Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 22
60 LÆKNABLAÐIÐ um notagildi kólesteróllækkandi lyfja meðal kransæðasjúklinga. Niðurstöður þeirra munu liggja fyrir á næstu árum og vel má vera að þær breyti ofannefndum viðmiðunargildum meðal kransæðasjúklinga. II. ÞRÍGLÝSERÍÐAR 1. Tengslin milli hárra þríglýseríða í blóði og kransæðasjúkdóms eru miklu óljósari frá meinafræðilegu sjónarmiði. Sumar hóprannsóknir, rannókn Hjartavemdar þar á meðal, hafa þó sýnt aukna áhættu á kransæðasjúkdómum með hækkandi þríglýseríðagildum, einkanlega ef kólesteról er jafnframt hækkað. 2. Hækkaðir þríglýseríðar í blóði eru mjög oft afleiðing undirliggjandi sjúkdóms, svo sem sykursýki eða mikillar áfengisneyslu. Því ber að útiloka fyrst allt slíkt áður en meðferð er íhuguð. 3. Hækkaðir þríglýseríðar í blóði svara í langflestum tilvikum vel megrun og mataræði. Notagildi lyfja til lækkunar á þríglýseríðum í því skyni að draga úr kransæðasjúkdómi hefur ekki verið sannað óyggjandi. Mjög há þríglýseríðagildi, ofan við 5,5 mmól/1 (500 mg/dl), geta hins vegar stuðlað að brisbólgu. 4. Ef þríglýseríðagildi mælist 2.5.-5.5 mmól/1 (220-500 mg/dl) er eðlilegt að ráðleggja um megrun og mataræði og endurtaka mælingu eftir þrjá mánuði. Ekki þykir ástæða til lyfjagjafar ef þríglýseríðar haldast á þessu bili og einstaklingurinn hefur ekki hækkað kólesteról eða ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Ef þríglýseríðar haldast hins vegar ofan við 2.5 mmól/1 og kólesteról er meira en 8 mmól/1 er vert að íhuga lyfjagjöf sem lækkar bæði þríglýseríða og kólesteról. 5. Ef þríglýseríðar haldast mjög háir (meira en 5.5 mmól/1 án hækkunar á kólesteróli) þrátt fyrir matarráðgjöf er ráðlegt að gefa lyf til lækkunar á þríglýseríðum vegna áhættu á brisbólgu. III. ÓVISSA UM MÆLINGU Á KÓLESTERÓLI 1. Erlendis hefur verið fjallað ítarlega um óvissu í mælingum á kólesteróli og leiðir til að halda henni í lágmarki. Óvissan stafar af líffræðilegum sveiflum á kólesterólmagni ásamt breytileika vegna blóðtöku og óvissu í mæliaðferðum. Ef stuðst er við eina mælingu er heildaróvissan á bilinu 10-15%. Áður en lyfjameðferð hefst er því ráðlegt að mæla kólesteról HDL og þríglýseríða tvisvar til þrisvar með tveggja til þriggja vikna millibili. Ákvarðanataka væri síðan byggð á meðaltali mælinganna. Enn fremur er rétt að skipta við rannsóknastofur sem viðhafa gott innra og ytra gæðaeftirlit og láta eina rannsóknastofu annast mælingar á sama einstaklingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.