Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 67-71. 67 Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason VIÐBRÖGÐ SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDA PEIRRA VIÐ ÁLAGI VEGNA VEIKINDA. IV. Almenn viöbrögö og áhrif veikinda á samskipti Grein þessi er hin fjórða í greinaflokki sem fjallar um könnun sem gerð var árið 1988. Áður hefur verið gerð grein fyrir rannsóknaraðferðum og viðbrögðum við innlögnum (1), viðbrögðum við meðferð (2) og fjárhagslegu álagi-, auk röskunar á starfsgetu aðstandenda og sjúklinga (3). ÚTDRÁTTUR Hér verður gerð grein fyrir viðbrögðum og áhrifum veikinda á samskipti sjúklinga, aðstandenda og vina þeirra auk áhrifa á heilsufar fjölskyldumeðlima. Margir sjúklingar fundu til vaxandi einmanakenndar frá því að þeir veiktust. Þeir höfðu einnig áhyggjur af áhrifum veikindanna á aðstandendur og vini. Af svörum aðstandenda má ráða, að þessar áhyggjur sjúklinganna voru engan eginn ástæðulausar því að veruleg röskun varð á fjölskyldulífi og samskiptum, jafnvel gætti áhrifa á heilsufar einstaklinga innan fjölskyldunnar. INNGANGUR Langtímadvöl á sjúkrahúsum telst nú til undantekningar og gildir þetta ekki síst um sjúklinga sem leggjast inn á geðdeildir. Breytingar þessar hafa skapað ný viðhorf og ný vandamál. Erlendis hefur verið lögð áhersla á að kanna ýmsa þætti sem komið hafa fram í kjölfar þessara breytinga, svo sem áhrif sjúkdóma á andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand sjúklinga og aðstandenda þeirra, samanburð á árangri skammtíma- og langtímadvalar og könnun á þörfum sjúklinga eftir útskrift (4). Sýnt hefur verið fram á að aðstandendur sjúklinga, ekki síst sjúklinga á geðdeildum, taka almennt meðferð úti í samfélaginu fram yfir lengri tíma meðferð Frá geödeild Landspítalans. á sjúkrahúsum (2,5). Síðustu árin hefur í vaxandi mæli verið litið á aðstandendur sem virka þátttakendur í meðferð (6). Ljóst er því að meira álag hvílir nú á aðstandendum og því nauðsynlegt að styðja þá til að verða hæfari til þess að mæta þessu nýja álagi. Eitt grundvallaratriði jákvæðs stuðnings byggist á að samskipti sjúklings og þeirra sem styðja hann séu jákvæð og gagnleg báðum aðilum. Kröfur þjóðfélagsins eru breyttar, fullorðnir starfa utan heimila, böm em á stofnunum eða í skólum og aldraðir njóta heimilisaðstoðar, dagvistunar eða stofnana. Það er því ýmsum erfiðleikum bundið fyrir fjölskyldur að sinna sjúklingum (7). Veikindi leiða vissulega til mismunandi mikils álags eða breytinga á fjölskyldulífi. Viðbrögð gagnvart slíkum breytingum eru misjöfn. í grein þessari verður gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á áhrifum veikinda á samskipti milli sjúklinga og annarra meðlima fjölskyldu þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Könnuð voru viðhorf 80 sjúklinga á Landspítalanum og 80 aðstandenda þeirra. Rætt var við sjúklinga sem lágu á fjórum deildum á Landspítalanum á ákveðnum tíma. Deildimar voru tvær á geðdeildum, ein á skurðdeild og ein á lyfjadeild (1). Þrír sjúklingar á geðdeildum og fjórir á öðrum deildum gátu ekki gefið fullnægjandi upplýsingar. Ekki fengust heldur upplýsingar frá aðstandendum fjögurra sjúklinga á geðdeildum. Upplýsingar miðast við áhrif veikinda í víðara samhengi eða frá því sjúklingar veiktust og fram að innlögn. I viðtölunum voru eftirfarandi spumingar lagðar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra um áhrif veikinda á samskipti þeirra. Tölfræðilegur samanburður er gerður með kí- kvaðrat prófun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.