Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 68
428 LÆKNABLAÐIÐ UPPLEYSING GALLVEGASTEINA MEÐ METHYL-TERTIARY-BUTYL-ETHER (MTBE); SJÚKRATILFELLI Höfundar: Gunnar GuÖmundsson, Asgeir Theodórs. Lyflækningadeild, St. Jósefsspítala Hafnarfirði Flytjandi: Gunnar Guðmundsson Skurðaðgerð er hefðbundin meðferð við gallsteinum. Gallsteinar í gallgöngum geta verið vandamál, sérstaklega hjá eldra og lasburða fólki. MTBE hefur verið beitt í uppleysingu kólesterólsteina í gallvegum. Sjúklingur er 88 ára gömul kona, sem hafði nýlega legið á öðru sjúkrahúsi með hita, verki undir hægra rifjabarði, uppköst og gulu. Gallblaðra var fjarlægð 1986. ERC (endoscopic retrograde cholangiography) var gert sem staðfesti choledochalsteina, það er tvo stóra steina 2,5 x 2 cm og að minnsta kosti þrjá minni. Sjúklingur neitaði aðgerð. Þá var framkvæmd endoscopic sphincterotomia og steinextraction tvívegis en ekki tókst að fjarlægja stærstu steinana. Efnagreining á litlum gallsteinum sýndi blandaða kólesteról-bilirubin steina. Síðan var lagður inn nasobiliary catheter og gerð innhelling á MTBE. Gefnir voru 3 ml á 30 mín. fresti í fjögur skipti í þrjá daga um nasobiliary catheter en síðan 5 ml á 30 mín. fresti í fjögur skipti í einn dag. Út kom í hvert skipti um það bil 10-15 ml af dökkum og grugguðum vökva. Meðan á innhellingu stóð var fylgst með meðvitundarstigi, blóðþrýstingi og púlsi. Einnig voru lifrarpróf og amylasi mæld daglega. Aukaverkanir voru syfja, tímabundin blóðþrýsingshækkun, vægir verkir undir hægra rifjabarði og hækkun á amylasa. ERC sýndi verulega uppleysingu á steinum. Síðan var farið inn með steinbrjót (mekaniskan lithotriptor) og stærstu steinamir muldir. ERC tveimur vikum síðar sýndi að stærstu steinamir vom horfnir en eitthvað af steinhröngli var enn eftir. Niðurstöður: 1) MTBE leysir upp kólesterólblandaða gallsteina og auðveldar brottnám þeirra. 2) Fylgikvillar og aukaverkanir em vægar og ekki hættulegar. 3) Uppleysing með MTBE gegnum nasobiliary catheter er góður valkostur við meðferð á gallvegasteinum þegar skurðaðgerð verður ekki beitt. RISTILKRABBAMEIN Á BORGARSPÍTALA í 14 ÁR Höfundar: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Jónas Magnússon Flytjandi: Guðlaug Þorsteinsdóttir Inngangur: Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið í konum og fjórða í körlum á íslandi. Upplýsingar um horfur eftir aðgerð em aðallega byggðar á erlendum uppgjömm. Tilgangur rannsóknarinnar er að ákvarða lifun sjúklinga, sem skomir em á Borgarspítalanum vegna ristilkrabbameins. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn var gerð á sjúkraskrám sjúklinga skurðdeildar Borgarspítalans 1975-1987, sem gengust undir skurðaðgerðir vegna ristilkrabbameins. Dukes flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lifun var metin með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við 1. janúar 1989. Niðurstöður: Af 165 sjúklingum reyndust 89 konur og 76 karlar. Dukes flokkun A: 13 sjúklingar B: 71 sjúklingur C: 30 sjúklingar. Dánartala eftir aðgerð var 5%. Staðsetning krabbameins: Hægri ristill 66 sjúklingar, þverristill 24 sjúklingar og vinstri ristill 74 sjúklingar. Lifun reyndist vera 61% í Dukes A, 59% í Dukes B og 30% í Dukes C. Alyktun: Fleiri konur greinast með ristilkrabba og hafa þær einnig betri horfur, sem skýrist af því að mun fleiri konur em í flokki Dukes B. Tæplega þriðjungur sjúklinga er ólæknandi við aðgerð, þar af mun fleiri karlar og em þessir sjúklingar flestir látnir innan árs frá aðgerð. Þessar niðurstöður em keimlíkar öðmm ef frá er skilin lifun Dukes A sjúklinga. STAÐBUNDIN AÐGERÐ Á ENDAÞARMSÆXLUM Höfundar: Tómas Jónsson, / Khuhcliandani, L Rosen, J Stasik, J Sheets, R Riether. Lehigli Valley Hospital Center, Allentown, Pennsyhania, USA Flytjandi: Tómas Jónsson Æxli í endaþarmi, einkum illkynja, eru oft erfið viðureignar. I 80 ár hefur gjörtæk (radikal) aðgerð verið stöðluð meðferð við illkynja æxlum. Á þeirri meðferð em hins vegar ýmsir gallar sem leitt hafa til annarra aðferða: 1) staðbundin geislun (intra-cavitary radiation), 2) eyðing með rafstraumi (electrocoagulation), 3) staðbundið brottnám (local excision). Ástæður gefnar fyrir þessum aðferðum fram yfir gjörtæka aðgerð em fylgikvillar og dánartíðni við gjörtækar aðgerðir, hringvöðvi er varðveittur og kviðpoka (stomiu) forðað, einnig lflcna sjúklingum sem þola ekki stóra aðgerð eða em með dreifðan sjúkdóm. Geislun og eyðing með rafstraumi gefa ekki sýni til vefjafræðilegrar skoðunar og þess vegna er staðbundið brottnám betra. Við litum á sjúklinga sem höfðu gengist undir staðbundið brottnám endaþarmsæxlis á fimm ára tímabili. Fimmtíu og einn sjúklingur var með krabbamein, 29 konur og 22 karlar. Val sjúklinga byggðist á hversu langt frá endaþarmsopi æxlið var, hreyfanleika, útliti, niðurstöðu sýnis, en ekkert atriði er algilt. Þrjátíu og fjögur krabbameinanna uxu ífarandi og 29 vom vel eða meðalvel þroskuð. Sjúklingum var fylgt eftir í 57 mánuði að meðaltali. Enginn sjúklingur með æxli bundið við þekju dó af sínu meini, en tveir dóu af öðrum orsökum og einn fékk æxlið aftur staðbundið. Af sjúklingum með ífarandi krabbamein undirgengust sjö gjörtæka aðgerð eftir að niðurstaða lá fyrir og því vom það 27 sjúklingar sem vom meðhöndlaðir með staðbundnu brottnámi eingöngu. Af þeim dóu sex þar af tveir úr sínu krabbameini sem reyndar var illa þroskað. Einn fékk æxli aftur á sama stað og var það meðhöndlað staðbundið að nýju. Á þessum tíma fengum við til meðhöndlunar 251 sjúkling með endaþarmskrabbamein og af þeim vom 27 eða 10,7% meðhöndlaðir með staðbundinni aðgerð, sem er hærra en í öðrum skýrslum. Við ályktum að beita megi staðbundinni aðgerð í völdum tilfellum og eiga von um sambærilegan árangur og við gjörtækar aðgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.