Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 59-60. 59 I. KÓLESTERÓL 1. Niðurstöður fjölmargra faraldsfræðilegra rannsókna hafa sýnt aukna hættu á kransæðasjúkdómi samfara hækkandi kólesteróli í blóði. Fylgnisambandið er samfellt, þannig að engin skil eru á milli æskilegs kólesteróls og þeirra gilda er auka áhættu. Hóprannsókn Hjartavemdar hefur glögglega sýnt fylgni milli áhættu og hækkandi kólesterólgilda meðal karla og kvenna, að minnsta kosti til sjötugsaldurs. Ahætta kvenna er þó einungis þriðjungur af áhættu karla þrátt fyrir hærra kólesteról í blóði kvenna eftir fimmtugt. 2. Kólesterólgildi meðal fslendinga er að meðaltali hærra en æskilegt er, en hefur farið heldur lækkandi á síðustu árum, samkvæmt rannsókn Hjartavemdar. 3. Niðurstöður nokkurra rannsókna hafa nú staðfest að unnt er að draga úr áhættunni með því að lækka kólesteról í blóði með mataræði eða lyfjum. Þessar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að einungis minni hluti þátttakenda nýtur góðs af slíkri lyfjameðferð. Þar sem meðferðin er talsvert kostnaðarsöm er vert að vanda val Ofangreindar tillögur eru niðurstöður samráðsfunda, sem haldnir voru á vegum landlœknisembœttisins 2. febrúar og 20. apríl 1990. Tillögurnar sömdu: Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir, Gunnar Sigurðsson yfirlæknir, Jóhann Agúst Sigurðsson héraðslæknir, Jón Högnason læknir, Jón Þór Sverrisson læknir, Þorvaldur V. Guðmundsson yfirlæknir og Elín Olafsdóttir læknir. I samráðsfundunum tóku þátt sérfrœðingar í hjartasjúkdómum, lyflœknisfrœðum, meinefnafrœðum, heimilislækningum og nœringarráðgjöf, alls um 35 manns. þeirra einstaklinga sem hljóta meðferð með kólesteróllækkandi lyfjum. 4. Reykingar auka mjög áhættu af hækkuðu kólesteróli. Því er það aðalatriði í meðferð sjúklings, sem reykir og hefur hátt kólesteról, að fá hann til að hætta reykingum. Jafnframt ber að meðhöndla aðra áhættuþætti, svo sem háþrýsting o.fl. 5. Einstaklingum undir 70 ára aldri, sem mælast með kólesterólgildi 6.5-8.0 mmól/1 (250-306 mg/dl), ætti að gefa ráðleggingar um breytt mataræði og endurtaka síðan kólesterólmælingu eftir þrjá til sex mánuði. 6. Einstaklingar undir 70 ára aldri með kólesteról yfir 8 mmól/l (306 mg/dl) ættu að fara í endurtekna mælingu fljótlega og yrði þá einnig mælt HDL kólesteról og serum þríglýseríðar. Að því loknu fengi viðkomandi ráðleggingar um breytt mataræði. Mæling yrði endurtekin eftir þrjá mánuði. Ef viðkomandi er karlkyns og kólesteról helst fyrir ofan 8.0 mmól/1, þrátt fyrir breytt mataræði í fjóra til sex mánuði, er vert að íhuga kólesteróllækkandi lyfjameðferð ef ekkert mælir gegn henni. Ef viðkomandi er kvenkyns, er eðlilegt að miða við heldur hærri gildi þar sem áhætta kvenna er mun minni. Ef kólesterólið helst stöðugt ofan við 8.0-9.0 mmól/1, þrátt fyrir breytt mataræði í fjóra til sex mánuði, er vert að íhuga kólesteróllækkandi lyf. Þetta eru þó aðeins gróf viðmiðunarmörk. Sjálfsagt er að taka tillit til aldurs og í sumum tilvikum er ráðlagt að hefja lyfjameðferð við lægri kólesterólgildi, einkum ef viðkomandi einstaklingur hefur sterka ættarsögu, lágt HDL kólesteról, aðra áhættuþætti, en þó einkum ef hann hefur þegar einkenni um kransæðasjúkdóm. í gangi eru stórar hóprannsóknir sem ætlað er að upplýsa nánar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.