Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
51
Kransæðadauösföll á íslandi 1951-’88.
Stöðluð tíðni karla og kvenna
-'55 -’60 -'65 -70 -75 -'80 '85 -'88
Mynd I. Tíðni /100.000 heildaríbúafjöldalár, 95%
vikmörk.
Aldursstööluö tíöni kransæðadauðsfalla karla 1951 -’88.
85+
80-84
75-79
70-74
65-69
60-64
55-59
50-54
45-49
40-44
35-39
1951 1956 1961 1966 1971 1976 19811986
-'55 -'60 -'65 -70 -75 -’80 -'85 -'88
Mynd 2. Tíðni / 100.000/ár.
(»Rose questionnaire«) svo og notkun
blóðþrýstingslækkandi lyfja (10,18).
Upplýsingar um neyslu matvœla: Stuðst
var við Arbækur landbúnaðarins (19)
og skýrslu eftir Gunnar Guðbjartsson,
Framleiðsluráði landbúnaðarins (20), um
innanlandssölu á landbúnaðarvörum, kjöti,
mjólk og mjólkurvörum. Upplýsingar um
innlenda framleiðslu á smjörlíki fengust úr
Hagtíðindum (21,22).
Tölfrœði: Línuleg aðhvarfsgreining var notuð
til ákvörðunar á breytingum yfir ákveðinn
árafjölda og t-próf við útreikninga á marktekt.
Við samanburð á einstökum hlutföllum
(dánartíðni, nýgengi eða heildartíðni tilfella)
er gengið út frá að lógaritmi hlutfalls sé
normaldreifður og dreifni (variance) metin
sem summa af einum á móti hverri fjöldatölu
er á bak við liggur.
NIÐURSTÖÐUR
Manndauðatölur: Tafla II og mynd 1
sýna þær breytingar sem orðið hafa á
heildarkransæðadauða á íslandi 1951-1988.
Heildartíðnin jókst verulega eftir 1950 og
virðist hafa náð hámarki meðal beggja kynja
upp úr 1965. Marktæk lækkun hefur orðið
frá tímabilinu 1981-1985 til 1986-1988,
17% meðal karla og 12% meðal kvenna,
og tíðni þá orðin svipuð og á fyrri hluta
sjöunda áratugarins. Myndir 2 og 3 sýna
hins vegar tíðni kransæðadauðsfalla kynjanna
eftir aldursflokkum. Athyglisvert er, að
síðustu árin hefur tíðnin lækkað meðal allra
aldurshópa undir 75 ára aldri, en ekki meðal
elstu aldurshópanna.
Niðurstöður Monica-rannsóknarinnar
1981-1986: Mynd 4 sýnir aldursstaðlaða
dánartíðni, nýgengi og heildartíðni tilfella
(ný og endurtekin tilfelli tekin saman) af
kransæðastíflu miðað við 100.000 á ári
hjá íslenskum körlum 25-74 ára. Einnig
eru sýndar aðhvarfslínur. Marktæk lækkun
Aldursstööluð tíðni kransæðadauðsfalla kvenna 1951-'88.
85+
80-84
75-79
70-74
65-69
60-64
55-59
50-54
45-49
-'55 '60 '65 -70 -75 -'80 -'85 -'88
Mynd 3. Tíðni/ 100.000/ár.