Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 379 sex kinda sem voru með klíníska visnu vera stökkbreyttur, sem ekki bendir til þess að stökkbrigði skipti meginmáli fyrir myndun vefjaskemmda. Halldór Þormar og samverkamenn birtu samtímis svipaðar niðurstöður (25). Sennilegri skýring á þrálæti veiru og hægum sjúkdómsgangi í visnu er sú að veiran haldist við sem forveira (provirus), þ.e. að erfðaefni veirunnar er fellt inní kjamsýrur (DNA) fmma og veiruvæki (antigen) sjaldan tjáð (26,27). A þennan máta getur veiran vikist undan ónæmisviðbrögðum hýsils. VÍXLVERKANIR HÝSILS OG VEIRU Dreifing sýkingar: Það má sjá ýmsa sambærilega drætti í víxlverkunum hýsils og veiru í visnu og eyðni. I báðum tilvikum leiða veirumar til almennrar (system) sýkingar og geta valdið skemmdum í mörgum líffærum. Veirumar virðast fyrst og fremst berast blóðleiðina um líkamann. Sýking með visnuveiru leiðir fljótt til blóðsýkingar (viremiu), hver svo sem sýkingarleiðin er (16). Samkvæmt okkar reynslu er sýking í blóði algjörlega frumubundin, veiran ræktaðist aldrei úr plasma (16). Sýkingin helst í blóði þrátt fyrir há gildi vaxtarstöðvandi og komplementbindandi mótefna. Þannig hefur okkur tekist að rækta veiruna úr blóði alltað 10 árum eftir sýkingu (28), sem bendir til þess, að mikil hemlun sé á fjölgun veirunnar í hvítum blóðkomum í blóðrás og þær sleppi því undan eyðingarmætti ónæmissvarsins. Þessi aðferð veirunnar við að dreifast um líkamann og sleppa undan ónæmissvari hefur verið kennd við Trójuhestinn (29). Það hefur hins vegar reynst vandkvæðum bundið að sýna framá hvaða tegund hvítra blóðkoma sýkist. Astæðan er einkum sú að í visnu eru aðeins eitt af hundrað þúsund til milljón hvítra blóðkoma í blóðrás sýkt (16), sem er áþekkt því sem lýst hefur verið í sýkingu með eyðniveiru (30). I sauðfjárkynjum í Bandaríkjunum hefur verið sýnt framá, að einkjömungar (monocytar) og forverar þeirra í merg sýkjast. Jafnframt hefur komið fram að mikil hemlun er á fjölgun veirunnar í einkjömungum í blóði, en þegar þeir skríða útí vefi og sérhæfast í gleypla (macrophaga) léttir þessari hemlun, að minnsta kosti að nokkru leyti. Sérkennilegt er að Mynd 2. Visnuveira í vefjarækt. A) Æöaflækja. Mörg veiruknappskot (budding) sjást á frumuhimnu. x 18,000. B) Gleypill. Allmargar ófullgeröar og fullgeröar veiruagnir í frymisblööru. Nokkrar veirur að myndast meö knappskoti inní frymisblööruna. x 16,000. Innskot: Meiri stækkun á veiruknappskoti inní frymisblöðru. x32,000. aðeins nokkrir undirflokkar gleypla í vefjum reyndust næmir fyrir sýkingunni (23,31,32). Okkur hefur nýverið tekist að sýna framá tjáningu veiruprótína í gleyplum í heilaskemmdum í íslensku fé (33) og jafnframt tekist að sýkja einkjömunga úr blóði í rækt (in vitro) (óbirtar niðurstöður). Það er athyglisvert að fjölgun veirunnar í einkjömungum virðist frábrugðin því sem sést í fmmurækt úr æðaflækju (choroid plexus), sem venjulega er notuð. Þannig benda bráðabirgðaniðurstöður okkar til þess að í einkjömungum myndist veiran einkum við knappskot inní frymisblöðrur og þar safnist fyrir fullmótaðar veiruagnir en afturámóti sé myndun með knappskotum frá frumuhimnu fátíð. Þessu er algjörlega öfugt farið í næmum æðaflækjufrumum. Þar myndast veirur einvörðungu við knappskot frá frumuhimnu og veiruagnir safnast fyrir utan frumunnar (mynd 2). í sýkingu með eyðniveiru hefur verið sýnt framá, að einkjömungar og forverar þeirra í merg sýkjast og veiran fjölgar sér á svipaðan hátt og sést í visnusýkingu (34,35). Þetta gæti vissulega skipt verulegu máli fyrir dreifingu sýkingar í þessum sjúkdómum, eins konar annað afbrigði af Trójuhests aðferðinni. Fyrri rannsóknir okkar bentu til þess að auk gleypla væru eitilfrumur í blóði næmar fyrir sýkingu með visnuveiru (16,36). Ónæmislitun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.