Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 26
62 LÆKNABLAÐIÐ innihald þeirra getur að sjálfsögðu verið afar misjafnt, bæði heildarmagn og innbyrðis hlutföll. Lítið hefur borið á rannsóknum þar sem notaðar hafa verið staðlaðar samsetningar. f þeim takmörkuðu rannsóknum sem gerðar hafa verið á verkunum hreinna ginsenosíð sambanda, hefur komið í ljós, að verkanir þeirra geta verið mjög ólíkar þrátt fyrir náskylda efnabyggingu. Þetta kemur ef til vill ekki á óvart, þegar haft er í huga að örlitlar breytingar á kjama hjartaglýkósíða og annarra stera geta breytt miklu um verkun, frásog, aðgengi, verkunarlengd, og fleira. Sem dæmi um ólíkar verkanir ginsenosíð sambanda í rottum má nefna að ginsenosíð Rgi veldur hækkuðum blóðþrýstingi og örvun miðtaugakerfis, en ginsenosíð Rb| veldur hins vegar lækkuðum blóðþrýstingi og hefur letjandi áhrif á miðtaugakerfið (4). Líklegt er að virkni ginseng sé háð innbyrðis hlutfalli ginsenosíða ekki síður en heildarstyrk þeirra. Athugun á 133 ginseng neytendum (5) leiddi í ljós að ginseng geti valdið aukaverkunum, einkum eftir langtíma notkun. Þótt könnun þessi hafi verið umdeild, þótti hún benda til að ginseng gæti valdið aukaverkunum sem svipa til einkenna kortikósteraeitrunar. Þá má nefna að neysla ginseng og notkun snyrtivara sem innihalda ginseng eru talin hafa valdið blæðingum i leggöngum (6). Ofangreindar aukaverkanir hafa verið raktar til skyldleika ginsenosíða við stera. FRAMKVÆMD Sýni voru keypt í verslunum í Reykjavík, en einnig lögðu nokkrir innflytjendur fúslega fram sýni fyrir milligöngu Lyfjaeftirlits ríkisins. Ginseng er selt á ýmsu formi; sem hylki (innihalda ýmist malaða rót eða extrakt), te, tónik, extrakt (fljótandi eða þurrt), töflur o.fl. í töflu I er lýsing á þeim ginseng afurðum sem athugaðar voru í þessari rannsókn. Einnig er getið helstu upplýsinga sem fram koma á umbúðum varðandi innihald, skammtastærðir og meintar verkanir. í sumum tilfellum gefa framleiðendur ráðleggingar um skammtastærðir fyrir böm. Eins og sést eru upplýsingar mjög breytilegar eftir framleiðendum. Hvergi er getið um magn ginsenosíð sambanda. I flestum tilfellum er gefið upp samband milli einingar/dagskammts og magns rótar, það er að tiltekinn skammtur samsvari ákveðnu magni rótar. Þetta gefur hins vegar mjög takmarkaðar upplýsingar, því að styrkur innihaldsefna getur verið mjög breytilegur eftir aldri rótarinnar og ræktunarskilyrðum. Tvær aðferðir voru notaðar til að greina ginsenosíð sambönd. Háþrýstivökvagreining (HPLC) var notuð til magnákvörðunar á ginsenosíð samböndunum Rb), Rbi, Rc, Rd, Re, Rf og Rg|. Þunnlagsgreining (TLC) var notuð til að staðfesta greiningu ofangreindra og annarra ginsenosíð sambanda (7). Við útdrátt (extraktion) ginsenosíð sambanda úr ginseng afurðum var stuðst við aðferð Besso o.fl. (8). Tekin voru sýni úr ginseng afurðum (tafla I) sem samsvara 5.0 g af ginseng rót, samkvæmt upplýsingum á umbúðum. I tveimur tilfellum (sýni nr. 7 og 8) voru engar upplýsingar um innihald ginseng rótar. Af sýni nr. 7 voru tekin 15 hylki og af sýni nr. 8 voru teknir 3 tepokar. Öll sýni voru leyst í 25 ml af vatni og þvegin tvisvar með 50 ml af díetyl eter (Merck 921) til að fjarlægja fituleysanleg efni. Vatnslagið var síðan úrhlutað (extrakterað) fjórum sinnum með 50 ml af vatnsmettuðu bútanóli (Merck 988). Bútanólfasamir voru sameinaðir og bútanólið inngufað. Eftirstöðvar voru leystar í 50 ml af metanóli (Merck 6008), sem síðan var eimað burt undir lofttæmi, en þetta var gert til að fjarlægja bútanól leifar. Eftirstöðvar voru leystar í 5.0 ml af metanóli. Lausnin var síuð gegnum 0.45 /xm himnufilter (Millex-HV frá Millipore) áður en henni var sprautað í vökvagreininn. Við háþrýstivökvagreiningu var stuðst við aðferð Schulten og Soldati (9). Notaður var vökvagreinir frá LKB, Bromma; dæla (2150), 2138 UViCORD-S útfjólublár skynjari, Rheodyne 7125 sýnaskammtari og Omniscribe riti. Notuð var súla af gerðinni Superpac Spherisorb ODS (4.0 mm ID x 10 cm), komastærð 5 /zm. Öll ginsenosíð voru greind við 206 nm og skriðvökvi var blanda af asetónítríl (Rathbum HPLC Grade S) og vatni. Við greiningu á ginsenosíðum Rbi, Rb2, Rc, Rd og Rf var hlutfall milli asetónítríls og vatns 30:70 og flæði 2.0 ml/mín. Við greiningu á ginsenosíðum Re og Rgi var hlutfallið 18:82 og flæði 2.5 ml/mín. Samanburðarefni (Carl Roth) voru leyst í metanóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.