Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 10
380 LÆKNABLAÐIÐ Ónæmislitun fyrir veiruprótínum á heilum visnusýktra kinda leiddi í ljós að auk gleypla voru veiruprótín tjáð í eitilfrumum og plasmafrumum í bólgunni (33). Þannig virðast bæði eitilfrumur og einkjömungar í blóði vera markfrumur sýkingar með visnuveiru líkt og lýst hefur verið í sýkingu með eyðniveiru. Vefjaskemmdir: Þrátt fyrir þann grundvallarmun á viðbrögðum hýsils við sýkingu með eyðniveiru annars vegar og visnuveiru hins vegar, að visnusýking leiðir ekki til ónæmisbilunar (immunodeficiency), þá er að finna í þessum sýkingum vissar hliðstæður, bæði hvað varðar marklíffæri og að nokkru leyti ýmsa þætti í vefjaskemmdum. Einkum eru það skemmdir sem sjást á fyrri stigum sýkingar með eyðniveim sem minna á vefjaskemmdir af völdum visnuveiru. Það er að verða æ ljósara að miðtaugakerfið er eitt af frummarklíffærum í eyðnisýkingu og einnig hefur verið lýst lungnabólgu (lymphoid interstitial pneumonia) bæði í bömum og fullorðnum með eyðni (37,38,39,40), sem líkist mjög því sem sést í mæði. I báðum sjúkdómunum einkennist lungnabólgan af íferð einkjama (mononuclear) bólgufruma í skil lungnablaðra (interstitialt) og áberandi fjölgun á eitilfrumum með myndun eitilbúa (mynd 3). I visnusýkingu verður stækkun á eitilbúum í eitlum, sérstaklega eitlum á fráveitusvæði (draining) aðalmarklíffæranna, heila og lungna. Þessi stækkun er áþekk þeirri stækkun sem einkennir almenna eitlastækkun á fyrri stigum eyðni (41). Hins vegar leiðir visnusýking ekki til sambærilegrar eyðingar á eitilvef og einkennir síðari stig í eyðni. Þessi munur á andsvörum hýsils, þ.e. á eyðingu eitilfruma ásamt meðfylgjandi ónæmisbilun, veldur því að samanburður á vefjaskemmdum í miðtaugkerfi í visnu og eyðni er ýmsum vandkvæðum bundinn. Þannig hefur tíðni tækifærissinnaðra sýkinga og æxla í miðtaugakerfi í eyðni gert erfitt um vik að ákvarða, hvað af skemmdunum í miðtaugakerfi eru beint af völdum veirunnar. Auk þess verður að hafa í huga, að í eyðni sjáum við fyrst og fremst lokastig breytinga í sjúkdómi sem hefur verið Iengdur með ýmiss konar meðferð. Vegna tregðu við að taka heilasýni úr sjúklingum (bíopsíur) er þekking Mynd 3. Lungu. Áberandi aukning (hyperplasia) á eitilvef með myndun eitilbúa og íferö í skil lungnablaðra í A) mæöi og B) eyöni. HE, x100. Mynd 4. Heili. Bólgufrumuslíöur úr einkjarna frumum um æöar í A) visnu og B) eyöni. Ör: Æöahol (lumen). HE, x450. okkar á þróun vefjaskemmda í heila í eyðni mjög brotakennd. Eigi að síður eru ýmsar breytingar, sem sjást á fyrri stigum heilabólgu af völdum eyðni, áþekkar þeim sem sjást í visnu. í eyðni höfum við séð bólgufrumuslíður meðfram æðum sem eru sambærileg að samsetningu og þau sem eru einkennandi fyrir visnu, þ.e. bólgan einkennist af gleyplum, eitilfrumum og plasmafrumum (mynd 4). Líkur hafa verið leiddar að því, að slík bólgufrumuslíður með æðum kunni að vera fyrstu breytingamar sem greina má í heila í sýkingu með eyðniveiru (42). Margkjarna risafrumur, sem hafa verið taldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.