Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 55 SKIL Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að heildardánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms hefur lækkað marktækt eftir 1985 (lækkun 1981/85-1986/88 17% fyrir karla en 12% fyrir konur). Þessi breyting virðist hafa átt sér stað fyrr (upp úr 1980) meðal aldurshópa undir 75 ára aldri en ekki meðal elstu aldurshópanna. A sama tíma hefur orðið svipuð fækkun kransæðatilfella (bæði nýrra og endurtekinna) þannig að færri kransæðadauðsföll stafa væntanlega að verulegu leyti af minni tíðni kransæðasjúkdóms. Dánarhlutfall þeirra sem fengu kransæðastíflu breyttist ekki marktækt (44% / 36% 0.05<p<0.1) á tímabilinu 1981-86 en sambærilegar upplýsingar liggja ekki fyrir um lengra tímabil. Þessar niðurstöður gætu því bent til bættra lífshorfa kransæðasjúklinga en það mun væntanlega skýrast af frekari niðurstöðum MONICA-rannsóknarinnar á næstu árum. Þessi rannsókn náði ekki til könnunar á breytingum læknismeðferðar kransæðasjúkdóms annarra en heildarblóðþrýstingsmeðferðar. Því verður ekki fullyrt um hversu mikinn hlut breytt meðferð kransæðasjúkdóms á síðustu áratugum (svo sem kransæðagræðlingsaðgerðir, blóðsegaleysandi meðferð, neyðarbíll o.s.frv.) hefur átt í þeirri breytingu sem hér er lýst. Sumar erlendar rannsóknir hafa bent til verulegra áhrifa breyttrar meðferðar (talið skýra allt að 30% lækkunarinnar), bæði við bráða kransæðastíflu svo og í fyrirbyggjandi meðferð eftir kransæðastíflu með til dæmis betablokkerum (27). Aðrar rannsóknir hafa þó bent til verulega minni áhrifa þessara breytinga í meðferð á lífshorfur kransæðasjúklinga í heild sinni (25). Einnig er mögulegt að breytt meðferð til dæmis með tilkomu hjartadeilda (»coronary care units«) hafi komið í veg fyrir hærri hámarkstíðni kransæðadauðsfalla en raun varð á, til dæmis hér á landi. Breytingar á skráningarlyklum (ICD 6- 9) hafa ekki verið taldar skýra breytingar á tíðni kransæðadauðsfalla í öðrum löndum (28). Hérlendis hefur samræmið í dánarmeinaskráningu væntanlega haldist betur en víða annars staðar þar sem dánarvottorð á umræddu tímabili hafa verið yfirfarin af einungis tveimur sérfræðingum. I MONICA skráningunni er stuðst við mjög ákveðin skilmerki (8) og því ætti fyllsta samræmis Tafla VI. a) Neysla mjólkun’ara og feitmetis (kglíbúalár). Ár Matvara 1970 1975 1980 1985 1988 Nýmjólk ................................................. 280 230 200 170 150 Léttmjólk ............................................... - - - 21 34 Undanrenna ............................................... 5.0 6.0 7.0 8.0 -12 Rjómi .................................................... 4.5 6.0 5.8 6.3 6.7 Ostur..................................................... 4.2 5.4 6.0 8.8 10.5 Smjör/smjörlíki ......................................... 21.6 18.4 19.8 17.6 16.8 Fita alls úr ofangreindum vörum 31.4 27.9 27.6 26.0 25.3 Tafla VI. b) Kjötneysla (kglíbúalár). Ár Matvara 1970 1975 1980 1985 1988 Kindakjöt................................................... 39.4 44.6 42.7 39.1 33.2 Nautakjöt................................................... 10.2 9.9 10.6 10.0 13.2 Svínakjöt.................................................... 2.1 2.9 4.7 6.4 9.8 Kjúklingakjöt................................................. 2.1 2.1 3.5 6.0 5.5 Rautt kjöt kgalls 51.7 57.4 58.0 55.5 56.2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.