Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1991: 77: 61-5. 61 Kristín Ingólfsdóttir, Guöborg A. Guöjónsdóttir GREINING GINSENOSÍÐ SAMBANDA í GINSENG AFURÐUM ÚTDRÁTTUR Háþrýstivökvagreining (HPLC) var notuð til að greina ginsenosíð sambönd í ginseng afurðum sem seldar eru hér á landi. Niðurstöður sýna að ginsenosíð innihald er mjög mismikið í þeim afurðum sem rannsóknin tók til, bæði hvað varðar heildarstyrk ginsenosíða og innbyrðis hlutfall þeirra. Ráðleggingar framleiðenda unt skammtastærðir eru afar breytilegar og niðurstöður sýndu að heildarmagn ginsenosíð sambanda í dagskammti, samkvæmt tilmælum framleiðenda, er frá því að vera nánast ekkert og upp í 55 mg. Niðurstöður benda eindregið til að þörf sé fyrir strangara og virkara eftirlit með náttúruvörum. INNGANGUR Rætur ginseng jurtarinnar (Panax ginseng C.A. Meyer og aðrar Panax tegundir) hafa lengi verið notaðar í lækningaskyni í Kína og Austur-Asíu. Ymsar afurðir sem innihalda ginseng rót eru seldar á Vesturlöndum, meðal annars hérlendis, en þekking okkar er lítil, bæði á innihaldi þessara afurða og verkan þeirra. Almennt er þó viðurkennt, að í ginseng séu líffræðilega virk efni, svokölluð ginsenosíð sambönd og að neysla þess geti haft væg örvandi áhrif. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér var gerð var að ákvarða magn ginsenosíð sambanda í ginseng afurðum sem seldar eru hérlendis. Efnafræðilega séð, flokkast ginsenosíð sem tríterpen saponín sambönd. Um tvenns konar kjama (aglykon) er að ræða, annars vegar 20-S-prótópanaxadíol (til dæmis ginsenosíð Rbi, Rb^, Rc, Rd), hins vegar 20-S-prótópanaxatríol (til dæmis ginsenosíð Re, Rf, Rgi). Eins og sést á mynd, líkjast Frá lyfjafræöi lyfsala, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristín Ingólfsdóttir. b) Mynd. Efnabygging ginsenosííi kjarna: a) Prótópanaxadíó!; sykrur tengjast -OH hóputn í stöóum 3 og 20. h) Prótópanaxatríól: sykrur tengjasl -OH hópum í stööum 6 og 20. kjamar ginsenosíð sambanda efnabyggingu stera. Yfirleitt tengjast sykrur kjamanum á tveimur stöðum. I prótópanaxadíól glýkósíð samböndum tengjast sykrur -OH hópum í stöðum C-3 og C-20, en í prótópanaxatríól samböndum í stöðum C-6 og C-20. Sykrumar eru einkum glúkósa, arabínósa og rhamnósa. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir síðastliðna áratugi, eru verkanir ginseng rótar í mönnum enn óljósar (1-3). Mikils ósamræmis hefur gætt við framkvæmd rannsókna og því reynst erfitt að bera saman niðurstöður. Þetta stafar meðal annars af því, að notuð hafa verið óstöðluð extrökt úr ginseng rót, en ginsenosíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.