Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 27

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 393 1983 1984 1985 1986 1987 Ár Mynd 2. Fjöldi sjúklinga á ári 1983-1987. Fjöldi í aldurshópi Mynd 3. Aldursdreifing 49 sjúklinga. I innri efri Mynd 4. Staðsetning æxla eftir brjóstfjóröungum. Tafla 1. Fjöldi % Holhandarskurður...................... 46 94 í sömu aögerð ..................... 36 78 í sama aðgeröaröri ................ 15 33 Frystiskurður......................... 19 39 Sýnisröntgen.......................... 13 27 Sex daga lyfjameðferð ................ 34 69 Fríar skurðbrúnir..................... 45 92 Eitlameinvörp ......................... 9 18 Geislameðferð ........................ 42 86 Þrjátíu og sjö sjúklingar gengust undir aðgerðina á Landspítalanum, átta á Landakotsspítala, tveir á Borgarspítala, einn á Húsavík og einn erlendis. Aldursdreifing er sýnd á mynd 3. Meðalaldur var 54 ár, sem er nokkuð lægri en meðalaldur allra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein á Islandi (60 ár). Liðlega helmingur kvennanna (25) voru yfir fimmtugt við greiningu eða höfðu hætt að hafa á klæðum meira en ári fyrir aðgerð. A röntgenmyndum var húðþykkt fyrir aðgerð að meðaltali 2 mm (1-4 mm) en jókst í allt að 6 mm eftir geislameðferð (meðaltal 3 mm). Þessi aukning á húðþykkt hafði gengið til baka hjá flestum sjúklingum eftir um það bil 12 mánuði. Brjóstvefurinn var mun þéttari fyrstu 10 mánuðina eftir aðgerð. Eftir það var lítill munur á þéttleika brjóstanna. Hreyfióskerpa var mest áberandi fyrstu sex mánuðina eftir aðgerð, en sást oft í allt að sextán mánuði. Hún olli hins vegar ekki vandkvæðum við túlkun myndanna eftir fyrstu tíu mánuðina. Aflögun brjóstsins á röntgenmynd truflaði túlkun myndanna einungis í þremur tilvikum, þar sem inndráttur var það mikill að örðugt gat reynst að útiloka illkynja breytingar. Þessir sjúklingar voru hins vegar ekki að neinu leyti frábrugðnir öðrum og ekki var unnt að tengja inndráttinn sæmilegum eða lélegum útlitsárangri. Æxlið var staðsett í vinstra brjósti í 26 tilvikum en hægra megin í 23. Staðsetning eftir fjórðungum brjóstsins er sýnd á mynd 4. Tuttugu og sjö voru í efra ytra fjórðungi brjóstsins, níu í innra neðra fjórðungi, sjö í ytra neðra fjórðungi og fimm í innra efra fjórðungi. I einu tilviku var staðsetning ekki þekkt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.