Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 11

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 381 eitt megineinkenni heilaskemmda í eyðni (43, 44), hafa einnig fundist í visnu (mynd 5). En gagnstætt eyðni eru þær mjög fátíðar í visnu og hafa aðeins fundist í tilraunasýkingum með mjög neurovirulent veirustofni (33) sem kom fram við endurtekna sýkingu úr kind í kind (passage)(45). Skýringin á því kann að vera að lítið er að jafnaði af veiru í visnuheilum (16). Enn einn sameiginlegur dráttur í vefjaskemmdum í eyðni og visnu eru tróðfrumuhnútar (glial nodules) (mynd 6). Hins vegar er afmýlingin sem sést í visnu frábrugðin því sem talið er einkenna meðalbráða heilabólgu (subacute encephalopathy) í eyðni. Breytingar á mýli, sem sjást við þetta form heilaskemmda í eyðni, einkennast af dreifðum fölva á mýli í hvítu vegna gisnunar á mýli með vægri íferð tiltölulegra fárra mýlisgleypla (myelophages), sem er talsvert frábrugðið ’því sern að jafnaði sést við afmýlingu í visnu, þ.e. allþétt íferð bólgufruma (mynd 7). Annað sem skilur á milli er, að í visnu sést oft áberandi aukning á eitilfrumum í heila, stundum með myndun reglulegra eitilbúa einkum í æðaflækju. Þessar breytingar sem og áþekkar breytingar í lungum og eitlastækkanir leiddu til þeirrar tilgátu að vefjaskemmdir í visnu kynnu að vera af ónæmistoga (immune-mediated). Meingerð (pathogenesis) og markfrumur í miðtaugakerf : Með þvf að beita ónæmisbælingu (immunosuppression) annars vegar (46) og örvun á ónæmissvari (immunopotentiation) hins vegar (47) tókst okkur að sýna framá það að visnuskemmdir í heila, að minnsta kosti þær sem verða skömmu eftir sýkingu, eru af ónæmistoga. Ennfremur bentu niðurstöður okkar til að hið skaðlega ónæmissvar beindist ekki gegn mýlisvækjum (48) heldur veiruvöktum (induced) vækjum (16,36). Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að sýna framá hvaða frumur væru mörk (targets) hins skaðlega ónæmissvars, þ.e. hvaða frumur í heila væru næmar fyrir sýkingu og tjáðu veiruprótín. Astæðan er augljóslega sú að mjög fáar frumur virðast sýktar í heila og að auki er mikil hemlun á veirufjölgun (26, 27). Til þess að auka á líkumar fyrir því að finna sýktar frumur í miðtaugakerfinu, mögnuðum við upp veirustofn, sem varð meira neurovirulent, með því að flytja veiruna m f** . & - WW > , ( JL Mynd 5. Heili. Margkiarna risafrumur í A) visnu og B) eyðni. HE, x450. Mynd 6. Heili. Tróðfrumuhnútar í A) visnu og B) eyðni. HE, x450. Mynd 7. Heili. Afmýling í A) visnu, meö þéttri íferð bólgufruma og B) eyðni. Kliiver-Barrera, x100.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.