Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 40

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 40
406 LÆKNABLAÐIÐ vöxtur metinn út frá endurteknum mælingum í hópi heilbrigðra þungaðra kvenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að búa til staðla fyrir fósturvöxt íslenskra einbura og bera þá saman við erlend gildi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Valdar voru af hendingu 108 íslenskar heilbrigðar konur sem komu í ómskoðun á sónardeild Kvennadeildar Landspítalans fyrir 20 vikna meðgöngulengd. Allar voru með eitt fóstur og gátu tímasett fyrsta dag síðustu tíða með vissu. Blæðingar þeirra voru reglubundnar og stóðu í þrjá til fimm daga í 28±2 daga tíðahring. Þær máttu ekki hafa verið með lykkju eða notað getnaðarvamapillur í að minnsta kosti þrjá mánuði fyrir síðustu tíðir. Þungunin varð að hafa verið áfallalaus (t.d. engar blæðingar eða verkir). Við val á konunum var ekki tekið tillit til líkamshæðar eða þyngdar, reykingavenja, fyrri meðganga eða atvinnu. Gagnasöfnun fór fram á árunum 1984-86. Fyrirfram var ákveðið að ekki yrði notast við mælingar frá konum sem fengju alvarlega meðgöngusjúkdóma eða annan sjúkleika sem gat haft áhrif á eðlilegan fósturvöxt (11). Gögn um 14 konur voru því ekki notuð vegna fyrirburafæðingar <35 fullar vikur (n=4), belgjarofs fyrir tímann (n=3), alvarlegrar meðgöngueitrunar (preeclampsia) með eggjahvítu í þvagi (n=3), hlaupabólusýkingar (n=l) og ein kona reyndist vera með sáraristilbólgu og tók prednisólón og salasópýrín í meðgöngunni. Tvær konur fluttu í annan landshluta meðan á athuguninni stóð. Allar mælingar frá hinum 94 konunum voru notaðar í úrvinnslu. Rætt var sérstaklega við hverja konu fyrir fyrstu ómskoðun og henni skýrt frá athuguninni, tilgangi hennar og framkvæmd og leitað eftir munnlegu samþykki hennar. Siðanefnd læknaráðs Landspítalans veitti leyfi fyrir athuguninni. Fósturmælingar voru gerðar þriðju hverja viku út meðgönguna og í hvert sinn áætlað að mæla höfuðmál (BPD) og (OFD), lengd lærleggjar (LL) og lengd upparmsleggjar (LU). Hvert þessara mála var að jafnaði mælt í þrígang og reiknað meðaltal skráð í mm. Eftir 20-24 vikna meðgöngulengd var bætt við tveimur þvermálum búks (abdominal lateral diameter (AD) og anteroposterior diameter (APD)). Meðaltal þessara mála gaf meðalþvermál búks (mean abdominal diameter (MAD)). Mælt var í tvígang og reiknað meðaltal skráð í mm. Reynt var að gera mælingamar án vitneskju um mælingar fyrr í meðgöngunni. Mælingamar voru gerðar samkvæmt venjubundnum aðferðum (2-7,12). BPD var mælt frá ytri beinbrún að innri beinbrún höfuðkúpu en OFD frá beinmiðju að beinmiðju. Búkmælingar voru gerðar við utanmörk búksins, en rétt utan við rifbein í síðu fóstursins, ef mörkin voru óljós. Mælingamar voru gerðar með Toshiba SAL-30 og Hitachi EUB-340 ómsjám. Sú fyrmefnda er með beinan (multilinear) ómhaus, en sú síðamefnda með sveigðan (curvilinear). Báðar ómsjámar eru stilltar á meðalhljóðhraðann 1540 m/s í vefjum. Við hverja ómskoðun og fæðingu bamsins var lengd meðgöngu reiknuð í dögum talið frá fyrsta degi síðustu tíða. Við fyrstu komu var líkamshæð konunnar, reykingavenjur og fjöldi fyrri þungana skráð, en síðar þyngd nálægt 20 vikna meðgöngu og fósturstaða á síðasta meðgönguþriðjungi, en við fæðingu kyn, þyngd og lengd nýburans. Mælingamar voru skráðar ásamt lengd nteðgöngu við hverja mælingu og fæðingu á Hewlett Packard 9845B tölvu (New Mathematical Statistics Package, Lundarháskóli, Svíþjóð). Mæligildin voru flokkuð við úrvinnslu í 12 flokka, þar sem í hverjum voru gildi frá tveggja vikna tímabili. Meðalfrávik (SD) var fengið út frá þverskurðardreifingu mælinga í hverjum tveggja-vikna flokki. Meðalmælingadagur hvers tímabils var reiknaður til að fá staðlaða mælingadaga til viðmiðunar á x-ás á móti mælingunum, sem skráðar voru á y-ás. Fjölþátta aðhvarfsjöfnur voru reiknaðar fyrir hverja mælingu og jafnan sem sýndi besta aðlögun að mælingunum fyrir hvert mál valin samkvæmt hæsta samsvörunarstuðlinum (correlation coefficient, r2) og minnsta meðalfráviki (SD) aðhvarfslínunnar. NIÐURSTÖÐUR Alls voru gerðar 3795 mælingar. Hver kona kom að meðaltali átta sinnum (sex til tíu skipti). Ekki var alltaf unnt að ná öllum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.