Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 14
56
LÆKNABLAÐIÐ
að vera gætt þar, enda kröfumar meiri en við
útgáfu dánarvottorða og því þarf þeim ekki
að bera nákvæmlega saman. Niðurstöðumar
styrkja þó verulega hvor aðra.
Ferilrannsókn Hjartavemdar hefur glögglega
sýnt mikið vægi reykinga, kólesterólgildis
og blóðþrýstings í áhættu íslenskra karla
og kvenna á kransæðasjúkdómi fram yfir
sjötugt (15). Því þótti áhugavert að kanna
hverjar breytingar hefðu orðið á þessum
áhættuþáttum á tímabilinu 1968-88 úr gögnum
Hjartavemdar á slembiúrtaki. Niðurstöðumar
benda til þess að heildaráhætta af völdum
þessara þriggja þátta hafi farið lækkandi
frá miðjum áttunda áratugnum og náð 34-
37% lækkun 1988. Þetta bendir til þess að
áhrif breytinga á áhættuþáttum komi fyrst
fram allmörgum árum síðar í breyttri tíðni
kransæðatilfella. Það er einnig athyglisvert
að áhættan virðist minnka fyrst meðal þess
hóps sem var í einna mestri áhættu (til
dæmis efstu 5% kólesteróldreifingarinnar),
en það er vel þekkt að þeir sem hafa hæst
kólesteról svara best breyttu mataræði.
Samkvæmt myndum 6 og 7 virðast breytingar
á þessum þremur áhættuþáttum skýra
lungann af fækkun kransæðadauðsfalla, að
minnsta kosti í aldurshópi 45-64 ára, þar
sem hlutfallslækkunin er svipuð á áhættu
og dánartíðni. Þetta eru allnokkru meiri
áhrif breytinga á þessum þáttum en nokkrar
erlendar rannsóknir hafa bent til eða 31-75%
(24,25,29,30), en fáar ferilrannsóknir hafa sýnt
jafnmikið vægi umræddra þriggja áhættuþátta
sem rannsókn Hjartavemdar á Islendingum
(15).
Jafnframt þótti áhugavert að kanna hverjar
breytingar hefðu orðið á mataræði landsmanna
síðustu tvo áratugina. A þessu tímabili hafa
matarvenjur breyst í átt að minni fituneyslu og
þá sérstaklega minni neyslu mettaðrar fitu. Þar
vegur þyngst samdráttur í nýmjólkumeyslu
og tilkoma léttmjólkur en einnig minni
neysla viðbits. Einnig má ætla að kjötfita
hafi minnkað nokkuð í fæðunni því meiri
fita fer nú í afskurð og unnar kjötvörur eru
margar hverjar fituminni en áður. Tölulegar
upplýsingar skortir þó þessu til staðfestingar.
Ætla má að breytingar sem þessar á mataræði
þjóðarinnar hafi marktæk áhrif á kólesteról
í blóði landsmanna. Samkvæmt formúlu
Keys um samband fituneyslu og kólesteróls
í sermi (31) má gera ráð fyrir að samdráttur
í neyslu mjólkurfitu og smjörlíkis á þessu
tímabili hafi leitt til lækkunar á kólesteróli
um 12 mg/dl að jafnaði. Til samanburðar sýnir
þessi rannsókn Hjartavemdar að kólesteról
hefur lækkað um 16 mg/dl meðal karla og
29 mg/dl meðal kvenna á tímabilinu 1968-
1988. Áðumefndar matvörur vega mjög
þungt í fituneyslu Islendinga í heild og því
er aukin notkun fituskertra mjólkurvara í stað
feitra og meiri hófsemi í notkun smjörs og
smjörlíkis greinilega áhrifarík leið til lækkunar
á kólesteróli meðal íslendinga.
í Bandaríkjunum fór tíðni kransæðadauðsfalla
að lækka fyrir 1970 (28,32) eða meira
en áratug fyrr en slíkrar breytingar varð
vart á íslandi. Á síðustu árum hefur
kransæðatilfellum einnig fækkað í mörgum
öðrum löndum, til dæmis Noregi, Finnlandi,
Ástralíu, Englandi, Belgíu o.fl. (1,29,33),
en hins vegar staðið í stað eða jafnvel farið
fjölgandi í löndum Austur-Evrópu (1). Vert
er þó að hafa í huga mismunandi aðferðir
við skráningar í þessum löndum. Þótt ekki
verði fullyrt um orsakir þessarar breytingar á
tíðni kransæðatilfella þá em þær víða samfara
breyttum lífsmáta í þessum þjóðlöndum, svo
sem minnkandi reykingum, breyttu mataræði,
aukinni líkamshreyfingu og fleiru, sem
væntanlega er afleiðing af aukinni umræðu
um þessi mál (24,25,30,34).
Þessar íslensku rannsóknir renna vissulega
stoðum undir þær kenningar að breytt tíðni
kransæðatilfella stafi að talsverðu leyti af
breytingum á áðumefndum áhættuþáttum og
fáar rannsóknir hafa stuðst við jafnvíðtækar
upplýsingar sem þessar.
SAMANTEKT
Heildardánartíðni af völdum
kransæðasjúkdóma á Islandi hefur lækkað
marktækt eftir 1985 (lækkun 1981/85-1986/88
nemur 17% fyrir karla, 12% fyrir konur).
Þessi breyting átti sér stað þegar upp úr 1980
meðal aldurshópa undir 75 ára aldri, en ekki
hefur orðið lækkun meðal elstu aldurshópa.
Tilfellum af kransæðastíflu fækkaði um
23% á tímabilinu 1981-1986 meðal karla á
aldrinum 25-74 ára. Því er ályktað að færri
kransæðadauðsföll stafi að verulegu leyti af
minni tíðni kransæðasjúkdóms á Islandi.
Breyting hefur orðið til hins betra á