Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 69 breytingar hafa orðið á samskiptum við nánustu ættingja og vini, eftir að veikindi hófust (p<0.001). í könnuninni kom einnig í ljós að allir voru þeir ósáttir við þessar breytingar og töldu þær truflandi, en um helmingur hvors hóps fyrir sig lýsti skilningi á viðbrögðum ættingja sinna og vina. Langmest bar þó á því að sjúklingum fannst að aðrir hefðu fjarlægst þá. Atján (48.6%) sjúklingar á geðdeildum sögðu svo vera og sex (16.7%) sjúklingar á öðrum deildum (p<0.01). Taflan sýnir einnig að 20 (54.1%) sjúklinga á geðdeildum og 17 (47.2%) á öðrum deildum fundu til einmanaleika eftir að þeir veiktust. Niðurstöður þessar benda til þess að svipaður fjöldi sjúklinga á geðdeildum og öðrum deildum finni til einmanaleika, en mun fleiri sjúklingar á geðdeildum finna til þess að aðrir fjarlægist þá. Á töflu III sést að aðeins fleiri sjúklingar á öðrum deildum eða 32 á móti 29 á geðdeildum töldu sig eiga félaga eða einlæga vini. Munurinn er þó ekki marktækur. Hér á eftir verður gerð frekari grein fyrir því hvemig samskipti þeirra sjúklinga eru sem eiga félaga. Með daglegum samskiptum við félaga á töflu IV er átt við meðaltal samskipta árlangt fyrir rannsókn. Taflan sýnir að sjúklingar á geðdeildum leita sjaldnar til félaga sinna, 16 (55.2%) þeirra hitta vini eða kunningja sjaldan eða aldrei en nfu (22.1%) sjúklingar á öðrum deildum (p<0.05). Taflan sýnir einnig að sjúklingar á geðdeildum fara sjaldnar í heimsóknir en sjúklingar á öðrum deildum og að þeir fá mun sjaldnar heimsóknir. Hér er átt við meðaltal heimsókna árlangt fyrir rannsóknir en ekki aðeins heimsóknir meðan á sjúkradvöl stendur. Sjúklingar á geðdeildum og sjúklingar á öðrum deildum sækja álíka oft samkomustaði. Með samkomustöðum er hér átt við t.d. kvikmyndahús, skemmtistaði eða tónleikahús. Sérstakar spumingar voru lagðar fyrir sjúklinga, sem bjuggu ekki hjá fjölskyldu sinni. Þar er átt við sjúklinga, sem bjuggu einir, hjá vandalausum, heimilislausir eða sjúklingar, sem vistuðust á ýmis konar stofnunum. Um var að ræða 16 sjúklinga á geðdeildum og sjö á öðrum deildum (sjá töflu I). Tíu sjúklingar á geðdeildum og sex á öðrum deildum voru sáttir við slíkar aðstæður. Allir Tafla IV. Meöaltal samskipta sjúklinga viö félaga árlangt fyrir rannsókn. Geödeildir Aörar deildir Alls Skipti viö félaga *) Daglega .. 2 5 7 Vikulega .. 11 18 29 Sjaldan/aldrei .. 16 9 25 Heimsóknir sjúklinga Daglega 1 1 2 Vikulega .. 7 13 20 Sjaldan/aldrei .. 29 22 51 Heimsóknir til sjúklinga Daglega .. 2 1 3 Vikulega .. 10 24 34 Sjaldan/aldrei .. 25 11 36 Fariö á mannamót Vikulega .. 2 1 3 Mánaöarlega 4 7 11 Sjaldan/aldrei .. 31 28 59 Þrír sjúklingar á geödeildum og fjórir sjúklingar á öörum deildum svöruöu ekki. *) Hér er átt viö aöeins 29 sjúklinga á geödeildum er áttu félaga og 32 sjúklinga á öörum deildum. Tafla V. Mat 76 aðstandenda á truflun á heimilislífi af völdum veikinda sjúklings. Geödeildir Aörar deildir Alls Neikvæö áhrif á heimilislíf Já 12 10 22 Nei Heimsóknum fækkaö 24 30 54 Já 13 4 17 Nei Aðstandendur bundnir 23 36 59 yfir sjúklingi Já 15 10 25 Nei 21 30 51 Fjórir aöstandendur sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í könnuninni. þessir sjúklingar, utan eins á geðdeild og eins á öðrum deildum höfðu áfram samskipti við fjölskylduna. Tólf þeirra sem liggja á geðdeildum, fannst fjölskyldan aðstoða sig en fjórum á öðrum deildum. Á töflu V sést að 12 aðstandendur (33.3%) sjúklinga á geðdeildum og 10 (25%) á öðrum deildum töldu veikindi sjúklings hafa haft neikvæð áhrif á heimilislíf. Greinilegt var að veikindi sjúklinga á geðdeildum höfðu meiri áhrif á heimsóknir, að mati aðstandenda. Þrettán aðstandendur sjúklinga á geðdeildum og fjórir aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum töldu heimsóknum hafa fækkað í kjölfar veikindanna (p<0.01). Aðstandendur 15 sjúklinga á geðdeildum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.