Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 377-84
377
Guðmundur Georgsson, Valgerður Andrésdóttir, Páll A. Pálsson, Guðmundur
Pétursson
NOKKRIR SAMBÆRILEGIR PÆTTIR í VISNU
OG EYÐNI
INNGANGUR
Einn þeirra sjúkdóma, sem hugmynd
Bjöms Sigurðssonar um sérstakan flokk
smitsjúkdóma, hæggenga smitsjúkdóma
(1), byggðist á, var visna. En visna er
meningoencephalomyelitis í sauðfé og ein af
hinum svonefndu Karakúlpestum. Orsökin
reyndist vera retróveira og tókst að rækta hana
1957 (2). Visnuveiran er nú flokkuð ásamt
ýmsum dýraveirum og eyðniveiru í undirflokk
retróveira, sem nefnist lentiveirur (af lentus
(lat.) = hægur). Það er mjög við hæíi að þessi
fiokkur veira skuli kenndur við hugmynd
Bjöms enda visnuveiran sú fyrsta í þessum
flokki, sem tókst að rækta.
Lentiveirusýking í sauðfé var upprætt
hérlendis fyrir aldarfjórðungi (3) en
rannsóknum hefur verið haldið áfram, enda
ósvarað mörgum ögrandi spurningum er
varða bæði veiruna og víxlverkanir hýsils
og veiru. Að auki teljum við að visna geti
verið gagnlegt dýralíkan fyrir heila- og
mænusigg (MS), vegna þess að sjúkdómurinn
er að jafnaði iangdreginn og stundum með
endurteknum hviðum líkt og í MS og
ekki síst að stundum sjást blettir (primary
demyelination) sem líkjast mjög þeim sem
taldir eru einkennandi fyrir vefjaskemmdir í
MS (4).
Uppá síðkastið hefur áhuginn beinst meira
að því sem visna á sameiginlegt með eyðni,
þareð veirumar sem valda þessum sjúkdómum
eru skyldar og hafa ýmsa sambærilega
eiginleika bæði í rækt (in vitro) og í hýsli (in
vivo).
Ymsum þáttum í viðbrögðum hýsils við
eyðnisýkingu svipar til þess sem sést í visnu.
VEIRURNAR
Veirumar sem valda visnu og eyðni eru
Frá Tilraunastöð Háskólans I meinafræöi, Keldum,
Reykjavik. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guðmundur Georgsson.
I p°i I ^^rev
Fvl env ~1
yisna_yirus Jjg}----------------------------gjj§
I 939 I ran lat— | I nel I
I PQI ~l □ B—revH-ISE!
vPf r " énv ' I
HIV_-J furol------------------------------ITfRl
Mynd 1. Skematísk mynd af skipulagi erfðaefnis
visnuveiru og eyðniveiru (HIV-1). Fyrirkomulag
byggingargena (structural; gag, pol og env) er áþekkt.
Einkennandi er fjöldi stjórnunargena, sem eru þó
greinilega fleiri í HIV-1. Þar er þó einu sleppt, vpu
geninu, sem er nálægt og skarast að nokkru viö 5’
endann á env geninu. Þýðing opna lesrammans Q, í
visnuveiru er óþekkt.
sökum kjarnsýrusamsvörunar flokkaðar ásamt
nokkrum öðrum retróveirum, sem ekki valda
æxlum (non-oncogenic), í sérstakan flokk
sem nefnist lentiveirur. Bæði veiruknappskot
og fullmótaðar visnu- og eyðniveirur eru
nánast eins að gerð, og skipulag erfðaefnis
(mynd 1) þeirra er mjög áþekkt (5,6,7).
Sérkennandi fyrir frumuskemmdir sem visnu-
og eyðniveiran valda í næmum frumum í rækt
eru margkjama risafrumur (8,9).
MARKLÍFFÆRI
Visna barst hingað til lands með innfluttu
Karakúlfé árið 1933 (3). í faraldrinum
hérlendis voru meginsjúkdómseinkennin ekki
frá miðtaugakerfi heldur frá öndunarfærum
vegna lungnabólgu (chronic interstitial
pneumonia), sem nefnd var mæði eða nánar
tiltekið þurramæði. í nokkrum hjörðum
suðvestanlands olli visna þó meiri veikindum
og hærri dánartíðni en mæði. Veirumar sem
ollu þessum sjúkdómseinkennum voru fyrst
einangraðar úr miðtaugakerfi visnukinda
(2) og nokkrum árum sfðar úr lungum
mæðikinda (10). Þær reyndust skyldar
samkvæmt sermisprófun (serólógískt), og
fyrstu sýkingartilraunir bentu til þess að