Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 28
394 LÆKNABLAÐIÐ Holhandarskurðurinn var gerður í sömu aðgerð og fleygskurðurinn í 36 tilvikum en í 10 þegar vefjagreining lá fyrir um það bil viku síðar. í fimmtán tilfellum voru fleygskurður og holhandarskurður sameinaðir í einum skurði. Frystiskurður var gerður í 19 tilvikum og sýnisröntgenmynd tekin í 13 tilvikum en aldrei hvort tveggja hjá sama sjúklingi. Þrjátíu og fjórir sjúklinganna fengu sex daga lyfjameðferð strax eftir aðgerð. Gefin voru í æð fimm-flúoró-úrasil á fyrsta og þriðja degi, meþótrexate á öðrum og fjórða degi, vinkristin á fimmta degi og syklófosfamið í töfluformi á öðrum, fjórða og sjötta degi. Samantekt þessara atriða kentur fram í töflu. Stærð æxla er sýnd á mynd 5. Meðalstærð var 15 mm samkvæmt svari úr vefjagreiningu. Æxlisstærðar var ekki getið í einu tilviki. Stærð á röntgenmyndum var frá 5 til 63 mm en meðalstærð 15 mm. Vefjarannsókn leiddi í ljós að skurðbrúnir voru fríar í 45 af 49 tilvikum en í hinum fjórum var framkvæmd frekari skurðaðgerð. Hjá níu sjúklingum reyndust holhandareitlar innihalda meinvörp í þremur af tíu eitlum að meðaltali. Tveir þessara sjúklinga fengu krabbameinslyfjameðferð í sex til átta mánuði eftir aðgerð. Fjörutíu og tveir af 49 sjúklingum (86%) fengu geislameðferð á brjóstið eftir aðgerð. Geislaskammtur var 2 Gray daglega fimm daga vikunnar í u.þ.b. fimm vikur, alls að meðaltali 50 Gray. Ástæður fyrir því að geislameðferð var ekki gefin voru ein eða fleiri eftirtalinna: Hár aldur, lélegt almennt ástand og smæð æxlis. Fjörutíu og sjö af 49 sjúklingum (96%) kysu fleygskurð fremur en brottnám brjóstsins, stæðu þær í sömu sporum nú og fyrir aðgerð og væri tjáð að horfur væru sömu. Útlitsárangur þeirra tveggja kvenna sem kusu brottnám brjóstsins var dæmdur sæmilegur af dómnefndinni. Útlitsárangur að mati sjúklinga annars vegar og dómnefndar hins vegar er sýndur á mynd 6. Tuttugu og átta kvennanna töldu árangur mjög góðan, 13 góðan, átta sæmilegan og engin lélegan. Dómnefndinni fannst árangur vera mjög góður í 16 tilvikum, góður í 18, sæmilegur í 13 og lélegur í tveimur tilvikum. Alls töldu 84% sjúklinga árangur vera mjög U I .............,-----1------'------1---- 0-5 6-10 11-15 16-20 21-25 26-30 >30 Mynd 5. Stærö æxla í mm. Mjög góöur Góöur Sæmilegur Lélegur Mynd 6. Samanburöur á mati sjúklinga og dómnefndar á útlitsárangri. góðan eða góðan, en dómnefndin taldi svo vera í 69% tilvika. Tölfræðilega marktæk fylgni var ekki á milli útlitsárangurs og eftirtalinna þátta: Aldurs sjúklings, staðsetningar æxlis í brjósti, fjarlægðar æxlis frá geirvörtu, hvort sjúklingur hafði fengið krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð eða ekki. UMRÆÐA Fleygskurður á brjósti vegna krabbameins á sér tiltölulega stutta sögu. Fyrstu aðgerðir voru framkvæmdar á þriðja áratugnum, en á sjötta áratugnum var farið að beita aðgerðinni í nokkrum mæli hjá sjúklingum sem neituðu að láta taka allt brjóstið (4, 12, 13). Samanburðarrannsóknir á fleygskurði og brottnámi brjóstsins á sjöunda og áttunda áratugnum leiddu síðan smám saman í ijós,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.