Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1991, Page 25

Læknablaðið - 15.02.1991, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1991: 77: 61-5. 61 Kristín Ingólfsdóttir, Guöborg A. Guöjónsdóttir GREINING GINSENOSÍÐ SAMBANDA í GINSENG AFURÐUM ÚTDRÁTTUR Háþrýstivökvagreining (HPLC) var notuð til að greina ginsenosíð sambönd í ginseng afurðum sem seldar eru hér á landi. Niðurstöður sýna að ginsenosíð innihald er mjög mismikið í þeim afurðum sem rannsóknin tók til, bæði hvað varðar heildarstyrk ginsenosíða og innbyrðis hlutfall þeirra. Ráðleggingar framleiðenda unt skammtastærðir eru afar breytilegar og niðurstöður sýndu að heildarmagn ginsenosíð sambanda í dagskammti, samkvæmt tilmælum framleiðenda, er frá því að vera nánast ekkert og upp í 55 mg. Niðurstöður benda eindregið til að þörf sé fyrir strangara og virkara eftirlit með náttúruvörum. INNGANGUR Rætur ginseng jurtarinnar (Panax ginseng C.A. Meyer og aðrar Panax tegundir) hafa lengi verið notaðar í lækningaskyni í Kína og Austur-Asíu. Ymsar afurðir sem innihalda ginseng rót eru seldar á Vesturlöndum, meðal annars hérlendis, en þekking okkar er lítil, bæði á innihaldi þessara afurða og verkan þeirra. Almennt er þó viðurkennt, að í ginseng séu líffræðilega virk efni, svokölluð ginsenosíð sambönd og að neysla þess geti haft væg örvandi áhrif. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér var gerð var að ákvarða magn ginsenosíð sambanda í ginseng afurðum sem seldar eru hérlendis. Efnafræðilega séð, flokkast ginsenosíð sem tríterpen saponín sambönd. Um tvenns konar kjama (aglykon) er að ræða, annars vegar 20-S-prótópanaxadíol (til dæmis ginsenosíð Rbi, Rb^, Rc, Rd), hins vegar 20-S-prótópanaxatríol (til dæmis ginsenosíð Re, Rf, Rgi). Eins og sést á mynd, líkjast Frá lyfjafræöi lyfsala, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristín Ingólfsdóttir. b) Mynd. Efnabygging ginsenosííi kjarna: a) Prótópanaxadíó!; sykrur tengjast -OH hóputn í stöóum 3 og 20. h) Prótópanaxatríól: sykrur tengjasl -OH hópum í stööum 6 og 20. kjamar ginsenosíð sambanda efnabyggingu stera. Yfirleitt tengjast sykrur kjamanum á tveimur stöðum. I prótópanaxadíól glýkósíð samböndum tengjast sykrur -OH hópum í stöðum C-3 og C-20, en í prótópanaxatríól samböndum í stöðum C-6 og C-20. Sykrumar eru einkum glúkósa, arabínósa og rhamnósa. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir síðastliðna áratugi, eru verkanir ginseng rótar í mönnum enn óljósar (1-3). Mikils ósamræmis hefur gætt við framkvæmd rannsókna og því reynst erfitt að bera saman niðurstöður. Þetta stafar meðal annars af því, að notuð hafa verið óstöðluð extrökt úr ginseng rót, en ginsenosíð

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.