Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Síða 25

Læknablaðið - 15.10.1990, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 391-7 391 Guöjón Baldursson 1), Pálmar Hallgrímsson 2), Hjalti Þórarinsson 3), Þórarinn E. Sveinsson 1), Baldur F. Sigfússon 2), Sigurgeir Kjartansson 4), Jón Níelsson 5) FLEYGSKURÐUR VEGNA BRJÓSTAKRABBAMEINS. ÚTLITSÁRANGUR MEÐAL 49 SJÚKLINGA ÁRIN 1983-1987. INNGANGUR Hin hefðbundna skurðaðgerð við krabbameini í brjósti, brottnám brjóstsins, hefur á síðari árum smám saman vikið fyrir umfangsminni skurðaðgerð, svokölluðum fleygskurði. Fleygskurður (resectio cuneiformis, resectio segmentalis) er fólginn í því, að tekinn er fleygur úr brjóstinu þar sem krabbameinið er staðsett, frá miðju og út í jaðar brjóstsins (mynd l). Ýmsir taka þó einungis æxlið og nánasta umhverfi þess (lumpectomy, tylectomy). Við fleygskurð er þess gætt að vera allstaðar vel utan við æxlið og er fieygurinn tekinn alveg niður í gegnum brjóstið og vöðvaslíðrið tekið með. Eitlabrottnám úr holhönd er framkvæmt í sömu aðgerð ef sjúkdómsgreining liggur fyrir, ella í annarri aðgerð þegar vefjagreining er fengin. Frystiskurður er ekki gerður ef taka þarf röntgenmynd af sýninu til að staðfesta að hnúturinn sé í því (l). Þessi þróun hefur orðið samhliða því að æxli eru nú minni við greiningu en áður, einkum þar sem beitt er hópskoðun með röntgenmyndatöku (2). Skilningur á eðli og hegðun brjóstakrabbameins hefur aukist á undanfömum áratugum. Þeirri skoðun hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg, að umfang skurðaðgerða hafi tiltölulega lítil áhrif á lífslfkur (3). Það sem ræður horfum til langs tíma er, hvort sjúkdómurinn nær að meinvarpa sér eða ekki, áður en aðgerð er framkvæmd (5,6). Eftir fleygskurð er að jafnaði gefin geislameðferð gegn brjóstvefnum er eftir situr. I stórum samanburðarrannsóknum hefur verið sýnt fram á að horfur kvenna sem gengist hafa Frá: 1) Krabbameinslækningadeild Landspítala, 2) röntgendeild Krabbameinsfélags íslands, 3) handlækningadeild Landspitala, 4) skurðdeild Landakotsspítala, 5) skurödeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guöjón Baldursson. undir fleygskurð og geislameðferð eru síst lakari en kvenna þar sem brjóstið hefur verið fjarlægt, að minnsta kosti ef geislameðferð er beitt eftir aðgerð (4,5,7,8).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.