Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 427 INSÚLÍN NÆMI OG SYKURÞOL EFTIR SUBTOTALPANCREATECTOMIA Höfundar: Jónas Magnússon, Karl-Göran Tranberg Kir.klin. lasarettet, Lundi Flytjandi: Jónas Magnússon Við höfum frá 1985 gert subtotal pancreatectomia án pancreatojejunostomia vegna periampuler cancer. Þetta gefur einstakt tækifæri til þess að rannsaka áhrif minnkandi insúlínframleiðslu (við fjarlægjum 85% af kirtlinum). Eftir subtotal pancreatectomia með lokun á pancreasganginum þá er sjúklingurinn í pre-díabetísku ástandi, og þeir sem lifa lengri tíma eiga á hættu að fá sykursýki. Tilgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða insulin secretion, insúlín næmi og sykurþol ásamt með breytingum á plasmamagni pancreatic glucagon eftir subtotal pancreas resectionir. Tólf non-díabetískir sjúklingar voru rannsakaðir eftir læknanlegar subtotal pancreas resectionir þar sem distal hluti pancreas var heftur af og um það bil 15% kirtilsins eftir in situ. Stuttar infusionir af insúlíni (10 mU/kg) og glucosa (25 gr) voru gefnar fyrir og eftir fjóra daga frá aðgerð. Eftir aðgerð reyndist blóðsykur óbreyttur, en insúlín og C-peptide lækkuðu smávegis, en pancreatic glucagon mjög mikið og marktækt (p<0,01). Fyrri og síðari fasi insúlín og C-peptide secretionar reyndust afar litlir. Athygli vekur, að hypoglycemísk áhrif insúlíns og einnig sykurþol reyndust óbreytt eftir aðgerð. Það er ályktað að akút minnkun á pancreas massa, með minnkun á insúlínsvari eftir glucosa, leiði til óbreyttra insúlín áhrifa og sykurþols skömmu eftir aðgerð. Þetta er gagnstætt insúlínónæmi og sykuróþoli, sem við höfum lýst fjórum dögum eftir kviðarholsaðgerðir, þar sem pancreas er ekki hreyfður. Við stingum upp á því að lækkunin á pancreasglucagoni sé að hluta ábyrg fyrir óbreyttu eða auknu insúlínnæmi eftir subtotal pancreatectomia. ENDOSCOPIC-RETROGRADE- CHOLANGIOPANCREATOGRAPHY (ERCP): RANNSÓKNIR OG AÐGERÐIR GERÐAR 1981- 1988 Höfundar: Ásgeir Theodórs, Hannes Hrafnkelsson. Lyflœkningadeild Borgarspítala, lyflœkningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfrði Flytjandi: Hannes Hrafnkelsson Gerð var afturskyggð rannsókn á 313 sjúklingum sem gengust undir ERCP á Borgarspítalanum 1981- 1988. Konur voru 203 (64,9%) en karlar 110 (35,1%). Framkvæmdar voru 412 rannsóknir og aðgerðir. I 360 tilfellum (87,4%) tókst þræðing en í 52 (12,6%) tókst hún ekki. Meginástæður fyrir rannsókn var steinn eða steinar í choledochus (CD) í 185 tilfellum (44,9%), grunur um sjúkdóm í briskirtli í 68 (16,5%), óskýrðir kviðverkir 64 (15,5%), grunur um tumor í/við briskirtil 46 (11,2%) en aðrar ástæður í 49 tilfellum (11,9%). Aðgerðir í kjölfar ERCP voru framkvæmdar í 103 tilfellum (25%), oftast vegna steina í CD í 59 (57,3%) og stenosu/spasma í papilla Vateri í 25 tilfellum (24,3%). Endoscopisk sphincterotomia (ES) var algengasta aðgerðin 92 (89,3%) með stein(a) extraction í 42 tilfellum (40,8%). í 11 tilfellum (10,7%) voru gerðar aðrar aðgerðir. í 57 tilfellum voru upplýsingar um ómskoðun og ERCP þar sem CD steinar greindust eða grunur var um þá. I 27 tilfellum (47,3%) bar rannsóknum saman en í 10 tilfellum (17,5%) greindust steinar í CD við ERCP en ómskoðun var eðlileg eða ófullkomin. Fylgikvillar voru algengari (9,3%) þegar aðgerð var framkvæmd en við rannsókn eingöngu (3,6%). Algengast var pancreatitis 3,4%, ascending cholangitis 1,2% og blæðing 0,5%. Alvarlegir fylgikvillar komu fyrir hjá þremur (0,7%) sjúklingum. Alit: 1 ERCP er mikilvæg rannsókn til greiningar á sjúkdómum í gallvegum og briskirtli. 2. ERCP er nákvæmari en ómskoðun til greiningar á steinum í CD. 3. Arangur ES og steinextraction er góður í meðferð CD steina. 4. Aukaverkanir eru vægar í flestum tilfellum en alvarlegri fylgikvillar koma fyrir. ER BROTTNÁM GALLBLÖÐRU ÁHÆTTUÞÁTTUR FYRIR KRABBAMEIN í RISTLI OG ENDAÞARMI? Höfundar: Gunnlaugur Pétur Nielsen, Asgeir Theodórs, Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason. Lyflœkninqadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, Krabbameinsfélag Islands Flytjandi: Gunnlaugur Pétur Nielsen Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að því að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi. I þessari rannsókn eru athugaðar gallblöðrutökur á flestum sjúkrahúsum landsins, sem framkvæmdar voru á árunum 1955-1980 (25 ár). Farið var yfir aðgerðaskrár sjúkrahúsanna og upplýsinga aflað um aðgerðarár, fæðingamúmer og/eða dánardag sjúklinganna. Upplýsingar voru síðan bomar saman við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og líkumar á því hvort gallblöðrutaka er áhættuþáttur fyrir tilurð krabbameina í ristli og endaþarmi kannaðar. Gallblöðmtökur vom 3039, karlar 801, en konur 2238, kynjahlutfall 1/2,8. Niðurstöður: Gallblöðmtaka og krabbamein í ristli og endaþarmi: Obs. Inc Exp. Inc Relat. risk 95% confidence Interval Karlar: Ristill + endaþ. 15 6,3 2,4 1,3 - 4,0* Ristill 13 4,5 2,9 1,5 - 5,0* Konur: Ristill + endaþ. 23 18 1,3 0,8 - 1,9 Ristill 18 11,7 1,5 0,9 - 2,4 Álit: 1) Áhættan hjá karlmönnum á krabbameini í ristli og endaþarmi er marktækt aukin. Áhættan viröist þó ekki koma fram fyrr en átta árum eftir aögerö. 2) Áhættan hjá konum á krabbameini í ristli og endaþarmi er ekki marktækt aukin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.