Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 31

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 67-71. 67 Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason VIÐBRÖGÐ SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDA PEIRRA VIÐ ÁLAGI VEGNA VEIKINDA. IV. Almenn viöbrögö og áhrif veikinda á samskipti Grein þessi er hin fjórða í greinaflokki sem fjallar um könnun sem gerð var árið 1988. Áður hefur verið gerð grein fyrir rannsóknaraðferðum og viðbrögðum við innlögnum (1), viðbrögðum við meðferð (2) og fjárhagslegu álagi-, auk röskunar á starfsgetu aðstandenda og sjúklinga (3). ÚTDRÁTTUR Hér verður gerð grein fyrir viðbrögðum og áhrifum veikinda á samskipti sjúklinga, aðstandenda og vina þeirra auk áhrifa á heilsufar fjölskyldumeðlima. Margir sjúklingar fundu til vaxandi einmanakenndar frá því að þeir veiktust. Þeir höfðu einnig áhyggjur af áhrifum veikindanna á aðstandendur og vini. Af svörum aðstandenda má ráða, að þessar áhyggjur sjúklinganna voru engan eginn ástæðulausar því að veruleg röskun varð á fjölskyldulífi og samskiptum, jafnvel gætti áhrifa á heilsufar einstaklinga innan fjölskyldunnar. INNGANGUR Langtímadvöl á sjúkrahúsum telst nú til undantekningar og gildir þetta ekki síst um sjúklinga sem leggjast inn á geðdeildir. Breytingar þessar hafa skapað ný viðhorf og ný vandamál. Erlendis hefur verið lögð áhersla á að kanna ýmsa þætti sem komið hafa fram í kjölfar þessara breytinga, svo sem áhrif sjúkdóma á andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand sjúklinga og aðstandenda þeirra, samanburð á árangri skammtíma- og langtímadvalar og könnun á þörfum sjúklinga eftir útskrift (4). Sýnt hefur verið fram á að aðstandendur sjúklinga, ekki síst sjúklinga á geðdeildum, taka almennt meðferð úti í samfélaginu fram yfir lengri tíma meðferð Frá geödeild Landspítalans. á sjúkrahúsum (2,5). Síðustu árin hefur í vaxandi mæli verið litið á aðstandendur sem virka þátttakendur í meðferð (6). Ljóst er því að meira álag hvílir nú á aðstandendum og því nauðsynlegt að styðja þá til að verða hæfari til þess að mæta þessu nýja álagi. Eitt grundvallaratriði jákvæðs stuðnings byggist á að samskipti sjúklings og þeirra sem styðja hann séu jákvæð og gagnleg báðum aðilum. Kröfur þjóðfélagsins eru breyttar, fullorðnir starfa utan heimila, böm em á stofnunum eða í skólum og aldraðir njóta heimilisaðstoðar, dagvistunar eða stofnana. Það er því ýmsum erfiðleikum bundið fyrir fjölskyldur að sinna sjúklingum (7). Veikindi leiða vissulega til mismunandi mikils álags eða breytinga á fjölskyldulífi. Viðbrögð gagnvart slíkum breytingum eru misjöfn. í grein þessari verður gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á áhrifum veikinda á samskipti milli sjúklinga og annarra meðlima fjölskyldu þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Könnuð voru viðhorf 80 sjúklinga á Landspítalanum og 80 aðstandenda þeirra. Rætt var við sjúklinga sem lágu á fjórum deildum á Landspítalanum á ákveðnum tíma. Deildimar voru tvær á geðdeildum, ein á skurðdeild og ein á lyfjadeild (1). Þrír sjúklingar á geðdeildum og fjórir á öðrum deildum gátu ekki gefið fullnægjandi upplýsingar. Ekki fengust heldur upplýsingar frá aðstandendum fjögurra sjúklinga á geðdeildum. Upplýsingar miðast við áhrif veikinda í víðara samhengi eða frá því sjúklingar veiktust og fram að innlögn. I viðtölunum voru eftirfarandi spumingar lagðar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra um áhrif veikinda á samskipti þeirra. Tölfræðilegur samanburður er gerður með kí- kvaðrat prófun.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.