Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 391-7 391 Guöjón Baldursson 1), Pálmar Hallgrímsson 2), Hjalti Þórarinsson 3), Þórarinn E. Sveinsson 1), Baldur F. Sigfússon 2), Sigurgeir Kjartansson 4), Jón Níelsson 5) FLEYGSKURÐUR VEGNA BRJÓSTAKRABBAMEINS. ÚTLITSÁRANGUR MEÐAL 49 SJÚKLINGA ÁRIN 1983-1987. INNGANGUR Hin hefðbundna skurðaðgerð við krabbameini í brjósti, brottnám brjóstsins, hefur á síðari árum smám saman vikið fyrir umfangsminni skurðaðgerð, svokölluðum fleygskurði. Fleygskurður (resectio cuneiformis, resectio segmentalis) er fólginn í því, að tekinn er fleygur úr brjóstinu þar sem krabbameinið er staðsett, frá miðju og út í jaðar brjóstsins (mynd l). Ýmsir taka þó einungis æxlið og nánasta umhverfi þess (lumpectomy, tylectomy). Við fleygskurð er þess gætt að vera allstaðar vel utan við æxlið og er fieygurinn tekinn alveg niður í gegnum brjóstið og vöðvaslíðrið tekið með. Eitlabrottnám úr holhönd er framkvæmt í sömu aðgerð ef sjúkdómsgreining liggur fyrir, ella í annarri aðgerð þegar vefjagreining er fengin. Frystiskurður er ekki gerður ef taka þarf röntgenmynd af sýninu til að staðfesta að hnúturinn sé í því (l). Þessi þróun hefur orðið samhliða því að æxli eru nú minni við greiningu en áður, einkum þar sem beitt er hópskoðun með röntgenmyndatöku (2). Skilningur á eðli og hegðun brjóstakrabbameins hefur aukist á undanfömum áratugum. Þeirri skoðun hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg, að umfang skurðaðgerða hafi tiltölulega lítil áhrif á lífslfkur (3). Það sem ræður horfum til langs tíma er, hvort sjúkdómurinn nær að meinvarpa sér eða ekki, áður en aðgerð er framkvæmd (5,6). Eftir fleygskurð er að jafnaði gefin geislameðferð gegn brjóstvefnum er eftir situr. I stórum samanburðarrannsóknum hefur verið sýnt fram á að horfur kvenna sem gengist hafa Frá: 1) Krabbameinslækningadeild Landspítala, 2) röntgendeild Krabbameinsfélags íslands, 3) handlækningadeild Landspitala, 4) skurðdeild Landakotsspítala, 5) skurödeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guöjón Baldursson. undir fleygskurð og geislameðferð eru síst lakari en kvenna þar sem brjóstið hefur verið fjarlægt, að minnsta kosti ef geislameðferð er beitt eftir aðgerð (4,5,7,8).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.