Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 36
72 LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 72-6. fí n Hjalti Kristjánsson 1), Jóhann Ág. Sigurösson 1), Guöjón Magnússon 1), Leif Berggren 2) SKOÐANIR LÆKNA Á STARFSSVIÐUM SÉRGREINAIV. Hverjir eiga aö sjá um ákveðna sjúklingahópa og heilsuvernd ÁGRIP Þetta er fjórða greinin af fimm um afstöðu Iækna til verkaskiptingar og tilhneigingu til vallhöslunar (non-physical territorial behaviour). I fyrri greinum (1-3) var þetta hugtak útskýrt. Þar kom fram ólík afstaða heimilislækna annars vegar og annarra sérfræðinga hins vegar til heildrænnar yfirsýnar, gagnsemi tilvísana og nauðsynjar þess að stýra »sjúklingaflæðinu«. Læknar voru einhuga um það að heimilislæknar ættu að fara í vitjanir og sjá um sjúklinga með óljós einkenni. í þessari grein er fjallað um það hvaða sérgreinar eigi einkum að sinna vissum sjúklingahópum og heilsuvemd. INNGANGUR Vegna vaxandi sérhæfingar í læknisfræðinni hefur oft verið rætt um það meðal lækna og í fjölmiðlum, hverjir eigi að sjá um vissa hópa sjúklinga. Við mótun reglugerðar um starfsemi á heilsugæslustöðvum (4) urðu meðal annars árið 1982 snarpar deilur milli heimilislækna og barnalækna um það, hverjir ættu að hafa umsjón með heilsugæslu bama og ungbamavemd (5,6). Verulegur ágreiningur var einnig á þessum tíma á milli heimilislækna og kvensjúkdómalækna um mæðravemdina. Minna hefur verið deilt um aðra sjúklingahópa, svo sem geðsjúka og aldraða. Slík vandamál milli sérgreina hefur einnig borið á góma erlendis (7- 10). Sett hefur verið fram sú tilgáta að þessi ágreiningsatriði stafi meðal annars af þeirri tilhneigingu starfshópa (sérgreina) að hasla sér sem stærstan völl á sínu sviði (1). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þessi mál nánar. Athugað var sérstaklega, hvort heimilislæknar telji að þeir einir eigi að sjá um nær alla heilsugæslu og hvort Frá 1) læknadeild Háskóla íslands/heimilis- og félagslæknisfræöi, 2) Nordiska Hálsovárdshögskolan, Göteborg. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhann Ág. Sigurðsson. aðrir sérfræðingar vilji sinna heilsuvemd og öldruðum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þetta er hluti af samnorrænni könnun og hefur efnivið og aðferðum verið nánar lýst áður (1). Árið 1988 var sendur út spumingalisti til 185 lækna í sjö sérgreinum. Heimtur voru í heild 81% (heimilislæknar 100%, bamalæknar 63%, öldrunarlæknar 100%, kvensjúkdómalæknar 81%, geðlæknar 67%, háls-, nef- og eymalæknar 89% og lyflæknar 65%). Settar voru fram 65 fullyrðingar, sem læknum gafst kostur á að svara á fimm mismunandi vegu: a) »hiklaust sammála«, b) »samþykki með nokkrum efasemdum«, c) »hef ekki skoðun á málinu«, d) »neita með nokkrum efasemdum«, e) »ne'ita hiklaust«. Úr þessum möguleikum voru síðan reiknuð »áherslustig« og tölfræðilegur samanburður reiknaður út frá því, eins og sjá má í töflum hér á eftir. I myndum í þessari grein voru lagðar saman skoðanir annars vegar þeirra, sem voru hiklaust sammála eða samþykktu með nokkrum efasemdum, og hins vegar hinna, sem voru algerlega andvígir eða neituðu með nokkrum efasemdum. NIÐURSTÖÐUR Umsjón ákveðinna sjúklingahópa. Myndir 1-4 (spumingar merktar Q15, Q22, Q29, Q32) sýna skoðanir lækna á því hvort heimilislæknar eigi að sinna sjúkdómum í bömum (mynd 1), öldruðum (mynd 2), kvensjúkdómum (mynd 3) og geðvandamálum (mynd 4), ef þeir telja að sérfræðiþekking í viðkomandi grein sé ekki nauðsynleg. Eins og sjá má eru heimilislæknar alltaf algjörlega sammála því að þeir eigi að sinna þessum sjúklingum, en skoðanir lækna í öðrum sérgreinum eru breytilegar, sérstaklega í þeim sérgreinum sem fjallað er um hverju sinni. Tafla 1 sýnir nánar áherslustig sérgreina við hverri fullyrðingu og tölfræðilegan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.