Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 28
64 LÆKNABLAÐIÐ Tafla II. Niöurstöður ginsenosíð mœlinga með háþrýstivökvagreiningu. Sýni eru merkt samkvœmt töflu I. Upplýsingar um ráðlagðar skammtaslœrðir eru fengnar af umhúðum. Sýni nr. Ginsenosíö (mg) í g af ginseng rót Rb| Rb2 Rc Rd Re Rf Rgi Heildarmagn Ráölagöur skammtur sem ginseng rót (g/dag) Heildarmagn ginsenosíöa í dagskammti fulloröinna (nig) 1 2.8 2.1 1.9 1.0 1.0 0.4 0.9 10.1 1.5 14.7 2 1.2 0.9 0.8 0.8 0.3 0.2 0.4 4.6 1.4 6.4 3 0.4 0.2 0.2 0.1 0.7 0.1 0.2 1.8 0.5-1.0 0.9- 1.8 4 2.2 1.6 1.6 1.2 0.3 0.2 0.2 7.3 2.5-7.5 18.3-54.9 5 3.9 3.0 2.3 0.9 0.5 0.5 0.1 11.2 0.6-1.8 7.4-20.2 6 - - - - - - - *) 0.5-1.0 - 7a) 0.4 0.4 0.3 0.2 0 0.2 0 1.5 a) 0.5-5.0 8b) 1.4 0.8 0.6 0.3 0.7 0.1 0.4 4.3 b) 4.3-17.2 *) I sýninu vottar fyrrir ginsenosiðum Rb| og Rci en heiidarmagri er <0.1 mg í g af gingseng rót. a) Á umbúöum fylgja engar upplýsingar um innihald ginseng rótar. Niöurstööur eru því gefnar sem ginsenosíö (mg) í g af extrakti. b) Á umbúðum fylgja engar upplýsingar um innihald ginseng rótar. Niöurstööur eru því gefnar sem ginsenosíö (mg) í einum tepoka. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Niðurstöður úr HPLC greiningu ginsenosíða eru sýndar í töflu II. I öllum tilfellum var greining toppa (peak identification) á HPLC rófum staðfest með TLC greiningu. Eins og sést í töflu II, er talsverður munur milli sýna, bæði hvað varðar magn einstaka ginsenosíða og heildarmagn ginsenosíða. Heildarmagn ginsenosíða í sýnunum var frá því að vera vart greinanlegt (sýni nr. 6) upp í það að vera 11.2 mg/g af ginseng rót (sýni nr. 5). í flestum sýnum er mest af ginsenosíð Rbj. Miðað við magn ginseng rótar eru dagskammtar fullorðinna (samkvæmt tilmælum framleiðenda) mjög misjafnir eftir vörutegundum, liggja frá 0.5 g til 7.5 g rótar, og niðurstöðumar sýna að ekki er samræmi milli ráðlagðra skammta og magns ginsenosíða. Að undanskildu sýni nr. 6 var heildarmagn ginsenosíða í dagskammti fullorðinna (samkvæmt tilmælum framleiðenda) frá því að vera 0.5 mg (sýni nr. 7) upp í tæplega 55 mg (sýni nr. 4). Með »heildarmagni« er hér átt við heildarmagn þeirra ginsenosíða sem voru magngreindir. Þunnlagsgreining sýndi, að í sumum sýnum fundust eitt til þrjú ginsenosíð auk þeirra sem voru magngreind hér með HPLC. Þar sem ekki fengust samanburðarefni fyrir þessi ginsenosíð, var hins vegar ekki hægt að magngreina þau. Þó er talið, að þau ginsenosíð sem voru magngreind séu aðal virku innihaldsefni ginseng rótar. Ofangreindar niðurstöður sýna, að magn virkra efna í ginseng afurðum getur verið rnjög breytilegt og ekki virðist samræmi milli ráðlagðra skammtastærða og styrks virkra efna. Niðurstöðumar benda til, að ginseng rætur sem notaðar eru við framleiðslu ginseng afurða séu afar misjafnar hvað varðar ginsenosíð innihald. Einnig er hugsanlegt, að misvel takist að varðveita ginsenosíð sambönd við meðhöndlun rótanna. Giriseng rætur eru dýrar í ræktun, meðal annars vegna þess að uppskera fer ekki fram fyrr en fjórum til sex árum eftir sáningu. Því er ekki óhugsandi að ginseng extrökt séu stundum drýgð með öðrum ódýrari efnum. í athugun, sem gerð var í Bandaríkjunum (10) á ginseng afurðum, kom í Ijós að styrkur ginsenosjða var mjög breytilegur og í um þriðjungi sýna greindust engin ginsenosíð. Tilgangur þeirrar athugunar, sem hér var gerð, var fyrst og fremst að finna leið til að magngreina virk efni í náttúruvöru sem er vinsæl meðal almennings, en seld án vitneskju um innihald, og bera saman virk innihaldsefni í mismunandi samsetningum. Þar sem enn vantar mikið upp á að vitað sé um verkanir ginseng, heppilegar skammtastærðir, milliverkanir þess við lyf og aukaverkanir, er ógerlegt að meta virkni eða aukaverkanir sem vænta megi af töku ofangreindra sýna. Aður en hægt verður að taka slíka afstöðu, verða að liggja fyrir niðurstöður úr klínískum rannsóknum sem framkvæmdar eru með stöðluðum samsetningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.