Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 10
52 LÆKN ABLAÐIÐ hefur orðið á öllum þessum atriðum á þessu tímabili, heildartíðnin hefur lækkað um 23%, tíðni nýrra tilfella um 19% og dánartíðni um 34% samkvæmt aðhvarfslínum. Hlutfall látinna karla af þeim sem fengu kransæðastíflu var 44.9% 1981 og 36.4% 1986 en þessi munur var ekki marktækur (0.05<p<0.10). Tíðni endurtekinna tilfella af kransæðastíflu lækkaði um 30% samanborið við 19% lækkun nýrra tilfella en mismunurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Tafla III sýnir heildarfjölda látinna 1981, úr kransæðastífiu, samanborið við 1986, lækkun um 34.5%. Breyting áhœttuþátta: Tafla IV sýnir að breyting til hins betra hefur orðið á öllum þremur helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms meðal miðaldra karla á tímabilinu 1968-1988 og kvenna á tímabilinu 1969-1988. Þannig hefur meðalgildi kólesteróls lækkað um 16 mg/dl meðal karla (6.2%) en um 29 mg/dl (10.5%) meðal kvenna samkvæmt aðhvarfslínum. Með því að styðjast við aðhvarfslínur (linear regression) fremur en einstakar tölur ætti að draga úr hugsanlegum mælingarskekkjum. Samkvæmt niðurstöðum Cox reiknilíkans á lifun meðal þátttakenda hóprannsóknar Hjartavemdar (15) hefur þessi lækkun á kólesterólgildi minnkað áhættu á kransæðadauða hópsins um 14% hjá körlum en 17% hjá konum. Til samanburðar má geta þess að erlendar rannsóknir byggðar á kólesteróllækkandi lyfjagjöf meðal karla benda til þess að 1% lækkun á kólesterólgildi minnki áhættuna um 2% (23). Slagbilsþrýstingur hefur lækkað um 15 og 19 mmHg sem hefur lækkað áhættuna um 17 og 24%. Taka blóðþrýstingslækkandi lyfja hefur aukist um 7 og 10 prósentustig meðal karla og kvenna (tafla IV) og áhætta samfara því aukist um 7 og 8%, sem nemur rúmum þriðjungi af lækkun áhættu vegna blóðþrýstingslækkunar. Ahætta þessa hóps hefur reynst aukin í hóprannsókn Hjartavemdar eins og fleiri rannsóknum (15), enda þótt skýring á því sé ekki ljós. Dregið hefur úr reykingum en fjöldi stórreykingafólks hefur haldist svipaður og áhættan á kransæðasjúkdómi af völdum reykinga lækkað um 8% meðal kvenna og 13% meðal karla. Dánartíöni, nýgengi og heildartíöni kransæöastíflu meöal íslenskra karla á aldrinum 25-74 ára árin 1981-1986. (MONICA) rannsókn á islandi. j i i--------------1--------------1 1981 1982 1983 1984 1985 1986 Mynd 4. Tíðni / IOO.OOOIár, með 95% vikmörkum, aldursstaðlað. Línulegar aðhvarfsjöfnur: a) Heildartíðni: Lœkkun 34.0lár: r = -0.893, p<0.05. h) Tíðni nýrra tilfella: Lœkkun 18.9/ár: r = -0.901, p<0.05. c) Dánartíðni af völdum kransœðastíflu: Lœkkun 22.01 ár: r=-0.86l, p<0.05. Tafla III. MONICA-rannsókn Hjartaverndar. Fjöldi kransœðadauðsfaUa á Islandi 25-74 ára. Ár 1981 1986 Karlar 184 120 Konur 48 32 Samtals 232 152 Þar sem aðrar rannsóknir (24,25) birta tölur um áhættubreytingar miðaðar við breytingar á meðalgildum áhættuþátta, er sama leið farin hér. Hins vegar vom áhættubreytingar einnig reiknaðar miðað við meðaltal af áhættu einstaklinga. Við þá aðferð fengust heldur meiri breytingar áhættu (38% lækkun hjá körlum í stað 34% og 45% í stað 37% hjá konum). Stafar mismunur af því að hlutfallsleg dreifni blóðþrýstings og kólesterólgilda hefur ekki aukist ásamt hinu ólínulega sambandi áhættuþátta og áhættu. Tafla V sýnir að 95% hlutfallsmark kólesteróls karla hefur lækkað úr um 330 mg/dl 1968 niður í um 300 mg/dl um 1980. Jafnframt hefur áhætta efstu 5 prósentanna lækkað stórlega samanborið við þá sem hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.