárangur. Stuðst var við mat úr niðurstöðum sambærilegra erlendra rannsókna og árangur metinn á eftirfarandi hátt: a) mjög góður, b) góður, c) sæmilegur, d) lélegur. Fyrir skurðaðgerð voru teknar röntgenmyndir af brjóstum 45 sjúklinga. Eftirlitsmyndir hafa verið teknar af 41 sjúklingi, þar af tvisvar af 14 sjúklingum og þrisvar af þremur. Fyrstu eftirlitsmyndimar voru teknar að meðaltali átta mánuðum eftir aðgerð (2-30 mán.). Allar þessar myndir hafa verið endurskoðaðar af tveimur höfundanna (PH og BFS) með tilliti til eftirtalinna atriða: a) fyrir aðgerð: húðþykkt, fjarlægð frá geirvörtu að æxli, dýpt æxlisins í brjóstinu, vefjamynstur (Wolfe’s flokkun), stærð brjóstsins og stærð æxlisins; b) eftir aðgerð: þéttleiki meðhöndlaða brjóstsins miðað við hitt brjóstið, hreyfióskerpa myndarinnar, aflögun brjóstsins, húðþykkt og hvort um var að ræða aukningu á þéttleika í undirhúð miðað við röntgenmynd sem tekin var fyrir meðferð. Sjúklingar vom spurðir bréflega um eftirtalin atriði: * hvemig greindist sjúkdómurinn (fannstu hnútinn sjálf, fannst hann við hópskoðun, fannst hann við venjulega læknisskoðun, annað?) * veistu um nákomna ættingja sem fengið hafa krabbamein í brjóst (móðir, móðursystir, amma, systir?) * ef þú mættir velja núna á milli þess að láta fjarlægja allt brjóstið eða gangast undir fleygskurð og þér væri sagt að árangur yrði sá sami, hvora skurðaðgerðina kysir þú nú?) * hvemig finnst þér útlitsárangur eftir meðferðina vera: 1) Mjög góður. 2) Góður. 3) Sæmilegur. 4) Lélegur. Tölfræðileg marktækni var könnuð með Mann-Whitney prófi og t-prófi. NIÐURSTÖÐUR Við tölvuleit hafðist upp á 56 konum sem gengist höfðu undir fleygskurð vegna krabbameins á umræddu tímabili. Rannsóknin nær þó einungis til 49 þeirra, þar sem litskyggnur eða svör við spumingum vantaði hjá sjö sjúklingum. Á mynd 2 er sýndur fjöldi sjúklinga eftir árum. Þess ber að gæta, að tvo mánuði vantar á árið 1987 eins og áður hefur verið nefnt og hafa væntanlega fleiri en 16 sjúklingar gengist undir fleygskurð það ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.