Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 10

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 10
52 LÆKN ABLAÐIÐ hefur orðið á öllum þessum atriðum á þessu tímabili, heildartíðnin hefur lækkað um 23%, tíðni nýrra tilfella um 19% og dánartíðni um 34% samkvæmt aðhvarfslínum. Hlutfall látinna karla af þeim sem fengu kransæðastíflu var 44.9% 1981 og 36.4% 1986 en þessi munur var ekki marktækur (0.05<p<0.10). Tíðni endurtekinna tilfella af kransæðastíflu lækkaði um 30% samanborið við 19% lækkun nýrra tilfella en mismunurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Tafla III sýnir heildarfjölda látinna 1981, úr kransæðastífiu, samanborið við 1986, lækkun um 34.5%. Breyting áhœttuþátta: Tafla IV sýnir að breyting til hins betra hefur orðið á öllum þremur helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms meðal miðaldra karla á tímabilinu 1968-1988 og kvenna á tímabilinu 1969-1988. Þannig hefur meðalgildi kólesteróls lækkað um 16 mg/dl meðal karla (6.2%) en um 29 mg/dl (10.5%) meðal kvenna samkvæmt aðhvarfslínum. Með því að styðjast við aðhvarfslínur (linear regression) fremur en einstakar tölur ætti að draga úr hugsanlegum mælingarskekkjum. Samkvæmt niðurstöðum Cox reiknilíkans á lifun meðal þátttakenda hóprannsóknar Hjartavemdar (15) hefur þessi lækkun á kólesterólgildi minnkað áhættu á kransæðadauða hópsins um 14% hjá körlum en 17% hjá konum. Til samanburðar má geta þess að erlendar rannsóknir byggðar á kólesteróllækkandi lyfjagjöf meðal karla benda til þess að 1% lækkun á kólesterólgildi minnki áhættuna um 2% (23). Slagbilsþrýstingur hefur lækkað um 15 og 19 mmHg sem hefur lækkað áhættuna um 17 og 24%. Taka blóðþrýstingslækkandi lyfja hefur aukist um 7 og 10 prósentustig meðal karla og kvenna (tafla IV) og áhætta samfara því aukist um 7 og 8%, sem nemur rúmum þriðjungi af lækkun áhættu vegna blóðþrýstingslækkunar. Ahætta þessa hóps hefur reynst aukin í hóprannsókn Hjartavemdar eins og fleiri rannsóknum (15), enda þótt skýring á því sé ekki ljós. Dregið hefur úr reykingum en fjöldi stórreykingafólks hefur haldist svipaður og áhættan á kransæðasjúkdómi af völdum reykinga lækkað um 8% meðal kvenna og 13% meðal karla. Dánartíöni, nýgengi og heildartíöni kransæöastíflu meöal íslenskra karla á aldrinum 25-74 ára árin 1981-1986. (MONICA) rannsókn á islandi. j i i--------------1--------------1 1981 1982 1983 1984 1985 1986 Mynd 4. Tíðni / IOO.OOOIár, með 95% vikmörkum, aldursstaðlað. Línulegar aðhvarfsjöfnur: a) Heildartíðni: Lœkkun 34.0lár: r = -0.893, p<0.05. h) Tíðni nýrra tilfella: Lœkkun 18.9/ár: r = -0.901, p<0.05. c) Dánartíðni af völdum kransœðastíflu: Lœkkun 22.01 ár: r=-0.86l, p<0.05. Tafla III. MONICA-rannsókn Hjartaverndar. Fjöldi kransœðadauðsfaUa á Islandi 25-74 ára. Ár 1981 1986 Karlar 184 120 Konur 48 32 Samtals 232 152 Þar sem aðrar rannsóknir (24,25) birta tölur um áhættubreytingar miðaðar við breytingar á meðalgildum áhættuþátta, er sama leið farin hér. Hins vegar vom áhættubreytingar einnig reiknaðar miðað við meðaltal af áhættu einstaklinga. Við þá aðferð fengust heldur meiri breytingar áhættu (38% lækkun hjá körlum í stað 34% og 45% í stað 37% hjá konum). Stafar mismunur af því að hlutfallsleg dreifni blóðþrýstings og kólesterólgilda hefur ekki aukist ásamt hinu ólínulega sambandi áhættuþátta og áhættu. Tafla V sýnir að 95% hlutfallsmark kólesteróls karla hefur lækkað úr um 330 mg/dl 1968 niður í um 300 mg/dl um 1980. Jafnframt hefur áhætta efstu 5 prósentanna lækkað stórlega samanborið við þá sem hafa

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.