Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 411-4 411 3 Karl G. Kristinsson 1), Þóröur G. Ólafsson 2) GREINING KEÐJUKOKKA-HÁLSBOLGU A HEILSUGÆSLUSTÖÐ Mótefnavakapróf eða ræktun? INNGANGUR Hálsbólgur eru sums staðar meðal algengustu ástæðna þess að sjúklingar leita læknis (1) og þótt þær séu oftast af völdum veira þá eru hálsbólgur af völdum /3-hemólýtískra keðjukokka af fiokki A, Streptococcus pyogenes, mikilvægastar. S. pyogenes er talinn valda 15-30% hálsbólgu (2). Mikilvægt er að meðhöndla sýkingamar til að koma í veg fyrir síðkomnar afleiðingar svo sem gigtsótt og bráða nýmahnoðrabólgu, en einnig til að draga úr ígerðarhættu á sýkingarstað. Hálsbólgur af völdum /3-hemólýtískra keðjukokka af flokkum C og G eru vel þekktar, en mun sjaldgæfari en S. pyogenes hálsbólgur (3,4). Enn sjaldgæfara (<1%) er að aðrar bakteríur (Corynebacterium diphtheriae, Corynebacterium haemolyticum, Neisseria gonorrhoea og örverur Vincent’s anginu) valdi hálsbólgu. Sérstakar aðferðir þarf til þess að greina þær og þarf að geta þess sérstaklega á rannsóknarbeiðni sé grunur um slíkar sýkingar. Allt fram á síðustu ár hefur verið ókleift að greina orsök hálsbólgu án ræktunar (5) og hún tekur a.m.k. 16 klst. Þótt töf á niðurstöðu geti seinkað meðferð kemur það lítið að sök (6), en hins vegar leiðir hún til þess að margir fá sýklalyf að nauðsynjalausu. Próf sem gæti greint S. pyogenes hálsbólgur á nokkrum mínútum ætti því að gera meðferð hálsbólgna markvissari. A síðustu árum hafa komið á markað fjöldi prófa sem greina S. pyogenes í hálsstrokum. Hér á eftir fylgja niðurstöður úr könnun á einu þessara prófa á heilsugæslustöð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingar sem leituðu til þriggja heimilislækna á Heilsugæslustöðinni Asparfelli 12, í janúar til ágúst 1989, og kvörtuðu um Frá 1) sýkladeild Landspítalans, 2) Heilsugæslustööinni Asparfelli. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Karl G. Kristinsson. hálsbólgu, voru teknir til rannsóknar. Skráð vom einkenni hvers sjúklings, hve lengi hann hafði verið með einkenni og hvort hann hafði fengið sýklalyf. Niðurstöður skoðunar á munnkoki, hálseitlum og hálskirtlum voru skráðar. Einnig hvort sýnatakan hafi verið auðveld og hvort læknir hafði frekar gmn um bakteríu eða veiru sem orsök hálsbólgunnar. Við komu fékk sjúklingur númer, en hjá sjúklingum sem höfðu oddatölunúmer var fyrst tekið hálsstrok í keðjukokka- snargreiningu og síðan hálsræktun, en öfugt hjá þeim sem höfðu jafnt númer. Við töku hálsstroks til ræktunar voru notaðir Culturette®pinnar, sem sendir voru innan sólarhrings á sýkladeild Landspítalans. Á sýkladeild var sýnunum sáð á tvær blóðagarskálar (aðra fyrir loftfælnar aðstæður og hina fyrir andrúmsloft með auknu koldíoxíði) og súkkulaðiagar. Skálamar voru geymdar í 37°C hitaskáp í 16-24 klst. Þá var leitað að /í-hemólýtískum þyrpingum og þeim þyrpingum sáð til hreingróðurs. Magn vaxtar var flokkað á venjulegan hátt (lítill, nokkur og mikill vöxtur) eftir magni þyrpinga á agarskálunum. Hreingróðurinn var síðan notaður til þess að greina yfirborðsmótefnavaka með latex- kekkjunarprófi (Streptex®, Wellcome Diagnostics, England). Við snargreiningu á keðjukokkum úr hálsstrokum var notað Tandem®-Icon®- StrepA próf (Hybritech Europe S.A., Belgíu), sem er hvatabundið mótefnapróf. Prófið greinir mótefnavaka keðjukokka beint af hálsræktunarpinna og er framkvæmt í 10 stigum, sem taka aðeins fimm til sex mínútur samtals. í hverjum umbúðum eru 24 próf. Prófið var ýmist gert samstundis eftir töku eða síðar sama dag. NIÐURSTÖÐUR Fjörutíu sjúklingar með hálsbólgu voru teknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.