Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 50
86 LÆKNABLAÐIÐ til allra, sem leituðu sér aðstoðar hjá geðlæknum hér á landi í fyrsta skipti á árunum 1966 og 1967, voru konur 57.7% og karlar 42.3% (12). í athugun á notkun geðsjúkra á heilbrigðisþjónustu, annarri en geðlæknisþjónstu (13), var könnuð kyn- og aldursdreifing þeirra, sem leituðu læknis aðallega vegna geðræns sjúkdóms, og voru upplýsingar fengnar úr könnun landlæknisembættisins, sem gerð var árið 1974 (1). í ljós kom að konur voru 64.5% og karlar 35.5% þeirra sem leituðu sér aðstoðar vegna geðræns sjúkdóms. Niðurstöður þessarar athugunar varðandi kynskiptingu eru því í samræmi við fyrri innlendar kannanir og í sainræmi við það, sem sýnt hefur verið fram á erlendis (14). Jafnstór hluti beggja kynja kemur af sjálfsdáðum til geðlæknis, en það sem kemur á óvart er, að aðeins í kringum 16% þeirra, sem leita geðlæknis á þessu árabili, koma þangað að tilhlutan heimilislækna. Þetta er mun lægra hlutfall en búast mætti við, en í raun í samræmi við kannanir landlæknisembættisins árin 1974 og 1981 (1,7). Hér eru þó mun vægari skilyrði fyrir tilvísun en þar voru sett. Oft hafði liðið langur tími frá því að læknir hafði minnst á það við viðkomandi að leita sér aðstoðar þar til hann lét verða af því. í mjög fáum tilvikum var um skriflega tilvísun að ræða til geðlæknisins og einnig sjaldgæft að læknirinn sjálfur hefði samband eða milligöngu í síma við geðlækninn. Þegar um tilvísun frá lækni var að ræða hafði hann í langflestum tilfellum eingöngu stungið upp á því við viðkomandi sjúkling að hann leitaði sér aðstoðar hjá geðlækni, en sjúklingur sjálfur sá síðan um að panta tíma. Tæplega 30% þeirra, sem leituðu geðlæknisins á þessu árabili, komu frá öðrum sérfræðingum og 3% var vísað til geðlæknisins af öðru fagfólki. Verulegur meirihluti þeirra, sem koma til geðlæknisins fyrir milligöngu lækna, koma að tilhlutan sérfræðinga. Þetta undirstrikar þá staðreynd að margs konar líkamleg einkenni eiga sér oft geðrænar orsakir og oft er fyrst leitað að líkamlegum skýringum á einkennunum. Langstærsti hluti einstaklinga kemur þó til geðlækna án nokkurrar milligöngu annarra lækna. Erfitt er að átta sig á því af hverju svo litlum hluta einstaklinganna er vísað af heimilislækni sínum. Geðtruflanir eru oft mjög viðkvæmar fyrir viðkomandi einstakling, jafnvel svo að hann hikar við að ræða þær við heimilislækni. Stundum áttar heimilislæknir sig ekki á því að um geðsjúkdóm er að ræða eða ákveður að ekki sé ástæða fyrir viðkomandi sjúkling að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Einnig er hugsanlegt að heimilislæknir telji að þótt sjúklingur þjáist af geðtruflunum hafi geðlæknar lítið til málanna að leg&ja. Skipting sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum er athyglisverð (tafla II). Eins og við mátti búast eru sjúklingar með geðklofa (schizophreniu) hlutfallslega fáir eða um 2.2% af heildarfjölda sjúklinga, sem leituðu til geðlæknis á tímabilinu. Sjúklingar með geðklofa leita fremur til geðdeilda sjúkrahúsanna en geðlækna á stofu. Hér er kynskipting jöfn. Karlar eru heldur.fleiri en konur af þeim, sem greinast með tvískauta (bipolar) sjúkdóm. Hafa ber í huga, að sjúklingamir eru hér hlutfallslega fáir eða um 2.2% af heildarfjölda. Hér gildir sama og um sjúklinga með geðklofa. Flestum sjúklinganna er sinnt af göngudeildum geðdeilda. Þunglyndi er algengasta sjúkdómsgreiningin. Ef teknir eru þeir, sem hafa djúpa geðlægð (major depression) og væga geðlægð (dysthymia), þá er samtals um að ræða 642 einstaklinga eða 39.9% af öllum þeim sem leituðu geðlæknis á tímabilinu. Af heildarfjölda þeirra sem greinast með þunglyndi eru karlar 170 eða 26.5%. Konur eru 472 eða 73.5% af þunglyndissjúklingum. Hlutföllin eru einn karl á móti hverjum þremur konum, heldur hærra fyrir djúpa geðlægð (major depression) eða 1:2, en lægra fyrir væga geðlægð (dysthymiu) þar sem hlutfallið er 1:3,5. I þessari rannsókn eru flokkaðir í einn hóp allir sjúklingar sem hafa angistarköst en ekki leitað sérstaklega eftir hvort þeir hafi einkenni um fælni (phobia). Ofsahræðsla (panic disorder) greinist hjá 195 einstaklingum eða 12.1% af sjúklingahópnum. Karlar eru 65 og konur 130, það er einn karl á móti hverjum tveimur konum. Önnur form kvíðasjúkdóma eru sjaldgæfari eins og fram kemur í töflu II. Afengis- og lyfjamisnotkun er tiltölulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.