Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 37

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 275 lækna eins og áður er minnst á. Breska heimilislæknafélagið hefur gefið út ítarlegar og vandaðar leiðbeiningar um gæðamat og gæðatryggingu. Sagt er í smáatriðum hvemig eigi að standa að gæðamati. Hvaða upplýsingar þurfi, hvað sé metið og hvernig (5,6). Við mat á heimilislækni og þjónustu hans eru metnir fjórir þættir. Starfsmetnaður læknisins, aðgengileiki sjúklinga að þjónustunni, klínísk hæfni læknisins og loks hæfileiki hans til tjáskipta. Til að afia þessara upplýsinga eru fengnar skriflegar upplýsingar frá lækninum um starfsemi og þjónustu stofunnar/stöðvarinnar, skoðunarmaður kemur og skoðar stofuna, hann hefur viðtal við samstarfsfólk læknisins, sjúkraskrár em skoðaðar, farið er yfir myndbandstökur af viðtali læknisins við sjúkling(a) og loks ræðir skoðunarmaður við lækninn. I Kanada krefst heimilislæknafélagið þess af félagsmönnum að þeir sýni fram á símenntun sem svari til 50 klst. á ári hið minnsta. Einnig að þeir taki þátt í skriflegu prófi á fimm ára fresti. Prófið er fólgið í því að félagsmenn fá sent í pósti 200 spurninga próf með margvalsmöguleikum (multiple choice) (7). Þetta er kallað forpróf. Síðan fá menn tölvuútskrift með svörum með samanburði við árangur annarra, sem tóku sama próf. Einnig er vísað í heimildaskrár, þar sem menn geta leitað fanga til að bæta í eyðurnar auk réttra svara að sjálfsögðu. Eftir sex mánuði fá menn síðan eftirpróf (post-test), þar sem reynt er að hafa spumingar að einhverju leyti í takt við forprófið. Eftir það koma rétt svör eins og áður og vísað í heimildir og frekari lestur. Hér er ekki hugsunin sú að refsa mönnum og ekki spuming um að falla eða ná, heldur að árangur í prófinu geti verið mönnum hvatning til að bæta sig. Hægt er að beita gæðamati á mjög afmarkaða þætti í starfinu. Höfundur kynntist því að eigin raun fyrir nokkrum árum, hvemig gæðamati var beitt við heimilislæknadeildina við háskólann í Miami, Florida, er hann vann þar í nokkra mánuði við kennslu (8). Ákveðið var að skoða sjúkraskrár heimilislækna, sem unnu á kennsluheilsugæslustöð. í hverjum mánuði voru valdar og skoðaðar þrjátíu sjúkraskrár af handahófi. Notaður var fjögurra punkta skali þar sem fjórir var hæst. Þær sjúkraskrár, sem fengu einkunnina einn eða tveir voru skoðaðar nánar af yfirlækni og ein þeirra valin til frekara mats og viðkomandi heimilislæknir sat fyrir svörum á fundi. Aðrir, sem fengu einkunnina einn eða tvo, voru látnir vita af því. Markmiðið með þessari skoðun var eftirfarandi: Athuga fylgikvilla og óvæntar uppákomur. Rannsaka vandamál, sem koma upp við meðhöndlun algengra kvilla. Skoða nánar vandamál þar sent deildar meiningar virðast vera um meðferð. Reyna að meta vandamál þar sem atriði, sem tengjast umgjörð, til dæmis ófullkomið húsnæði eða aðstaða, hafa áhrif á þjónustuna. Líta nánar á og skoða betur, þegar vel tekst til um þjónustu. Meta hvað hægt sé að læra af reynslunni. GÆÐAMAT í HEILSUGÆSLU Á ÍSLANDI Aðgerðir til að tryggja gæði í heilsugæslu á Islandi hafa fyrst og fremst snúið að umgjörðinni. Eins og flestir vita hófst uppbygging heilsugæslunnar fyrir um 15- 20 árum hér á landi og í framhaldi af því fóru íslenskir lækna að sérmennta sig í heimilislækningum. Fljótlega var farið að bæta allt skýrsluhald með vandaliðuðum sjúkraskrám og tölvuvinnslu, sem hófst á Egilsstöðum 1975 og hefur verið fyrirmynd annarra heilsugæslustöðva varðandi þessa þætti. Á Egilsstöðum hófst þróun tölvuforrits, þar sem skráð er meðal annars öll samskipti við skjólstæðinga, tegund samskipta, vandamál (í vandaliðuðu kerfi), sjúkdómsgreiningar og úrlausnir (9). Þetta hefur gerbylt öllu starfi heilsugæslustöðva, leitt til vandaðri vinnubragða og gert allt starf markvissara um leið og gæði þjónustunnar hafa aukist. Síðan hafa komið fram önnur tölvuforrit, sem einnig er farið að nota í auknum mæli. Stefnt er að því að slík tölvuforrit verði í notkun á öllum heilsugæslustöðvum. Innan Félags íslenskra heimilislækna hefur einnig verið unnið mjög öflugt starf á undanfömum árum. Það hefur að hluta verið unnið í samvinnu við opinbera aðila og gefið út og dreift af heilbrigðisyfirvöldum. Hér má nefna: Handbók um skýrsluhald (10), leiðbeiningar um mæðraeftirlit (10),

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.