Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1991, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.02.1991, Qupperneq 22
60 LÆKNABLAÐIÐ um notagildi kólesteróllækkandi lyfja meðal kransæðasjúklinga. Niðurstöður þeirra munu liggja fyrir á næstu árum og vel má vera að þær breyti ofannefndum viðmiðunargildum meðal kransæðasjúklinga. II. ÞRÍGLÝSERÍÐAR 1. Tengslin milli hárra þríglýseríða í blóði og kransæðasjúkdóms eru miklu óljósari frá meinafræðilegu sjónarmiði. Sumar hóprannsóknir, rannókn Hjartavemdar þar á meðal, hafa þó sýnt aukna áhættu á kransæðasjúkdómum með hækkandi þríglýseríðagildum, einkanlega ef kólesteról er jafnframt hækkað. 2. Hækkaðir þríglýseríðar í blóði eru mjög oft afleiðing undirliggjandi sjúkdóms, svo sem sykursýki eða mikillar áfengisneyslu. Því ber að útiloka fyrst allt slíkt áður en meðferð er íhuguð. 3. Hækkaðir þríglýseríðar í blóði svara í langflestum tilvikum vel megrun og mataræði. Notagildi lyfja til lækkunar á þríglýseríðum í því skyni að draga úr kransæðasjúkdómi hefur ekki verið sannað óyggjandi. Mjög há þríglýseríðagildi, ofan við 5,5 mmól/1 (500 mg/dl), geta hins vegar stuðlað að brisbólgu. 4. Ef þríglýseríðagildi mælist 2.5.-5.5 mmól/1 (220-500 mg/dl) er eðlilegt að ráðleggja um megrun og mataræði og endurtaka mælingu eftir þrjá mánuði. Ekki þykir ástæða til lyfjagjafar ef þríglýseríðar haldast á þessu bili og einstaklingurinn hefur ekki hækkað kólesteról eða ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Ef þríglýseríðar haldast hins vegar ofan við 2.5 mmól/1 og kólesteról er meira en 8 mmól/1 er vert að íhuga lyfjagjöf sem lækkar bæði þríglýseríða og kólesteról. 5. Ef þríglýseríðar haldast mjög háir (meira en 5.5 mmól/1 án hækkunar á kólesteróli) þrátt fyrir matarráðgjöf er ráðlegt að gefa lyf til lækkunar á þríglýseríðum vegna áhættu á brisbólgu. III. ÓVISSA UM MÆLINGU Á KÓLESTERÓLI 1. Erlendis hefur verið fjallað ítarlega um óvissu í mælingum á kólesteróli og leiðir til að halda henni í lágmarki. Óvissan stafar af líffræðilegum sveiflum á kólesterólmagni ásamt breytileika vegna blóðtöku og óvissu í mæliaðferðum. Ef stuðst er við eina mælingu er heildaróvissan á bilinu 10-15%. Áður en lyfjameðferð hefst er því ráðlegt að mæla kólesteról HDL og þríglýseríða tvisvar til þrisvar með tveggja til þriggja vikna millibili. Ákvarðanataka væri síðan byggð á meðaltali mælinganna. Enn fremur er rétt að skipta við rannsóknastofur sem viðhafa gott innra og ytra gæðaeftirlit og láta eina rannsóknastofu annast mælingar á sama einstaklingi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.