Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 6
50 LÆKNABLAÐIÐ (6). Skráð hafa verið bæði fyrstu tilfelli kransæðastíflu og endurtekin (með meira en 28 daga millibili) meðal einstaklinga á aldrinum 25-74 ára. Gæði skráningar hafa verið metin á miðstöð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (8). I þessari grein er einungis stuðst við niðurstöður í karlahópnum þar sem sjúkratilfelli meðal kvenna voru of fá til að byggja á. Breytingar áhœttuþátta og œtluð áhrif þeirra á tíðni kransœðadauða: Þróun helstu áhættuþátta kransæðadauða (reykingar, kólesteról, slagbilsþrýstingur, ásamt lyfjatöku vegna háþrýstings) var athuguð á tímabilinu 1968-1988 meðal þátttakenda af báðum kynjum í hóprannsókn Hjartavemdar. Stuðst var við áfanga I-IV í hóprannsókn Hjartavemdar og áhættuþáttakannanir MONICA (I og II) rannsóknarinnar. Vísast í fyrri greinar um úrtak og þátttöku sem var 70-80% (9-14), en ítrekað að hér er um slembiúrtak að ræða og stuðst við niðurstöður fyrstu komu hvers einstaklings á Rannsóknarstöð Hjartavemdar (tafla I). Aldursflokkur 45-64 ára var valinn vegna þess að hann var sameiginlegur fyrir alla hópana. Aldursstöðlun var gerð innan þessa aldursflokks, þannig að reiknað var fyrir hvem fimm ára aldursflokk og meðaltal þessara fjögurra aldursflokka notað. Forspárgildi helstu áhættuþátta dauða af völdum kransæðastíflu hafa verið reiknuð út frá lifun þátttakenda í hóprannsókn Hjartavemdar (1967-85) og mælingum áhættuþátta við fyrstu komu á Rannsóknarstöð Hjartavemdar samkvæmt reiknilíkani Cox (15,16). Kólesteról í sermi (fastandi) var mælt í hóprannsóknum I-IV og MONICA I með sömu aðferð (Technicon Autoanalyser Methodology N-24a), en í MONICA II var notuð ensímhvarfsaðferð (Roche MA.30; Cobas Mira). Tvö hundruð og fimmtíu sýni voru mæld með báðum aðferðunum og var samsvörun mjög góð, meðalgildi 245.9 mg/dl með gömlu en 244.2 mg/dl með nýju, r=0.93. Gæðaeftirlit var framkvæmt í samvinnu við Lipid Reference Laboratory á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Prag og var hlutfallslegur breytistuðull (coefficient of variation, % CV) innan við 3%. Jafnframt var stuðst við viðmiðunarsýni frá Hyland og Seronorm (17). Við blóðþrýstingsmælingar var stuðst við fyrstu mælingu á slagbilsþrýstingi í liggjandi stöðu eftir minnst fimm mínútna hvíld (Hg sphygmomanometer, ERKA) (10,11). Reykingavenjur voru fengnar úr svörum við stöðluðum spumingalista Tafla I. Þátttakendur í Hóprannsókn Hjartaverndar og MONICA áhœttuþáttakönnun I og II á aldrinum 45-64 ára. Karlar Hópur Kom í skoöun Fjöldi Konur Hópur Kom í skoöun Fjöldi i 1968 1416 i 1969 1535 n 1970-71 1599 n 1971-72 1756 in 1974-76 1646 in 1976-78 739 IV 1979-81 1089 IV 1982-83 1228 MONICA I 1983 444 MONICA I 1983 468 MONICA II 1988 429 MONICA II 1988 465 Tafla II. Dánartíðni af völdum kransœðasjúkdáma á ístandi 1951-1988. Karlar Stoöluö Konur Stöðluð Ár Fjöldi tíöni 95% vikmörk Fjöldi tíöni 95% vikmörk 1951-55 ................................. 327 88.2 79.2- 98.3 242 46.5 41.0-52.7 1956-60 ................................... 562 136.2 125.4-147.9 382 67.3 60.9-74.4 1961-65 ................................... 806 171.1 159.8-183.2 462 75.2 68.7-82.3 1966-70 ................................. 1082 204.7 192.9-217.2 611 87.4 80.7-94.6 1971-75 ................................. 1237 210.7 199.3-222.7 682 86.0 79.8-92.7 1976-80 ................................. 1360 205.2 194.5-216.5 806 83.7 78.2-89.6 1981-85 ................................. 1542 209.0 198.9-219.7 943 81.5 76.5-86.9 1986-88 ................................... 879 173.7 162.6-185.5 560 71.8 66.1-78.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.