Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 52
88
LÆKNABLAÐIÐ
(Diagnostic Interview Schedule) voru 24-38%
viðtalanna hjá fagfólki með sérþekkingu í
geðsjúkdómum (mental health specialists).
Þetta þýðir að allt að 76% viðtalanna voru hjá
öðrum sérfræðingum og almennum læknum.
Einstaklingar með annars vegar kvíðasjúkdóm
eða minnisbilun voru lfklegri til að vera í
meðferð hjá almennum læknum eða öðrum
sérfræðingum en þeir, sem voru greindir með
aðra geðsjúkdóma (14).
Þessi könnun staðfestir að heimilislæknar
vísa fáum einstaklingum til geðlæknis.
Ef marka má þessa athugun er hópurinn,
sem sérfræðingar senda til geðlæknis,
mun stærri. Því er áhugavert að athuga á
hvem hátt sjúkdómsgreiningar hafa áhrif á
tilvísunarbeiðnir til geðlækna. Þetta er ekki
hvað síst áhugavert þar sem ýmsar rannsóknir
hafa leitt í ljós að meðferð hjá geðlækni
minnkar notkun annarrar læknisþjónustu (16).
Sérlega á þetta við um sjúkrahúsþjónustu
þeirra sem eru 55 ára og eldri. Þessi lækkun
á kostnaði er meiri en nemur þeim kostnaði
sem geðlæknismeðferð utan legudeilda kostar
(16).
í töflu III kemur fram á hvem hátt
tilvísunarleiðir eru breytilegar eftir
sjúkdómsgreiningum. Athyglisvert er,
að einstaklingar með geðsjúkdóma þar
sem líkamleg einkenni em aðaleinkennin
(somatoform disorder), koma til geðlæknis
fyrir milligöngu annarra lækna í nær fjórum
tilvikum af hverjum fimm. Einstaklingar
með kvíðasjúkdóma eins og angistarsjúkdóm
(panic disorder) er vísað til geðlæknisins af
öðrum læknum í 65% tilfella. Sérstaklega er
áberandi hve stór hluti þessara einstaklinga
kemur frá sérfræðingum. Einnig er ljóst að
alvarlegri tegundir þunglyndis koma fyrir
milligöngu lækna í 60% tilvika. I vægari
þunglyndistilvikum er um milligöngu annarra
lækna að ræða hjá 40% einstaklinganna.
Einstaklingar, sem eiga í erfiðleikum í
hjónabandi eða eiga við annan vanda að
stríða innan heimilis, leita aðstoðar geðlæknis
beint, eða í næstum 85% tilvika. Læknar hafa
sárasjaldan milligöngu í slíkum tilvikum.
Hér hefur verið skýrt frá því eftir hvaða
leiðum sjúklingar koma til geðlæknis. Einnig
er skýrt frá sjúkdómsgreiningum flokkuðum
eftir DSM-III-R og skiptingu einstaklinganna
eftir aldri. Loks er skýrt frá tilvísunarleiðum
eftir því hver sjúkdómsgreiningin er.
Akveðnir annmarkar eru á athugun eins og
þessari þegar eingöngu er litið á starf eins
geðlæknis. Hér er þó um að ræða stóran hóp
einstaklinga, sem kom á meira en sjö ára
tímabili og ákveðinn lærdóm má draga af
könnun sem þessari. Aðalniðurstöðumar eru
þær að heimilislæknar og heilsugæslulæknar
vísa hlutfallslega fáum sjúklingum til
meðferðar hjá geðlækni. Sjúkdómsgreiningar
hafa áhrif á tilvísunarleiðir eins og kannski
mátti búast við.
SUMMARY
A study was carried out on 1608 patients who
came to a psychiatrist’s private office in 1982-
1989. Eight hundred forty one or 52.3% were self-
referred. Four hundred fifty eight or 28.5% were
referred by other medical specialists, but only 260
or 16.2% were referred by general practitioners.
Mental health professionals referred 49 individuals
or 3.0% of the total sample. The sample consisted
of 1023 women or 63.6% and 585 men or 36.4%.
Affective disorders were the most common
diagnosis or around 42% of the individuals in
the group, followed by anxiety disorders. Marital
problems and parent-child problems counted
for almost 14.5% of the diagnoses. Individuals
25 years and older seek psychiatric help more
frequently than younger individuals and people who
have reached the age of 45 and especially after
the age of 65. The results indicate that patients’
diagnoses affect their pathways to psychiatric care,
for example patients with somatoforrn disorder
and panic disorder are referred to a psychiatrist
from other physicians, but individuals with marital
problems and parent-child problem are usually self-
referred.
HEIMILDIR
1. Einarsson I, Magnússon E, Ólafsson Ó. Könnun
í heilsugæsluþjónustu 16.-22. október 1981.
Læknablaðið 1984; 70: 225-36.
2. Valdimarsson H, Stefánsson J, Agnarsdóttir G.
Læknisstörf í héraði. Læknablaðið 1969; 55: 15-35.
3. Magnússon G, Sveinsson Ó. Könnun á
heilbrigðisþjónsutu í Skagafirði. Læknablaðið 1976;
62: 167-79.
4. Guðmundsson G. Könnun á sjúkdómatíðni í
Djúpavíkurlæknishéraði. Læknablaðið 1977; 63: 41-3.
5. Njálsson Þ. Skráning og vinnsla samskipta á
Heilsugæslustöðinni á Hólmavík 1. júlí 1985 - 30.
júní 1986. Læknablaðið 1988; 74: 225-63.
6. Önundarson B. Drög að könnun á störfum 9
heimilislækna í Reykjavík. Læknablaðið 1974; 60:
52-72.
7. Sigvaldason H, Einarsson I, Bjömsson O, Ólafsson
Ó, Sigfússon S, Klemensdóttir Þ. Könnun á
læknisþjónustu á landsbyggðinni 16.-22. september