Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 34
70 LÆKNABLAÐIÐ 10 á öðrum deildum töldu sig bundna yfir sjúklingunum. Á töflu VI sést að 27 (70%) aðstandendur sjúklinga á geðdeildum og 16 (40%) á öðrum deildum fengu kvíða og/eða þunglyndi í kjölfar veikinda sjúklings (p<0.01). Kvíði og/eða þunglyndi var aðeins talið þegar það var í þeim mæli að truflun varð á vinnugetu, svefni eða þeir þurftu að leita læknis vegna þessa. Einnig sést á töflu VI að sex aðstandendur (16.7%) sjúklinga á geðdeildum og einn (2.5%) á öðrum deildum töldu veikindi sjúklings hafa stuðlað að líkamlegri vanheilsu hjá þeim. Sjö aðstandendur sjúklinga á geðdeildum höfðu orðið fyrir áverka af völdum sjúklings en enginn á öðrum deildum. Nítján (52.8%) aðstandendur sjúklinga á geðdeildum og sjö (17.5%) á öðrum deildum höfðu leitað læknis vegna eigin vanlíðunar í kjölfar veikinda sjúklings. Aðstandendur 15 sjúklinga (41.7%) á geðdeildum og 21 (52.5%) á öðrum deildum töldu þá taka þátt í heimilisstörfum. UMRÆÐA Bæði sjúklingar og aðstandendur tóku þessum hluta könnunarinnar vel. Þó var greinilegt að truflun á samskiptum og áhrif veikinda á fjölskylduna voru viðkvæmt mál, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Áður hefur komið fram í könnun þessari (1) að talsverður munur var á aldri og hjúskaparstöðu sjúklinga á geðdeildum og sjúklinga á öðrum deildum. Sjúklingar á geðdeildum voru yngri og síður í hjónabandi. Þessa munar gætir sérstaklega þegar rætt er um heimilisaðstæður og jafnframt er þess að vænta að verulegur munur sé á því hvers konar stuðning þarf að veita sjúklingum jafnt sem aðstandendum. Áhrif veikinda á samskipti virðast mun greinilegri á sjúklingum á geðdeildum en á öðrum deildum. Svipaður fjöldi sjúklinga á geðdeildum og öðrum deildum finna fyrir einmanakennd. Svo virðist sem kennd þessi komi fram, hvort sem sjúklingar njóta meiri athygli, eins og fram kemur almennt hjá sjúklingum á öðrum deildum, eða að þeim finnst aðrir fjarlægjast sig, eins og kemur fram hjá sjúklingum á geðdeildum. Einmanakenndin virðist því ná til ákveðins Tafla VI. Mat 76 aöstandenda á eigin andlegum og líkamlegum óþægindum í kjölfar veikinda sjúklinga. Geödeildir Aörar deildir Alls Líkamlegir heilsubrestir Já......................... 6 1 7 Nei 30 39 69 Geörænir heilsubrestir Já 27 16 43 Nei 9 24 33 Áverkar af völdum sjúklinga Já 7 - 7 Nei 29 40 69 Leitað læknis Já 19 7 26 Nei 17 33 50 Fjórir aöstandendur sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í könnuninni. hóps sjúklinga og vera eitt af einkennum sjúkdóma. Kenndin virðist hvíla í hugum sjúklinga meira og minna óháð því hvemig aðstandendur koma fram. Jafnframt benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að báðir hópamir eigi það sameiginlegt að leita lítið á mannamót, eftir að þeir veiktust. Ljóst er þó að sjúklingar á öðrum deildum en geðdeildum leita mun meira eftir samskiptum við félaga eða í heimsóknir til annarra. Það virðist þó ekki hafa unnið á einmanakenndinni. Langflestir sjúklingar á öðrum deildum töldu fjölskylduna veita aðstoð og rof á samskiptum við fjölskyldumar heyrðu til undantekninga. Sjúklingar á geðdeildum höfðu oftar áhyggjur af áhrifum veikinda sinna á fjölskyldu. Reyndar mátti merkja slíkt í viðbrögðum aðstandenda. Þeir urðu bundnari yfir geðsjúklingunum, heimsóknum á heimilin fór fækkandi, fleiri hlutu áverka, urðu jafnvel veikir og leituðu til læknis. Þrátt fyrir meira álag virðist svo sem svipaður fjöldi sjúklinga í báðum hópunum njóti stuðnings aðstandenda og svipaður fjöldi aðstandenda veiti slíkan stuðning. Sérstaka athygli vekur, að um helmingur aðstandenda geðsjúklinga höfðu þurft að leita til lækna vegna þjáninga, sem þeir hlutu af samskiptum við geðsjúklinga. Ekki liggja fyrir til samanburðar neinar rannsóknir sem lýsa þjáningum aðstandenda fyrir áratugum, þegar ekki var óalgengt að geðsjúklingar legðust inn á geðsjúkrahúsin til þess að dvelja þar það sem eftir var ævinnar. Hugsanlega má þó að nokkru rekja orsakir þjáninga aðstandenda til aukins álags og samskipta við sjúklingana, þegar lyf og aðrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.