Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 51

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 87 sjaldgæft vandamál í þessum hópi miðað við algengið almennt. Innan við 5% einstaklinganna greinast ineð þessa sjúkdóma en einstaklingar með þessi vandamál leita flestir í sérhæfða áfengismeðferð hér á landi. Skýringin á hærra hlutfalli lyfjamisnotkunar hjá konum en körlum er sú að hér er í flestum tilfellum um að ræða konur sem koma vegna misnotkunar á kvíðastillandi lyfjum, sem þær hafa oft tekið um árabil en í vaxandi skömmtum. Hér er tekinn upp sá háttur að greina persónuleikatruflanir (personality disorders) í þrjá flokka (cluster) eins og gert er í DSM-III-R. í hópi A eru sérkennilegar persónugerðir (paranoid, schizoid og schizotypal), í hópi B eru ýmsar, oft hömlulausar, persónugerðir (antisocial, borderline, histrionic, narcissistic) og í hópi C eru almennt hæglátari persónugerðir (avoidant, dependent, obsessive compulsive, passive aggressive). Persónuleikavandamál greinast sem aðalgreining hjá um 8.5% einstaklinganna og er kynskipting nokkuð jöfn. Hjónabandsvandamál voru aðalgreiningin hjá 10.2% einstaklinganna. Konur voru þar í verulegum meirihluta eða um 60%. Stundum var það svo að konur komu oft sem einstaklingar, þó að hjónabandsvandi væri aðalmálið, karlamir fengust í mörgum tilfellum ekki til að koma. Það sem flokkað er hér sem vandamál milli foreldra og bams (»parent-child«) er oftast að foreldri, og þá aðallega móðir, leitaði ráða hjá geðlækni vegna veikinda bams sem þá var oft komið á fullorðinsár en fékkst ekki til að leita sér hjálpar. Einnig flokkast hér þegar fólk kom til að leita ráða vegna aldraðs foreldris sem var með einkenni um elliglöp (dementiu), en vildi ekki leita læknis. Þessir tveir síðast töldu flokkar, það er hjónabandsvandamál og vandamál í samskiptum foreldra og bama, ná til um 14.5% þeirra einstaklinga sem komu til geðlæknis á tímabilinu. Þetta er mun hærra hlutfall en sýnt er fram á í öðrum rannsóknum (14). Mynd sýnir aldursskiptingu sjúklinganna. Litið er á hópinn sem heild þar sem ekki reyndist neinn munur á aldursskiptingu karla og kvenna. Einnig er sýnt fram á hlutfall einstaklinga sem prómill af heildarmannfjölda á íslandi miðað við 1. desember 1987 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands. Þannig má betur átta sig á hvort hlutfallslega fleiri eða færri sækja til geðlæknisins á mismunandi aldri. Ljóst er að hlutfallslega fleiri sækja til geðlæknisins við 25 ára aldur og færri við bæði 65 og 75 ára aldur. Hlutfallsleg fækkun á þeim, sem leita til geðlæknis við 45 ára aldur, er mun minni en virðist við fyrstu sýn þegar búið er að taka tillit til heildarfjölda einstaklinga á aldursskeiðinu 45-54 ára. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður víðtækrar erlendrar rannsóknar þar sem notkun á sérhæfðri þjónustu vegna geðsjúkdóma var könnuð (14). Sú spuming hlýtur að vakna að hve miklu leyti svona úttekt speglar þjónustu geðlækna almennt. Vitað er að geðlæknar starfa á mjög mismunandi hátt. Sumir sérhæfa sig í ákveðnum meðferðarformum, til dæmis langtíma samtalsmeðferð. Líklegt er, að sjúklingahópurinn sé öðruvísi þegar slíkum starfsaðferðum er nær eingöngu beitt. Ýmislegt bendir þó til þess, að hópurinn, sem þessi athugun nær til, gefi nokkrar upplýsingar um geðlæknisþjónustuna almennt. I fyrsta lagi nær þessi athugun yfir mjög stóran hóp einstaklinga og er engin tilraun gerð til að velja þá, því öllum er sinnt sem leita aðstoðar. í öðru lagi er kynskipting þessa hóps svipuð og fram hefur komið í fyrri íslenskum athugunum, sem hafa náð til allra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna geðræns sjúkdóms (12,13). Loks er aðsókn eftir aldri hliðstæð því sem sýnt hefur verið fram á annars staðar (14). Sjúkdómsgreiningar í athugun eins og þessari eru auðvitað aðrar en í hinum ýmsu athugunum á algengi geðsjúkdóma (15). Hér er um að ræða hóp, sem leitar sér aðstoðar hjá geðlækni, en mjög margir aðrir aðilar en geðlæknar sjá um þessa þjónustu eins og göngudeildir sjúkrahúsanna, aðrar meðferðarstofnanir og ekki síst almennir heimilislæknar. í bandarískum athugunum sem ná yfir sex mánaða tímabil (14) hefur komið í ljós að 6-7% fullorðinna leita sér aðstoðar vegna geðtrufiana á tímabilinu. Hjá þeim einstaklingum, sem greindust með geðsjúkdóm samkvæmt ákveðinni tegund greiningarviðtala

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.